Lífið

Stuð við opnun tískuskóla

Á bak við Elite. Jóhanna Pálsdóttir, Arnar Gauti Sverrisson og Jón Ólafsson, eigandi skólans.
Á bak við Elite. Jóhanna Pálsdóttir, Arnar Gauti Sverrisson og Jón Ólafsson, eigandi skólans. Fréttablaðið/Valli
Tískuskólinn Fashion Academy Reykjavík, sem Elite á Íslandi stendur á bak við, var formlega opnaður fyrir skömmu.

Fjöldi góðra gesta mætti á opnunina þar sem haldin var tískusýning og boðið upp á gómsætan mat. Skólinn verður miðstöð náms í greinum tengdum tísku, heilsu og fegurð. Skólinn mun bjóða upp á góða aðstöðu og fyrsta flokks nám undir leiðsögn færustu sérfræðinga í sínu fagi. Rík áhersla verður lögð á samvinnu á milli deilda og að nemendur vinni að raunverulegum og lifandi verkefnum.

Smellið á myndina hér fyrir ofan til að fletta myndasafninu. Í meðfylgjandi hljóðbroti má heyra viðtal við Jón Ólafsson um opnun skólans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.