Fögnum fjölbreytileikanum - einnig meðal lögmanna 2. febrúar 2012 06:00 Jón Egilsson hæstaréttarlögmaður hefur verið dæmdur til greiðslu sektar til ríkissjóðs á grundvelli e. og f. liðar 1. mgr. 135. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Dómari taldi að hann hefði hermt eftir meintum brotaþola í málflutningsræðu sinni, í máli sem meintur brotaþoli hafði m.a. höfðað á hendur umbjóðanda Jóns. Ég tel, eins og síðar kemur fram, að mat hins virðulega dóms hafi ekki verið rétt og ekki hafi verið tilefni til að gera lögmanninum réttarfarssekt. Hlutverk lögmanna við aðalmeðferð dómsmála er að benda dómara á og draga fram þau sönnunargögn og sjónarmið, sem eru máli umbjóðanda hans til stuðnings, og reyna að sannfæra dóminn um að fallast eigi á rök umbjóðanda síns í málinu. Starfandi lögmenn skipta hundruðum og mikilvægt er að leyfa hverjum og einum að þróa sinn stíl og halda honum. Sumir lögmenn telja rök sín best framsett með yfirveguðu og rólegu tali, jafnvel í einni og sömu tóntegundinni. Aðrir lögmenn tala í ýktum ræðukeppnisstíl, svokölluðum Morfís-stíl. Margir lögmenn lesa ræðu sína beint upp af blaði. Þannig er fjölbreytileikinn í fyrirrúmi og mikilvægt er að ekki sé reynt að steypa öllum í sama mótið. Jón Egilsson er góður lögmaður, hann er sáttafús en fylginn sér, hann er afar sannfærandi og hefur skemmtilegan frásagnarstíl. Málflutningsræður hans eru oftar en ekki líflegar og nálgun hans á dómsmálum er oft á tíðum mjög áhugaverð. Þess vegna sætir það furðu minni þegar hann er úrskurðaður til sektar fyrir að „herma eftir stefnanda [meintum brotaþola]..., er hann lék stefnanda [meintan brotaþola] kjökrandi að hringja í lögmann sinn vegna málsins.“ Málið sem meintur brotaþoli höfðaði m.a. á hendur umbjóðanda Jóns fjallaði um hvort umbjóðandi Jóns og málsaðili annar skyldu bera skaðabótaábyrgð á andlegri vanheilsu meints brotaþola, sem hann átti að hafa hlotið við líkamsárás sem átti sér stað árið 2006. Við lestur viðkomandi dóms vekur það athygli að meintur brotaþoli hafði aldrei kvartað undan andlegri vanlíðan eða borið sig illa við aðila sem að málinu kom, þ.e. ekki kvartað eða tjáð vanlíðan við lögreglu, lækna eða hjúkrunarfólk heldur þvert á móti borið sig ágætlega. Því var þannig alls ekki haldið fram af hálfu meints brotaþola að hann hafi hringt kjökrandi í lögmann sinn. Þannig getur það ekki staðist að lögmaðurinn hafi verið að herma eftir meintum brotaþola enda hefur brotaþolinn aldrei kvartað með þessum hætti. Ekki verður séð hvernig er unnt að herma eftir einhverju sem ekki hefur gerst. Lögmaðurinn var einmitt að benda á að hann hefði ekki kjökrað eða kvartað, líkt og einstaklingur sem orðið hefði fyrir áfallaröskun. Að hæstaréttarlögmaðurinn skuli í málflutningsræðu sinni lýsa því, með leikrænum tilburðum, hvernig ætla mætti að skelkaður eða sleginn maður myndi hegða sér gagnvart lögreglumönnum og heilbrigðisstarfsfólki sem meðhöndlaði hann eftir líkamsárás, ætti ekki að virða sem vanvirðingu í garð meints brotaþola eða réttarins, heldur var þetta, í þessu tilviki, mikilvægur hluti af málatilbúnaði umbjóðanda lögmannsins. Málatilbúnaður umbjóðanda Jóns í málinu byggði m.a. á því að hin geðrænu einkenni meints brotaþola, sem hann taldi umbjóðanda Jóns m.a. bera ábyrgð á, væri ekki að rekja til líkamsárásarinnar, sem átti sér stað árið 2006. Lögmaðurinn benti á að frá þeim tíma og þar til meintur brotaþoli var metinn af matsmönnum til örorku vegna geðrænna einkenna hafði hann misst föður sinn, skilið við eiginkonu og upplifað hótanir af hálfu aðila sem viðriðnir voru mansalsmál. Í framhaldi af því bendir lögmaðurinn á að enginn þeirra sérfræðinga sem meðhöndluðu meintan brotaþola eftir líkamsárás urðu varir við að hann hafi orðið fyrir áfallastreituröskun en lögmaðurinn lýsti í ræðu sinni, með leikrænum tilburðum, hvernig einkenni áfallastreituröskunar koma fram og ættu ekki að dyljast sérfræðingum sem að málinu koma, líkt og lögreglu eða heilbrigðisstarfsfólki. Ekki verður séð að slíkt hafi ekki tengst málinu eða ekki viðkomið málsstað umbjóðanda Jóns, sem var sýknaður. Ætla verður lögmönnum svigrúm til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og sannfæra dómarann um málstað umbjóðanda síns. Við lifum í þjóðfélagi þar sem reynt er, á hinum ýmsu sviðum, að steypa alla í sama mótið. Því verðum við að berjast gegn og fagna fjölbreytileikanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Jón Egilsson hæstaréttarlögmaður hefur verið dæmdur til greiðslu sektar til ríkissjóðs á grundvelli e. og f. liðar 1. mgr. 135. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Dómari taldi að hann hefði hermt eftir meintum brotaþola í málflutningsræðu sinni, í máli sem meintur brotaþoli hafði m.a. höfðað á hendur umbjóðanda Jóns. Ég tel, eins og síðar kemur fram, að mat hins virðulega dóms hafi ekki verið rétt og ekki hafi verið tilefni til að gera lögmanninum réttarfarssekt. Hlutverk lögmanna við aðalmeðferð dómsmála er að benda dómara á og draga fram þau sönnunargögn og sjónarmið, sem eru máli umbjóðanda hans til stuðnings, og reyna að sannfæra dóminn um að fallast eigi á rök umbjóðanda síns í málinu. Starfandi lögmenn skipta hundruðum og mikilvægt er að leyfa hverjum og einum að þróa sinn stíl og halda honum. Sumir lögmenn telja rök sín best framsett með yfirveguðu og rólegu tali, jafnvel í einni og sömu tóntegundinni. Aðrir lögmenn tala í ýktum ræðukeppnisstíl, svokölluðum Morfís-stíl. Margir lögmenn lesa ræðu sína beint upp af blaði. Þannig er fjölbreytileikinn í fyrirrúmi og mikilvægt er að ekki sé reynt að steypa öllum í sama mótið. Jón Egilsson er góður lögmaður, hann er sáttafús en fylginn sér, hann er afar sannfærandi og hefur skemmtilegan frásagnarstíl. Málflutningsræður hans eru oftar en ekki líflegar og nálgun hans á dómsmálum er oft á tíðum mjög áhugaverð. Þess vegna sætir það furðu minni þegar hann er úrskurðaður til sektar fyrir að „herma eftir stefnanda [meintum brotaþola]..., er hann lék stefnanda [meintan brotaþola] kjökrandi að hringja í lögmann sinn vegna málsins.“ Málið sem meintur brotaþoli höfðaði m.a. á hendur umbjóðanda Jóns fjallaði um hvort umbjóðandi Jóns og málsaðili annar skyldu bera skaðabótaábyrgð á andlegri vanheilsu meints brotaþola, sem hann átti að hafa hlotið við líkamsárás sem átti sér stað árið 2006. Við lestur viðkomandi dóms vekur það athygli að meintur brotaþoli hafði aldrei kvartað undan andlegri vanlíðan eða borið sig illa við aðila sem að málinu kom, þ.e. ekki kvartað eða tjáð vanlíðan við lögreglu, lækna eða hjúkrunarfólk heldur þvert á móti borið sig ágætlega. Því var þannig alls ekki haldið fram af hálfu meints brotaþola að hann hafi hringt kjökrandi í lögmann sinn. Þannig getur það ekki staðist að lögmaðurinn hafi verið að herma eftir meintum brotaþola enda hefur brotaþolinn aldrei kvartað með þessum hætti. Ekki verður séð hvernig er unnt að herma eftir einhverju sem ekki hefur gerst. Lögmaðurinn var einmitt að benda á að hann hefði ekki kjökrað eða kvartað, líkt og einstaklingur sem orðið hefði fyrir áfallaröskun. Að hæstaréttarlögmaðurinn skuli í málflutningsræðu sinni lýsa því, með leikrænum tilburðum, hvernig ætla mætti að skelkaður eða sleginn maður myndi hegða sér gagnvart lögreglumönnum og heilbrigðisstarfsfólki sem meðhöndlaði hann eftir líkamsárás, ætti ekki að virða sem vanvirðingu í garð meints brotaþola eða réttarins, heldur var þetta, í þessu tilviki, mikilvægur hluti af málatilbúnaði umbjóðanda lögmannsins. Málatilbúnaður umbjóðanda Jóns í málinu byggði m.a. á því að hin geðrænu einkenni meints brotaþola, sem hann taldi umbjóðanda Jóns m.a. bera ábyrgð á, væri ekki að rekja til líkamsárásarinnar, sem átti sér stað árið 2006. Lögmaðurinn benti á að frá þeim tíma og þar til meintur brotaþoli var metinn af matsmönnum til örorku vegna geðrænna einkenna hafði hann misst föður sinn, skilið við eiginkonu og upplifað hótanir af hálfu aðila sem viðriðnir voru mansalsmál. Í framhaldi af því bendir lögmaðurinn á að enginn þeirra sérfræðinga sem meðhöndluðu meintan brotaþola eftir líkamsárás urðu varir við að hann hafi orðið fyrir áfallastreituröskun en lögmaðurinn lýsti í ræðu sinni, með leikrænum tilburðum, hvernig einkenni áfallastreituröskunar koma fram og ættu ekki að dyljast sérfræðingum sem að málinu koma, líkt og lögreglu eða heilbrigðisstarfsfólki. Ekki verður séð að slíkt hafi ekki tengst málinu eða ekki viðkomið málsstað umbjóðanda Jóns, sem var sýknaður. Ætla verður lögmönnum svigrúm til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og sannfæra dómarann um málstað umbjóðanda síns. Við lifum í þjóðfélagi þar sem reynt er, á hinum ýmsu sviðum, að steypa alla í sama mótið. Því verðum við að berjast gegn og fagna fjölbreytileikanum.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar