
Sæll Sighvatur Björgvinsson
Vissulega er það áhyggjuefni að Ísland er með langmesta brottfall úr námi á Norðurlöndum. Og vissulega er það áhyggjuefni að 25% drengja geti ekki lesið sér til skilnings. Skýringuna er þó vart að finna í því að prestar fái ekki að hlýða börnum yfir faðirvorið í skólum.
Það er táknrænt fyrir samtímann að þekking á málefnum uppeldis og menntunar sé lokuð inni í fílabeinsturnum menntaelítunnar, en leikmenn eins og veðurfræðingar og gamlir stjórnmálamenn þeysist fram á völlinn með illa ígrundaðar fullyrðingar um ástæður fyrir vandamálum sem varða menntun barna.
Nokkrar doktorsrannsóknir hafa verið gerðar á íslenska grunnskólanum og vil ég benda þér á að lesa t.d. doktorsritgerðir Þorsteins Gunnarssonar, Gunnars Finnbogasonar eða Rúnars Sigþórssonar sem gera þessu málefni ágætis skil.
Góður skilningur og umbætur á íslenska grunnskólakerfinu verða ekki til með því að hlusta á kerlingabækur um menntun og uppeldi. Foreldrar og nemendur eru mikilvægir samstarfsaðilar grunnskólans og hafa töluverð áhrif á árangur. Það er því mikilvægt að auka skilning þessara aðila á mikilvægum þáttum uppeldis og menntunar. Þann skilning þarf að sækja í fræðin, í reynslu þeirra skóla sem sýna góðan árangur og taka mið af samfélagsgerð.
Við þurfum að spyrja hvað unglingar þurfa að kunna og geta eftir tíu ára setu í grunnskólum. Vissulega er það ekki að lepja upp gagnrýnislaust texta sem þeim er settur fyrir eða góða þjálfun í að þegja í fimm tíma á dag.
Það sem einkenndi íslenska umræðu fyrir bankahrunið var gegndarlaus áróður, skortur á gagnrýni og meðvirkni. Eflaust má gera því skóna að hversu vel heppnuð þöggunin var í fyrirhrunssamfélaginu megi rekja til afleits uppeldis í grunnskólum á síðustu öld.
Menningin í grunnskólum er afrakstur af aldargamalli stofnanavæðingu en aðilar eins og menntasvið Háskóla Íslands og fræðsluyfirvöld hafa vilja til þess að færa grunnskólann í nútímahorf. Það er þó ekki auðvelt verkefni vegna innbyggðs mótþróa og tilhneigingu stofnana til þess að vernda gamlar venjur og starfshætti fyrir óróa umhverfisins.
Tengdar fréttir

Að fermast upp á Faðirvorið
Þær fréttir berast úr íslenska grunnskólakerfinu að fjórði hver drengur sem útskrifast geti ekki lesið sér til skilnings. Sé ólæs. Árleg útgjöld samfélagsins vegna náms í grunnskóla nema að því sagt er 1,3 milljónum á hvert grunnskólabarn. Eftir 10 ára nám í grunnskóla er samfélagið sem sé búið að verja 13 milljónum króna til kennslu hvers grunnskólabarns. Og fjórði hver drengur kann ekki að lesa!
Skoðun

Hvað á barnið að heita?
Ólafur Ísleifsson skrifar

Tveir pappakassar, móttökustaður: óþekktur
Ragnheiður Finnbogadóttir skrifar

Hagkvæmt kvótakerfi og nýliðun
Svanur Guðmundsson skrifar

Þjóðin andvíg sölu á Íslandsbanka
Drífa Snædal skrifar

Grjótkastarar – líka á Alþingi!
S. Albert Ármannsson skrifar

Höfuðstór horrengla
Guðmundur Gunnarsson skrifar

Neytandinn er kóngurinn!
Sigurður Svansson skrifar

Sorgarsaga
Brynjar Níelsson skrifar

Í dag varð heimurinn öruggari
Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar

Guð blessi Ísland
Gunnar Smári Egilsson skrifar

Hálendisþjóðgarður og náttúruverndarrökin
Jón Jónsson skrifar

Framfarir eða fullyrðingar?
Þóra Björg Jónsdóttir skrifar

Ómakleg gagnrýni á bólusetningar í Ísrael
Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar

Það er stuð í rafmagninu
Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar

Takk fyrir traustið!
Bjarni Gíslason skrifar