Lífið

Litrík tíska á People's Choice

Demi Lovato klæddist fallegum síðkjól frá Marchesa og fékk verðskuldaða athygli fyrir.
Demi Lovato klæddist fallegum síðkjól frá Marchesa og fékk verðskuldaða athygli fyrir.
Árstíð verðlaunaafhendinga er hafin í Hollywood og er það alla jafna mikið fjör fyrir tískupekúlanta enda reyna stjörnurnar að skarta sínu fegursta á rauða dreglinum.

People"s Choice Awards fóru fram í Los Angeles á dögunum og völdu flestar stjörnur að klæðast litum í tilefni dagsins. Dagana eftir hafa fjölmiðlar skipst á að hrósa ungstirnunum Demi Lovato og Lea Michele fyrir kjólaval sitt á verðlaunahátíðinni.

Smellið á myndina til að fletta myndasafninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.