Lífið

Síðasta stórmynd George Lucas

Ástríðuverkefni George Lucas, myndin Red Tails, er líklegast hans síðasta stórmynd.
Ástríðuverkefni George Lucas, myndin Red Tails, er líklegast hans síðasta stórmynd.
Nú á morgun, föstudag, er nýjasta mynd meistara George Lucas væntanleg í kvikmyndahús vestanhafs. Mynd þessi, Red Tails, er fjármögnuð og framleidd af Lucas sjálfum, eftir að henni var hafnað af öllum framleiðslufyrirtækjum sem hann heimsótti. Myndin fjallar um The Tuskagee Airmen, sem var amerísk flugsveit sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni. Það merkilega við sveitina var að hún var eingöngu skipuð blökkumönnum.

Hinn 67 ára gamli leikstjóri virðist þó vera búinn að fá sinn skerf af bransanum og er farinn að tala um að setjast í helgan stein. Að minnsta kosti hefur hann gefið það út að þessi mynd verði hans síðasta stórmynd, með undantekningu ef ákveðið yrði að gera fimmtu Indiana Jones myndina. Héðan í frá ætlar hann að helga sig minni og persónulegri myndum, svipuðum þeim og hann var að gera á sjöunda áratug síðustu aldar. Red Tails hefur lengi verið ástríðuverkefni leikstjórans og hefur hann verið með hana í vinnslu af og til frá árinu 1988. Það er því kannski viðeigandi að hann kveðji þennan heim stórmynda með henni. -trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.