Baltasar Breki löngu smitaður af leiklistarbakteríunni 27. janúar 2012 14:00 Baltasar Breki Samper hefur aldrei hlakkað jafn mikið til að byrja í skólanum en hann er einn af tíu sem komust inn í hið eftirsótta leikaranám hjá Listaháskólanum í vikunni. Fréttablaðið/hag „Þetta er mikið spennufall enda búið að vera langt og strangt ferli,“ segir Baltasar Breki Samper sem komst inn í hið eftirsótta leikaranám hjá Listaháskóla Íslands og hefur nám næstkomandi haust. Tíu manna hópur upprennandi leikara var valinn í byrjun vikunnar eftir inntökuferli sem hefur staðið yfir síðan í byrjun janúar en yfir 170 umsóknir bárust skólanum. Baltasar segir inntökuprófin miklu skemmtilegri en hann bjóst við. „Þarna voru margir hæfileikaríkir krakkar og það hlýtur að hafa verið ansi erfitt að velja á milli enda fannst mér allir eiga fullt erindi í þetta nám,“ segir Baltasar en ásamt honum komust þau Albert Halldórsson, Dominique Gyða Sigrúnardóttir, Eysteinn Sigurðarson, Kjartan Darri Kristjánsson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir, Ólafur Ásgeirsson, Vala Kristín Eiríksdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir inn. Þegar Fréttablaðið náði tali af Baltasar var hann í matarhléi í vinnunni en hann vinnur sem sviðsmaður hjá Þjóðleikhúsinu. „Ég byrjaði að vinna í haust í Þjóðleikhúsinu og núna erum við að æfa Vesalingana sem er risa uppsetning og mikið fjör.“ Baltasar Breki er sonur leikstjórans og leikarans Baltasars Kormáks og viðurkennir að hann hafi þegið ráðleggingar frá föður sínum fyrir prufurnar. „Ég er löngu smitaður af leiklistarbakteríunni og get ekki valið á milli hvíta tjaldsins eða leikhússins. Hvort tveggja er jafn spennandi en ég hef unnið mikið með pabba þegar hann hefur verið að taka upp myndir hérna heima og það er heillandi heimur,“ segir Baltasar og bætir við að hann hafi aldrei hlakkað jafn mikið til að byrja í skólanum eins og núna. „Þetta er skrýtin tilfinning sem ég hef ekki upplifað áður, get hreinlega ekki beðið eftir haustinu.“ -áp Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira
„Þetta er mikið spennufall enda búið að vera langt og strangt ferli,“ segir Baltasar Breki Samper sem komst inn í hið eftirsótta leikaranám hjá Listaháskóla Íslands og hefur nám næstkomandi haust. Tíu manna hópur upprennandi leikara var valinn í byrjun vikunnar eftir inntökuferli sem hefur staðið yfir síðan í byrjun janúar en yfir 170 umsóknir bárust skólanum. Baltasar segir inntökuprófin miklu skemmtilegri en hann bjóst við. „Þarna voru margir hæfileikaríkir krakkar og það hlýtur að hafa verið ansi erfitt að velja á milli enda fannst mér allir eiga fullt erindi í þetta nám,“ segir Baltasar en ásamt honum komust þau Albert Halldórsson, Dominique Gyða Sigrúnardóttir, Eysteinn Sigurðarson, Kjartan Darri Kristjánsson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir, Ólafur Ásgeirsson, Vala Kristín Eiríksdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir inn. Þegar Fréttablaðið náði tali af Baltasar var hann í matarhléi í vinnunni en hann vinnur sem sviðsmaður hjá Þjóðleikhúsinu. „Ég byrjaði að vinna í haust í Þjóðleikhúsinu og núna erum við að æfa Vesalingana sem er risa uppsetning og mikið fjör.“ Baltasar Breki er sonur leikstjórans og leikarans Baltasars Kormáks og viðurkennir að hann hafi þegið ráðleggingar frá föður sínum fyrir prufurnar. „Ég er löngu smitaður af leiklistarbakteríunni og get ekki valið á milli hvíta tjaldsins eða leikhússins. Hvort tveggja er jafn spennandi en ég hef unnið mikið með pabba þegar hann hefur verið að taka upp myndir hérna heima og það er heillandi heimur,“ segir Baltasar og bætir við að hann hafi aldrei hlakkað jafn mikið til að byrja í skólanum eins og núna. „Þetta er skrýtin tilfinning sem ég hef ekki upplifað áður, get hreinlega ekki beðið eftir haustinu.“ -áp
Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira