Heggur sá er hlífa skyldi Líf Magneudóttir skrifar 9. febrúar 2012 06:00 Ekki alls fyrir löngu stóð Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur (áður Menntaráð) frammi fyrir því að þurfa að skera töluvert niður. Þurfa er kannski ofsagt – það var pólitísk ákvörðun meirihlutans að skera svona mikið niður í menntamálum en hlífa í staðinn öðrum sviðum. Meirihluti Besta flokks og Samfylkingarinnar var auðvitað fljótur að finna upp á frábærri leið til þess að spara hundruð milljóna króna ef ekki milljarða. Þau ætluðu bara að sameina fullt af skólum og leikskólum og alls konar menntastofnunum. Nýr og skapandi meirihluti. Í aðdraganda málsins og í ferlinu sjálfu gerðum við Vinstri græn mýmargar athugasemdir og vöktum máls á margvíslegum vandamálum við sameiningarnar. Fag- og stéttarfélög gagnrýndu fyrirætlanirnar líka harðlega, og þegar áformin urðu almenningi ljós bárust jafnframt alvarlegar athugasemdir frá foreldrum. Tvennt stóð að mínu mati upp úr. Ekkert mat lá fyrir um faglegan ávinning fyrir nemendur borgarinnar og fjárhagslegi ávinningurinn af sameiningunum var sýnd veiði en ekki gefin. Nú þegar nokkuð er liðið frá því að ákvörðunin var tekin er meintur fjárhagslegur ávinningur umdeilanlegur. Hins vegar blasir við að sameiningarnar skapa hin ýmsu vandkvæði í skólunum. Það hefur sannast á foreldrafundum sem haldnir hafa verið nýlega þar sem foreldrar hafa bent á alvarlega galla á sameiningarhugmyndunum. Auðvitað hafa ákvarðanir líkt og þær að sameina skóla margar hliðar og koma sér misvel fyrir borgarbúa. Eflaust breyta sameiningarnar ekki miklu fyrir stóran hluta þeirra en foreldrar í Grafarvogi hafa sýnt að þær hafa ýmiss konar neikvæð áhrif fyrir börnin þar. Til dæmis hefur óvissa skapast um sérkennsluna og leið barnanna í skólann lengist og þurfa þau að fara yfir fleiri umferðargötur svo eitthvað sé nefnt. Samgöngumál í Hamrahverfinu í Grafarvogi voru lítið skoðuð þegar ákvörðunin var tekin og hefur meirihlutinn ekki beitt sér fyrir því að strætó keyri í hverfið. Þegar upp er staðið virðist því sem áhrif sameininganna á skólastarf hafi í besta falli verið hlutlaus en því miður neikvæð fyrir alltof marga án þess að nokkur fjárhagslegur ávinningur hafi fylgt sameiningunum. Faglegt starf menntastofnana hefur hins vegar verið sett í uppnám og tekur tíma að leysa úr því. Minnir þetta nokkuð á útrásarvíkingana sem sómdu sér svo vel við að skipuleggja viðskiptalífið á landakorti og reiknuðu sér alltaf gríðarlegan hagnað með aðstoð einhverra fínna reikniformúla. Ekki er nú reynslan af þeirri aðferðafræði góð. Það verður því að segjast að betra hefði verið heima setið en af stað farið. Þessari ógæfuför hefði meirihlutinn getað afstýrt ef hann hefði hlustað á borgarbúa, kennara, foreldra, fulltrúa minnihlutans og marga fleiri sem bentu á gallana strax í upphafi. En eins og svo oft áður valdi meirihlutinn að skella skollaeyrum við allri gagnrýni og keyra málið í gegn. Fá leik- og grunnskólabörn í borginni, foreldrar þeirra og fagstéttir nú að súpa seyðið af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ekki alls fyrir löngu stóð Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur (áður Menntaráð) frammi fyrir því að þurfa að skera töluvert niður. Þurfa er kannski ofsagt – það var pólitísk ákvörðun meirihlutans að skera svona mikið niður í menntamálum en hlífa í staðinn öðrum sviðum. Meirihluti Besta flokks og Samfylkingarinnar var auðvitað fljótur að finna upp á frábærri leið til þess að spara hundruð milljóna króna ef ekki milljarða. Þau ætluðu bara að sameina fullt af skólum og leikskólum og alls konar menntastofnunum. Nýr og skapandi meirihluti. Í aðdraganda málsins og í ferlinu sjálfu gerðum við Vinstri græn mýmargar athugasemdir og vöktum máls á margvíslegum vandamálum við sameiningarnar. Fag- og stéttarfélög gagnrýndu fyrirætlanirnar líka harðlega, og þegar áformin urðu almenningi ljós bárust jafnframt alvarlegar athugasemdir frá foreldrum. Tvennt stóð að mínu mati upp úr. Ekkert mat lá fyrir um faglegan ávinning fyrir nemendur borgarinnar og fjárhagslegi ávinningurinn af sameiningunum var sýnd veiði en ekki gefin. Nú þegar nokkuð er liðið frá því að ákvörðunin var tekin er meintur fjárhagslegur ávinningur umdeilanlegur. Hins vegar blasir við að sameiningarnar skapa hin ýmsu vandkvæði í skólunum. Það hefur sannast á foreldrafundum sem haldnir hafa verið nýlega þar sem foreldrar hafa bent á alvarlega galla á sameiningarhugmyndunum. Auðvitað hafa ákvarðanir líkt og þær að sameina skóla margar hliðar og koma sér misvel fyrir borgarbúa. Eflaust breyta sameiningarnar ekki miklu fyrir stóran hluta þeirra en foreldrar í Grafarvogi hafa sýnt að þær hafa ýmiss konar neikvæð áhrif fyrir börnin þar. Til dæmis hefur óvissa skapast um sérkennsluna og leið barnanna í skólann lengist og þurfa þau að fara yfir fleiri umferðargötur svo eitthvað sé nefnt. Samgöngumál í Hamrahverfinu í Grafarvogi voru lítið skoðuð þegar ákvörðunin var tekin og hefur meirihlutinn ekki beitt sér fyrir því að strætó keyri í hverfið. Þegar upp er staðið virðist því sem áhrif sameininganna á skólastarf hafi í besta falli verið hlutlaus en því miður neikvæð fyrir alltof marga án þess að nokkur fjárhagslegur ávinningur hafi fylgt sameiningunum. Faglegt starf menntastofnana hefur hins vegar verið sett í uppnám og tekur tíma að leysa úr því. Minnir þetta nokkuð á útrásarvíkingana sem sómdu sér svo vel við að skipuleggja viðskiptalífið á landakorti og reiknuðu sér alltaf gríðarlegan hagnað með aðstoð einhverra fínna reikniformúla. Ekki er nú reynslan af þeirri aðferðafræði góð. Það verður því að segjast að betra hefði verið heima setið en af stað farið. Þessari ógæfuför hefði meirihlutinn getað afstýrt ef hann hefði hlustað á borgarbúa, kennara, foreldra, fulltrúa minnihlutans og marga fleiri sem bentu á gallana strax í upphafi. En eins og svo oft áður valdi meirihlutinn að skella skollaeyrum við allri gagnrýni og keyra málið í gegn. Fá leik- og grunnskólabörn í borginni, foreldrar þeirra og fagstéttir nú að súpa seyðið af því.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun