Æskilegt að velja heilkornavörur Hólmfríður Þorgeirsdóttir og Elva Gísladóttir skrifar 5. febrúar 2012 06:00 Nýlega voru birtar niðurstöður úr landskönnun á mataræði sem fram fór á árunum 2010-2011. Niðurstöðurnar sýna að kolvetnaneysla landsmanna er að meðaltali of lítil miðað við ráðleggingar og mun minni en hjá nágrannaþjóðum okkar. Það skiptir máli hvernig kolvetni verða fyrir valinu og er æskilegt að velja sem oftast grófar kornvörur frekar en fínunnar vörur. Trefjaefnaneysla landsmanna er einnig undir ráðleggingum og helgast það aðallega af of lítilli neyslu á grófum kornvörum, grænmeti og ávöxtum. Brauðneysla hefur minnkað og samsvarar nú aðeins rúmum tveimur brauðsneiðum á dag að meðaltali. Það er þó jákvætt að neysla á grófum brauðum hefur tvöfaldast frá síðustu landskönnun á mataræði árið 2002. Engu að síður er hún alltof lítil enn í dag, eða sem svarar hálfri brauðsneið að meðaltali. Auka þarf neyslu á grófum brauðum, með að minnsta kosti 5-6 grömmum af trefjum í hverjum 100 grömmum af brauði, og annarri grófri kornvöru. Hvað eru heilkornavörur?Talað er um heilkornavörur þegar allir hlutar kornsins eru notaðir við framleiðsluna, þ.e. hýði, mjölvi og kím. Stundum er heilt og ómalað korn notað sem hráefni í brauð en oftar er þó notað malað heilkorn sem inniheldur enn þá öll næringarefni kornsins. Mest er af vítamínum, steinefnum og trefjaefnum í hýði og kími en í fínunnum kornvörum er búið að fjarlægja þessa hluta. Ekki er um heilkornavöru að ræða þegar hveitiklíði eða trefjum hefur verið blandað saman við hvítt hveiti. Í kornvörum, sérstaklega vörum úr heilu korni, er fjöldi næringarefna sem eru mikilvæg fyrir heilsuna, t.d. trefjar, járn, kalíum, magnesíum, fólat, og andoxunarefni eins og E-vítamín. Í heilkornavörum er mikið af trefjum en trefjaríkur matur hefur góð áhrif á meltinguna, auk þess að hjálpa til við að halda þyngdinni innan eðlilegra marka þar sem hann veitir mettunartilfinningu og fyllingu. Hvað er gott að velja?Gott er að huga að fjölbreytni þegar kornvörur eru valdar. Dæmi um heilkornavörur eru vörur gerðar úr heilhveiti, rúgi, byggi, höfrum, maís og hirsi. Framboð á heilkornavörum hefur aukist mikið á undanförnum árum. Má þar nefna ýmsar tegundir af brauði, flatkökum, hrökkbrauði, heilhveitipasta, hýðishrísgrjónum, hafragrjónum og ákveðnum tegundum af múslíi og morgunkorni. Veljum því heilkornavörur sem oftast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Nýlega voru birtar niðurstöður úr landskönnun á mataræði sem fram fór á árunum 2010-2011. Niðurstöðurnar sýna að kolvetnaneysla landsmanna er að meðaltali of lítil miðað við ráðleggingar og mun minni en hjá nágrannaþjóðum okkar. Það skiptir máli hvernig kolvetni verða fyrir valinu og er æskilegt að velja sem oftast grófar kornvörur frekar en fínunnar vörur. Trefjaefnaneysla landsmanna er einnig undir ráðleggingum og helgast það aðallega af of lítilli neyslu á grófum kornvörum, grænmeti og ávöxtum. Brauðneysla hefur minnkað og samsvarar nú aðeins rúmum tveimur brauðsneiðum á dag að meðaltali. Það er þó jákvætt að neysla á grófum brauðum hefur tvöfaldast frá síðustu landskönnun á mataræði árið 2002. Engu að síður er hún alltof lítil enn í dag, eða sem svarar hálfri brauðsneið að meðaltali. Auka þarf neyslu á grófum brauðum, með að minnsta kosti 5-6 grömmum af trefjum í hverjum 100 grömmum af brauði, og annarri grófri kornvöru. Hvað eru heilkornavörur?Talað er um heilkornavörur þegar allir hlutar kornsins eru notaðir við framleiðsluna, þ.e. hýði, mjölvi og kím. Stundum er heilt og ómalað korn notað sem hráefni í brauð en oftar er þó notað malað heilkorn sem inniheldur enn þá öll næringarefni kornsins. Mest er af vítamínum, steinefnum og trefjaefnum í hýði og kími en í fínunnum kornvörum er búið að fjarlægja þessa hluta. Ekki er um heilkornavöru að ræða þegar hveitiklíði eða trefjum hefur verið blandað saman við hvítt hveiti. Í kornvörum, sérstaklega vörum úr heilu korni, er fjöldi næringarefna sem eru mikilvæg fyrir heilsuna, t.d. trefjar, járn, kalíum, magnesíum, fólat, og andoxunarefni eins og E-vítamín. Í heilkornavörum er mikið af trefjum en trefjaríkur matur hefur góð áhrif á meltinguna, auk þess að hjálpa til við að halda þyngdinni innan eðlilegra marka þar sem hann veitir mettunartilfinningu og fyllingu. Hvað er gott að velja?Gott er að huga að fjölbreytni þegar kornvörur eru valdar. Dæmi um heilkornavörur eru vörur gerðar úr heilhveiti, rúgi, byggi, höfrum, maís og hirsi. Framboð á heilkornavörum hefur aukist mikið á undanförnum árum. Má þar nefna ýmsar tegundir af brauði, flatkökum, hrökkbrauði, heilhveitipasta, hýðishrísgrjónum, hafragrjónum og ákveðnum tegundum af múslíi og morgunkorni. Veljum því heilkornavörur sem oftast.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun