Lífið

Adele með fangið fullt af verðlaunum

Adele var sigurvegari kvöldsins með heil sex verðlaun.
Adele var sigurvegari kvöldsins með heil sex verðlaun.
Það var breska söngkonan Adele sem var sigurvegari Grammy-verðlaunanna 2012 sem fóru fram í Los Angeles á sunnudagskvöldið. Adele fór heim með alls sex styttur en lag hennar, Rolling in the Deep, var valið lag ársins og platan 21 var plata ársins.



Þessi árlega uppskeruhátíð tónlistar fór fram í skugga fráfalls Whitney Houston og voru margir sem minntust söngkonunnar hæfileikaríku í ræðum sínum. Til dæmis söng klökk Jennifer Hudson lagið I Will Always Love You við mikinn fögnuð viðstaddra. Kjólarnir voru hver öðrum glæsilegri sem og buxnadragtir, en þær virðast vera það heitasta í ár.



Helstu vinningshafar Grammy

Lag ársins: Rolling In The Deep - Adele

Plata ársins: 21 - Adele

Nýliði ársins: Bon Iver

Sviðsframkoma ársins: Someone Like You - Adele

Dúett ársins: Body and Soul - Tony Bennett og Amy Winehouse

Rokklag ársins: Walk - Foo Fighters

Rokkplata ársins: Wasting Light - Foo Fighters

R&B lag ársins: Fool For You - Cee Lo Green og Melanie Fiona

R&B plata ársins: F.A.M.E. - Chris Brown

Rapplag ársins: All of the Lights - Kanye West, Rihanna, Fergie og Kid Cudi

Kántrílag ársins: Mean - Taylor Swift

Nordicphotos/getty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.