Lífið

Bubbi færir sig yfir á Bylgjuna

Bubbi hefur fært sig yfir á Bylgjuna og er að byrja með nýjan útvarpsþátt á mánudagskvöldum sem nefnist Stál og hnífur. Fyrsti gesturinn verður Jón Jónsson.
Bubbi hefur fært sig yfir á Bylgjuna og er að byrja með nýjan útvarpsþátt á mánudagskvöldum sem nefnist Stál og hnífur. Fyrsti gesturinn verður Jón Jónsson. Fréttablaðið/Stefán
„Mig langaði til að halda áfram að þróa þetta form, mér finnst þetta æðislega skemmtilegt. Og svo er líka heilt haf af ungum tónlistarmönnum sem enn á eftir að kanna," segir Bubbi Morthens.

Bubbi er hættur með þátt sinn Færibandið á Rás 2 og hefur fært sig yfir á Bylgjuna þar sem hann byrjar með nýjan þátt, Stál og hnífur, eftir rúma viku á mánudagskvöldum. „Ég ætlaði að mæta aftur til vinnu í Efstaleiti fyrsta mánudag í september en var þá tilkynnt af hæstráðanda að hann ætlaði að setja mig á ís í smá tíma. Ég var kannski svolítið óþolinmóður og fór því yfir til Bylgju-manna og kynnti fyrir þeim hugmyndir mínar sem þeir tóku mjög vel í," segir Bubbi sem áréttar jafnframt að skilnaðurinn við Rás 2 hafi verið í góðu.

Bubbi segist njóta þess að taka viðtölin við kollega sína úr tónlistarbransanum og gefa sér góðan tíma til þess, það sé kærkomið enda eigi allt að gerast svo hratt á ljósvakamiðlum. „Og viðmælendunum gefst varla tími til þess að anda," segir Bubbi en fyrsti gesturinn hans í nýjum þætti verður Jón Jónsson.

Bubbi viðurkennir að hann hlakki mikið til að reka úr honum garnirnar. „Hann hefur orð á sér fyrir að vera voðalega góður strákur en ég er alveg viss um að þarna séu fletir sem þarfnast frekari rannsókna." -fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.