Lífið

Pabbi Amy Winehouse ósáttur við tískusýningu Gaultier

Mitch Winehouse, faðir söngkonunnar sálugu Amy Winehouse, hefur gagnrýnt tískuhönnuðinn Jean Paul Gaultier fyrir tískusýninguna sem hann hélt í París til heiðurs Amy.

Á sýningunni gengu fyrirsætur eftir sýningarpallinum og litu út alveg eins og Amy; reykjandi, með sömu hárgreiðslu og förðun. „Fjölskyldan hennar komst í mikið uppnám þegar hún sá þessar myndir. Við erum ennþá að syrgja hana og þessi vika hefur verið erfið vegna þess að sex mánuður eru liðnir frá dauða Amy," sagði faðir hennar. „Að sjá ímynd hennar notaða til að selja föt var eitthvað sem við bjuggumst ekki við."

Hann bætti því við að Gaultier hefði ekki boðist til að láta fé af hendi rakna til Amy Winehouse-stofnunarinnar og öll uppákoman hefði greinilega verið haldin til að hann gæti grætt meiri pening. Gaultier hefur sjálfur sagt að sýningin hafi verið haldin til heiðurs Amy og að vinnan við hana hafi verið mjög ánægjuleg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.