Lífið

Söng Sprengisand fyrir tökuliðið

Anna Þóra Alfreðsdóttir fyrirsæta og tannlæknanemi var valin til að leika aðalhlutverk í stórri auglýsingaherferð húðvörulínunnar Mederma Skin Care.
Fréttablaðið/vilhelm
Anna Þóra Alfreðsdóttir fyrirsæta og tannlæknanemi var valin til að leika aðalhlutverk í stórri auglýsingaherferð húðvörulínunnar Mederma Skin Care. Fréttablaðið/vilhelm
„Það er búið að vera virkilega gaman að vera hérna," segir fyrirsætan Anna Þóra Alfreðsdóttir sem var að ljúka við að taka upp stóra auglýsingarherferð í Toronto í Kanada.

Anna Þóra var sérstaklega fengin í verkefnið af framleiðendunum sem tókst ekki að finna fyrirsætu við hæfi í Toronto og leituðu því til Íslands. Um er að ræða stóra auglýsingaherferð húðvörulínunnar Mederma Skin Care bæði fyrir sjónvarp og prentmiðla í Bandaríkjunum. Tökur stóðu yfir í fimm daga og var Anna Þóra í skýjunum með dvölina. „Þetta er mikið ævintýri og fagmannlega að öllu staðið hérna fyrir okkur, en við erum hérna þrjár stúlkur sem leikum aðalhlutverkin," segir Anna Þóra en annar Íslendingur var í tökuliðinu, Karl Óskarson tökumaður. „Það var æði að hafa annan Íslending þarna með mér og þeim fannst mjög skondið að heyra okkur tala íslensku. Við skemmtum hinum í tökuliðinu og ég söng meira að segja Sprengisand fyrir alla."

Leikstjórar eru þau Brendan Heath og Sara Marandi en þau hafa meðal annars leikstýrt leikkonunum Nicole Kidman og Evu Longoriu í auglýsingaherferðum fyrir L"oreal og Panthene. Þau höfðu reynslu af Íslandi þar sem þau voru hér á landi síðasta sumar að taka upp auglýsingu fyrir Vera Wang Perfume.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Anna Þóra flýgur erlendis í verkefni en hún hefur tvisvar farið og leikið í Hurst myndböndum eftir að hún lék í sínu fyrsta hér á Íslandi. Hún viðurkennir að sé svo sannarlega kærkomið að fá að grípa í svona verkefni en hún er í tannlæknanámi við Háskóla Íslands. „Ég tók mér bara frí í skólanum á meðan enda gat ég ekki sleppt þessu tækifæri. Þetta er algjör draumur og í raun mikil forréttindi að fá að ferðast svona mikið í vinnunni." -áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.