Lífið

Sienna undirbýr brúðkaup í anda þriðja áratugarins

Sienna er sögð vera trúlofuð leikaranum Tom Sturridge.
Sienna er sögð vera trúlofuð leikaranum Tom Sturridge. Mynd/Cover Media
Sienna Miller er víst ekki aðeins ólétt heldur einnig trúlofuð leikaranum Tom Sturridge. Parið er á haus við undirbúning brúðkaupsins sem á að vera í anda þriðja áratugarins.

„Hún vill veislu í anda „flapper"-tískunnar og að brúðkaupið verði hið glæsilegasta," hafði Star Magazine eftir heimildarmanni.

Ekki eru þó allir vinir leikkonunnar jafn spenntir fyrir veislunni og leikkonan sjálf. „Sienna hætti með Jude af því að hann vildi ekki eignast með henni barn. Fólk hefur áhyggjur af því að hún sé enn ekki búin að jafna sig á þeim sambandsslitum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.