Sæll Sighvatur Björgvinsson Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar 9. febrúar 2012 06:00 Við eigum sameiginlegt áhugamál sem eru íslenskir grunnskólar. Af skrifum þínum má þó ætla að þú verjir ekki miklum tíma í að auka skilning þinn á uppeldi og menntun barna. Með þessari yfirlýsingu er ég ekki að ráðast á manninn heldur einfaldlega að benda á að þú færir ekki önnur rök fyrir máli þínu en skoðanir og reynslu þína og pabba þíns. Vissulega höfum við mörg tilhneigingu til þess að móta skoðanir út frá eigin reynslu og þeim skoðunum sem við ölumst upp við. Ég verð þó að játa að ég hef miklu meiri áhuga á að heyra skoðanir sérfræðinga og fagmanna á málefnum grunnskólans heldur en skoðanir þínar og pabba þíns. Á vef Alþingis kemur fram að þú hafir ekki lokið námi í viðskiptafræði og fellur því í hóp þeirra fjölmörgu Íslendinga sem heykjast á námi. Ekki er neitt í ferli þínum sem bendir til þess að þú hafir neitt fram að færa um menntun barna. Vissulega er það áhyggjuefni að Ísland er með langmesta brottfall úr námi á Norðurlöndum. Og vissulega er það áhyggjuefni að 25% drengja geti ekki lesið sér til skilnings. Skýringuna er þó vart að finna í því að prestar fái ekki að hlýða börnum yfir faðirvorið í skólum. Það er táknrænt fyrir samtímann að þekking á málefnum uppeldis og menntunar sé lokuð inni í fílabeinsturnum menntaelítunnar, en leikmenn eins og veðurfræðingar og gamlir stjórnmálamenn þeysist fram á völlinn með illa ígrundaðar fullyrðingar um ástæður fyrir vandamálum sem varða menntun barna. Nokkrar doktorsrannsóknir hafa verið gerðar á íslenska grunnskólanum og vil ég benda þér á að lesa t.d. doktorsritgerðir Þorsteins Gunnarssonar, Gunnars Finnbogasonar eða Rúnars Sigþórssonar sem gera þessu málefni ágætis skil. Góður skilningur og umbætur á íslenska grunnskólakerfinu verða ekki til með því að hlusta á kerlingabækur um menntun og uppeldi. Foreldrar og nemendur eru mikilvægir samstarfsaðilar grunnskólans og hafa töluverð áhrif á árangur. Það er því mikilvægt að auka skilning þessara aðila á mikilvægum þáttum uppeldis og menntunar. Þann skilning þarf að sækja í fræðin, í reynslu þeirra skóla sem sýna góðan árangur og taka mið af samfélagsgerð. Við þurfum að spyrja hvað unglingar þurfa að kunna og geta eftir tíu ára setu í grunnskólum. Vissulega er það ekki að lepja upp gagnrýnislaust texta sem þeim er settur fyrir eða góða þjálfun í að þegja í fimm tíma á dag. Það sem einkenndi íslenska umræðu fyrir bankahrunið var gegndarlaus áróður, skortur á gagnrýni og meðvirkni. Eflaust má gera því skóna að hversu vel heppnuð þöggunin var í fyrirhrunssamfélaginu megi rekja til afleits uppeldis í grunnskólum á síðustu öld. Menningin í grunnskólum er afrakstur af aldargamalli stofnanavæðingu en aðilar eins og menntasvið Háskóla Íslands og fræðsluyfirvöld hafa vilja til þess að færa grunnskólann í nútímahorf. Það er þó ekki auðvelt verkefni vegna innbyggðs mótþróa og tilhneigingu stofnana til þess að vernda gamlar venjur og starfshætti fyrir óróa umhverfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Að fermast upp á Faðirvorið Þær fréttir berast úr íslenska grunnskólakerfinu að fjórði hver drengur sem útskrifast geti ekki lesið sér til skilnings. Sé ólæs. Árleg útgjöld samfélagsins vegna náms í grunnskóla nema að því sagt er 1,3 milljónum á hvert grunnskólabarn. Eftir 10 ára nám í grunnskóla er samfélagið sem sé búið að verja 13 milljónum króna til kennslu hvers grunnskólabarns. Og fjórði hver drengur kann ekki að lesa! 7. febrúar 2012 06:00 Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Við eigum sameiginlegt áhugamál sem eru íslenskir grunnskólar. Af skrifum þínum má þó ætla að þú verjir ekki miklum tíma í að auka skilning þinn á uppeldi og menntun barna. Með þessari yfirlýsingu er ég ekki að ráðast á manninn heldur einfaldlega að benda á að þú færir ekki önnur rök fyrir máli þínu en skoðanir og reynslu þína og pabba þíns. Vissulega höfum við mörg tilhneigingu til þess að móta skoðanir út frá eigin reynslu og þeim skoðunum sem við ölumst upp við. Ég verð þó að játa að ég hef miklu meiri áhuga á að heyra skoðanir sérfræðinga og fagmanna á málefnum grunnskólans heldur en skoðanir þínar og pabba þíns. Á vef Alþingis kemur fram að þú hafir ekki lokið námi í viðskiptafræði og fellur því í hóp þeirra fjölmörgu Íslendinga sem heykjast á námi. Ekki er neitt í ferli þínum sem bendir til þess að þú hafir neitt fram að færa um menntun barna. Vissulega er það áhyggjuefni að Ísland er með langmesta brottfall úr námi á Norðurlöndum. Og vissulega er það áhyggjuefni að 25% drengja geti ekki lesið sér til skilnings. Skýringuna er þó vart að finna í því að prestar fái ekki að hlýða börnum yfir faðirvorið í skólum. Það er táknrænt fyrir samtímann að þekking á málefnum uppeldis og menntunar sé lokuð inni í fílabeinsturnum menntaelítunnar, en leikmenn eins og veðurfræðingar og gamlir stjórnmálamenn þeysist fram á völlinn með illa ígrundaðar fullyrðingar um ástæður fyrir vandamálum sem varða menntun barna. Nokkrar doktorsrannsóknir hafa verið gerðar á íslenska grunnskólanum og vil ég benda þér á að lesa t.d. doktorsritgerðir Þorsteins Gunnarssonar, Gunnars Finnbogasonar eða Rúnars Sigþórssonar sem gera þessu málefni ágætis skil. Góður skilningur og umbætur á íslenska grunnskólakerfinu verða ekki til með því að hlusta á kerlingabækur um menntun og uppeldi. Foreldrar og nemendur eru mikilvægir samstarfsaðilar grunnskólans og hafa töluverð áhrif á árangur. Það er því mikilvægt að auka skilning þessara aðila á mikilvægum þáttum uppeldis og menntunar. Þann skilning þarf að sækja í fræðin, í reynslu þeirra skóla sem sýna góðan árangur og taka mið af samfélagsgerð. Við þurfum að spyrja hvað unglingar þurfa að kunna og geta eftir tíu ára setu í grunnskólum. Vissulega er það ekki að lepja upp gagnrýnislaust texta sem þeim er settur fyrir eða góða þjálfun í að þegja í fimm tíma á dag. Það sem einkenndi íslenska umræðu fyrir bankahrunið var gegndarlaus áróður, skortur á gagnrýni og meðvirkni. Eflaust má gera því skóna að hversu vel heppnuð þöggunin var í fyrirhrunssamfélaginu megi rekja til afleits uppeldis í grunnskólum á síðustu öld. Menningin í grunnskólum er afrakstur af aldargamalli stofnanavæðingu en aðilar eins og menntasvið Háskóla Íslands og fræðsluyfirvöld hafa vilja til þess að færa grunnskólann í nútímahorf. Það er þó ekki auðvelt verkefni vegna innbyggðs mótþróa og tilhneigingu stofnana til þess að vernda gamlar venjur og starfshætti fyrir óróa umhverfisins.
Að fermast upp á Faðirvorið Þær fréttir berast úr íslenska grunnskólakerfinu að fjórði hver drengur sem útskrifast geti ekki lesið sér til skilnings. Sé ólæs. Árleg útgjöld samfélagsins vegna náms í grunnskóla nema að því sagt er 1,3 milljónum á hvert grunnskólabarn. Eftir 10 ára nám í grunnskóla er samfélagið sem sé búið að verja 13 milljónum króna til kennslu hvers grunnskólabarns. Og fjórði hver drengur kann ekki að lesa! 7. febrúar 2012 06:00
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar