Æskilegt að velja heilkornavörur Hólmfríður Þorgeirsdóttir og Elva Gísladóttir skrifar 5. febrúar 2012 06:00 Nýlega voru birtar niðurstöður úr landskönnun á mataræði sem fram fór á árunum 2010-2011. Niðurstöðurnar sýna að kolvetnaneysla landsmanna er að meðaltali of lítil miðað við ráðleggingar og mun minni en hjá nágrannaþjóðum okkar. Það skiptir máli hvernig kolvetni verða fyrir valinu og er æskilegt að velja sem oftast grófar kornvörur frekar en fínunnar vörur. Trefjaefnaneysla landsmanna er einnig undir ráðleggingum og helgast það aðallega af of lítilli neyslu á grófum kornvörum, grænmeti og ávöxtum. Brauðneysla hefur minnkað og samsvarar nú aðeins rúmum tveimur brauðsneiðum á dag að meðaltali. Það er þó jákvætt að neysla á grófum brauðum hefur tvöfaldast frá síðustu landskönnun á mataræði árið 2002. Engu að síður er hún alltof lítil enn í dag, eða sem svarar hálfri brauðsneið að meðaltali. Auka þarf neyslu á grófum brauðum, með að minnsta kosti 5-6 grömmum af trefjum í hverjum 100 grömmum af brauði, og annarri grófri kornvöru. Hvað eru heilkornavörur?Talað er um heilkornavörur þegar allir hlutar kornsins eru notaðir við framleiðsluna, þ.e. hýði, mjölvi og kím. Stundum er heilt og ómalað korn notað sem hráefni í brauð en oftar er þó notað malað heilkorn sem inniheldur enn þá öll næringarefni kornsins. Mest er af vítamínum, steinefnum og trefjaefnum í hýði og kími en í fínunnum kornvörum er búið að fjarlægja þessa hluta. Ekki er um heilkornavöru að ræða þegar hveitiklíði eða trefjum hefur verið blandað saman við hvítt hveiti. Í kornvörum, sérstaklega vörum úr heilu korni, er fjöldi næringarefna sem eru mikilvæg fyrir heilsuna, t.d. trefjar, járn, kalíum, magnesíum, fólat, og andoxunarefni eins og E-vítamín. Í heilkornavörum er mikið af trefjum en trefjaríkur matur hefur góð áhrif á meltinguna, auk þess að hjálpa til við að halda þyngdinni innan eðlilegra marka þar sem hann veitir mettunartilfinningu og fyllingu. Hvað er gott að velja?Gott er að huga að fjölbreytni þegar kornvörur eru valdar. Dæmi um heilkornavörur eru vörur gerðar úr heilhveiti, rúgi, byggi, höfrum, maís og hirsi. Framboð á heilkornavörum hefur aukist mikið á undanförnum árum. Má þar nefna ýmsar tegundir af brauði, flatkökum, hrökkbrauði, heilhveitipasta, hýðishrísgrjónum, hafragrjónum og ákveðnum tegundum af múslíi og morgunkorni. Veljum því heilkornavörur sem oftast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nýlega voru birtar niðurstöður úr landskönnun á mataræði sem fram fór á árunum 2010-2011. Niðurstöðurnar sýna að kolvetnaneysla landsmanna er að meðaltali of lítil miðað við ráðleggingar og mun minni en hjá nágrannaþjóðum okkar. Það skiptir máli hvernig kolvetni verða fyrir valinu og er æskilegt að velja sem oftast grófar kornvörur frekar en fínunnar vörur. Trefjaefnaneysla landsmanna er einnig undir ráðleggingum og helgast það aðallega af of lítilli neyslu á grófum kornvörum, grænmeti og ávöxtum. Brauðneysla hefur minnkað og samsvarar nú aðeins rúmum tveimur brauðsneiðum á dag að meðaltali. Það er þó jákvætt að neysla á grófum brauðum hefur tvöfaldast frá síðustu landskönnun á mataræði árið 2002. Engu að síður er hún alltof lítil enn í dag, eða sem svarar hálfri brauðsneið að meðaltali. Auka þarf neyslu á grófum brauðum, með að minnsta kosti 5-6 grömmum af trefjum í hverjum 100 grömmum af brauði, og annarri grófri kornvöru. Hvað eru heilkornavörur?Talað er um heilkornavörur þegar allir hlutar kornsins eru notaðir við framleiðsluna, þ.e. hýði, mjölvi og kím. Stundum er heilt og ómalað korn notað sem hráefni í brauð en oftar er þó notað malað heilkorn sem inniheldur enn þá öll næringarefni kornsins. Mest er af vítamínum, steinefnum og trefjaefnum í hýði og kími en í fínunnum kornvörum er búið að fjarlægja þessa hluta. Ekki er um heilkornavöru að ræða þegar hveitiklíði eða trefjum hefur verið blandað saman við hvítt hveiti. Í kornvörum, sérstaklega vörum úr heilu korni, er fjöldi næringarefna sem eru mikilvæg fyrir heilsuna, t.d. trefjar, járn, kalíum, magnesíum, fólat, og andoxunarefni eins og E-vítamín. Í heilkornavörum er mikið af trefjum en trefjaríkur matur hefur góð áhrif á meltinguna, auk þess að hjálpa til við að halda þyngdinni innan eðlilegra marka þar sem hann veitir mettunartilfinningu og fyllingu. Hvað er gott að velja?Gott er að huga að fjölbreytni þegar kornvörur eru valdar. Dæmi um heilkornavörur eru vörur gerðar úr heilhveiti, rúgi, byggi, höfrum, maís og hirsi. Framboð á heilkornavörum hefur aukist mikið á undanförnum árum. Má þar nefna ýmsar tegundir af brauði, flatkökum, hrökkbrauði, heilhveitipasta, hýðishrísgrjónum, hafragrjónum og ákveðnum tegundum af múslíi og morgunkorni. Veljum því heilkornavörur sem oftast.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar