Fleiri stelpur læra að slást 1. febrúar 2012 12:15 Bardagaíþróttir sækja stöðugt í sig veðrið á Íslandi. Strákar hafa verið í meirihluta þeirra sem iðka sportið, en áhugi stelpna hefur aukist mikið undanfarið. „Við erum rosalega ánægðir með þessa aukningu," segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður bardagaíþróttaklúbbsins Mjölnis. Áhugi kvenfólks á bardagaíþróttum hefur stóraukist undanfarin misseri. Jón Viðar hjá Mjölni segir mikla fjölgun hafa átt sér stað frá því að klúbburinn flutti í kastalann svokallaða, sem hýsti áður starfsemi Loftkastalans. „Við byrjuðum með stelputíma í vetur og þannig náðum við að halda enn þá betur í þær," segir Jón og bætir við að box og glímutími sé í boði sérstaklega fyrir stelpur, en í öðrum tímum eru að sjálfsögðu bæði kynin. En hvað veldur þessum aukna áhuga? „Það er erfitt að segja, þær eru bara að uppgötva hvað þetta er skemmtilegt. Þetta er fyrir alla, ekki bara stráka - það heldur líka betur betur í strákana að hafa stelpurnar," segir Jón Viðar í léttum dúr. Sigursteinn Snorrason hjá Combat Gym tekur í sama streng og finnur fyrir auknum áhuga hjá stelpunum. „Stelpurnar sækja í aðeins öðruvísi greinar en strákarnir," segir hann og bætir við að fáar stelpur séu í blönduðum bardagalistum, en á móti séu þær um helmingur iðkenda taekwondo í Combat Gym. „Þetta hefur þróast svona í gegnum árin, aðallega vegna þess að okkar helsta afreksfólk í taekwondo eru tvær stelpur." Sigursteinn segir algengt að stelpur komi saman í hópum, ólíkt strákunum sem koma oftast einir eða með einn félaga með sér. „Stelpurnar eru að fatta að þetta snýst bara ekki um að setja á sig hanska og lemja hverja aðra." Mjölnir, Combat Gym og fleiri bardagaklúbbar eru með byrjendanámskeið, þar sem farið er yfir undirstöðuatriðin. Á heimasíðum klúbbanna, mjolnir.is og combat.is, má finna nánari upplýsingar. atlifannar@frettabladid.isSlegist í Mjölni. Ljósmyndari Fréttablaðsins leit inn á stelpuæfingu í Mjölni í gærkvöldi þar sem ekkert var gefið eftir.Myndir/Valli Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira
Bardagaíþróttir sækja stöðugt í sig veðrið á Íslandi. Strákar hafa verið í meirihluta þeirra sem iðka sportið, en áhugi stelpna hefur aukist mikið undanfarið. „Við erum rosalega ánægðir með þessa aukningu," segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður bardagaíþróttaklúbbsins Mjölnis. Áhugi kvenfólks á bardagaíþróttum hefur stóraukist undanfarin misseri. Jón Viðar hjá Mjölni segir mikla fjölgun hafa átt sér stað frá því að klúbburinn flutti í kastalann svokallaða, sem hýsti áður starfsemi Loftkastalans. „Við byrjuðum með stelputíma í vetur og þannig náðum við að halda enn þá betur í þær," segir Jón og bætir við að box og glímutími sé í boði sérstaklega fyrir stelpur, en í öðrum tímum eru að sjálfsögðu bæði kynin. En hvað veldur þessum aukna áhuga? „Það er erfitt að segja, þær eru bara að uppgötva hvað þetta er skemmtilegt. Þetta er fyrir alla, ekki bara stráka - það heldur líka betur betur í strákana að hafa stelpurnar," segir Jón Viðar í léttum dúr. Sigursteinn Snorrason hjá Combat Gym tekur í sama streng og finnur fyrir auknum áhuga hjá stelpunum. „Stelpurnar sækja í aðeins öðruvísi greinar en strákarnir," segir hann og bætir við að fáar stelpur séu í blönduðum bardagalistum, en á móti séu þær um helmingur iðkenda taekwondo í Combat Gym. „Þetta hefur þróast svona í gegnum árin, aðallega vegna þess að okkar helsta afreksfólk í taekwondo eru tvær stelpur." Sigursteinn segir algengt að stelpur komi saman í hópum, ólíkt strákunum sem koma oftast einir eða með einn félaga með sér. „Stelpurnar eru að fatta að þetta snýst bara ekki um að setja á sig hanska og lemja hverja aðra." Mjölnir, Combat Gym og fleiri bardagaklúbbar eru með byrjendanámskeið, þar sem farið er yfir undirstöðuatriðin. Á heimasíðum klúbbanna, mjolnir.is og combat.is, má finna nánari upplýsingar. atlifannar@frettabladid.isSlegist í Mjölni. Ljósmyndari Fréttablaðsins leit inn á stelpuæfingu í Mjölni í gærkvöldi þar sem ekkert var gefið eftir.Myndir/Valli
Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira