Nýr Landspítali: Sparnaður fyrir þjóðfélagið á erfiðum tímum Jóhannes M. Gunnarsson og Björn Zoëga skrifar 13. janúar 2012 06:00 Rekstrarlegur ávinningur sameiningar starfsemi Landspítala í Fossvogi og við Hringbraut með nýbyggingum spítalans er áætlaður 2,6 milljarðar á hverju ári. Með einfaldri deilingu má sjá að töf á nýbyggingu kostar samfélagið 7,1 milljón króna á hverjum sólarhring. Margþættur ávinningur af nýbyggingu LandspítalaÍ tvígang hafa reyndir erlendir rekstrar- og byggingaaðilar verið fengnir til að reikna hugsanlegan rekstrarábata af nýbyggingu Landspítala. Notuð hefur verið mismunandi nálgun við útreikninga en allt ber að sama brunni; það næst árleg rekstrarleg hagræðing upp á 2,6 milljarða hið minnsta. Í hverju felst þessi mikli ávinningur? Tvöföldun á sjúkrahússstarfsemi annars vegar á Hringbraut og hins vegar í Fossvogi er dýr. Rannsóknarstofur, myndgreining, bráðamóttökur, skurðstofur, gjörgæsla, og margt fleira er á báðum stöðum. Það er sóun. Einmenningsstofur með salerni og sturtu fyrir hvern sjúkling eru taldar auka byggingarkostnað spítalans um 5%. Á móti kemur mikill rekstrarsparnaður sem felst í bættum meðferðarárangri. Spítalasýkingum á deild með einbýlum sjúklinga fækkar um allt að 45%. Meðferð slíkra sýkinga er gífurlega kostnaðarsöm vegna þess hve lyfin eru dýr og iðulega þarf að loka rekstrareiningum um lengri eða skemmri tíma meðan verið er að uppræta slíkar sóttkveikjur í umhverfinu. Legutími sjúklinga sem í þessu lenda lengist oft mikið og stöku sjúklingar lifa þessar sýkingar ekki af. Mistökum varðandi lyfjagjöf, sem eru algengustu mistök á spítölum, fækkar og er dæmi um 70% fækkun slíkra mistaka á deildum þar sem eingöngu eru einbýli. Minniháttar inngrip, skoðanir og viðtöl geta farið fram á sjúkrastofunni, sem fækkar mjög öllum flutningum á sjúklingum sem allt sparar tíma og fyrirhöfn. Hægt að helminga göngutíma starfsfólks með betri hönnun og tæknilausnumÍ eldra húsnæði er samhengi hinna einstöku starfseininga og flæði óhagstætt. Miklu skiptir að allar ferðaleiðir starfsmanna og sjúklinga séu eins stuttar og mögulegt er og að ferðir og flutningar séu í lágmarki. Á hefðbundnum legudeildum verja starfsmenn í umönnun tæplega 30% af vinnutíma sínum til gangs til eða frá sjúklingi. Með bestu hönnun er hægt að minnka þennan tíma um nær því helming. Fullkomin tækni til flutninga s. s. sendingar sýna til rannsóknarstofa eða lyfja frá sjúkrahúsapóteki með rörpósti og sjálfvirkir flutningsvagnar fyrir lín- og matarflutninga sparar tíma fólks og eykur auk þess öryggi. Sama gildir um fullkomna upplýsingatækni og starfsaðstöðu almennt. Má þar nefna bein rafræn lyfjafyrirmæli frá legudeildum til sjúkrahúsapóteks sem tekur til sjálfvirkt og sendir strikamerkt og pökkuð lyf fyrir hvern sjúkling til sjúkradeildar á minna en 5 mínútum. Sorp er sent í sogkerfi til miðlægrar sorpstöðvar spítalans. Allt sparar þetta mannafla, flýtir verkum og eykur öryggi. Nýbygging Landspítala þolir ekki frekari biðFjárfesting í húsnæði nýs Landspítala er nú metin á um 40 milljarða. Endurnýjun tækjabúnaðar upp á um 10 milljarða er óumflýjanleg á næstu 10 árum sama hvernig húsnæðismálum verður háttað. Það er ekki valkostur að gera ekkert í húsnæðismálum Landspítala. Samanburður valkosta sýnir að það er hagstæðara fyrir þjóðarbúið að ráðast í nýbygginguna og njóta hagkvæmninnar frekar en að vera áfram með óhagkvæman rekstur í núverandi byggingum með lágmarks endurbótum á þeim. Nýbygging Landspítala þolir enga frekari bið. Fyrir því liggja sterk fjárhagsleg, samfélagsleg og ekki minnst fagleg rök. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Rekstrarlegur ávinningur sameiningar starfsemi Landspítala í Fossvogi og við Hringbraut með nýbyggingum spítalans er áætlaður 2,6 milljarðar á hverju ári. Með einfaldri deilingu má sjá að töf á nýbyggingu kostar samfélagið 7,1 milljón króna á hverjum sólarhring. Margþættur ávinningur af nýbyggingu LandspítalaÍ tvígang hafa reyndir erlendir rekstrar- og byggingaaðilar verið fengnir til að reikna hugsanlegan rekstrarábata af nýbyggingu Landspítala. Notuð hefur verið mismunandi nálgun við útreikninga en allt ber að sama brunni; það næst árleg rekstrarleg hagræðing upp á 2,6 milljarða hið minnsta. Í hverju felst þessi mikli ávinningur? Tvöföldun á sjúkrahússstarfsemi annars vegar á Hringbraut og hins vegar í Fossvogi er dýr. Rannsóknarstofur, myndgreining, bráðamóttökur, skurðstofur, gjörgæsla, og margt fleira er á báðum stöðum. Það er sóun. Einmenningsstofur með salerni og sturtu fyrir hvern sjúkling eru taldar auka byggingarkostnað spítalans um 5%. Á móti kemur mikill rekstrarsparnaður sem felst í bættum meðferðarárangri. Spítalasýkingum á deild með einbýlum sjúklinga fækkar um allt að 45%. Meðferð slíkra sýkinga er gífurlega kostnaðarsöm vegna þess hve lyfin eru dýr og iðulega þarf að loka rekstrareiningum um lengri eða skemmri tíma meðan verið er að uppræta slíkar sóttkveikjur í umhverfinu. Legutími sjúklinga sem í þessu lenda lengist oft mikið og stöku sjúklingar lifa þessar sýkingar ekki af. Mistökum varðandi lyfjagjöf, sem eru algengustu mistök á spítölum, fækkar og er dæmi um 70% fækkun slíkra mistaka á deildum þar sem eingöngu eru einbýli. Minniháttar inngrip, skoðanir og viðtöl geta farið fram á sjúkrastofunni, sem fækkar mjög öllum flutningum á sjúklingum sem allt sparar tíma og fyrirhöfn. Hægt að helminga göngutíma starfsfólks með betri hönnun og tæknilausnumÍ eldra húsnæði er samhengi hinna einstöku starfseininga og flæði óhagstætt. Miklu skiptir að allar ferðaleiðir starfsmanna og sjúklinga séu eins stuttar og mögulegt er og að ferðir og flutningar séu í lágmarki. Á hefðbundnum legudeildum verja starfsmenn í umönnun tæplega 30% af vinnutíma sínum til gangs til eða frá sjúklingi. Með bestu hönnun er hægt að minnka þennan tíma um nær því helming. Fullkomin tækni til flutninga s. s. sendingar sýna til rannsóknarstofa eða lyfja frá sjúkrahúsapóteki með rörpósti og sjálfvirkir flutningsvagnar fyrir lín- og matarflutninga sparar tíma fólks og eykur auk þess öryggi. Sama gildir um fullkomna upplýsingatækni og starfsaðstöðu almennt. Má þar nefna bein rafræn lyfjafyrirmæli frá legudeildum til sjúkrahúsapóteks sem tekur til sjálfvirkt og sendir strikamerkt og pökkuð lyf fyrir hvern sjúkling til sjúkradeildar á minna en 5 mínútum. Sorp er sent í sogkerfi til miðlægrar sorpstöðvar spítalans. Allt sparar þetta mannafla, flýtir verkum og eykur öryggi. Nýbygging Landspítala þolir ekki frekari biðFjárfesting í húsnæði nýs Landspítala er nú metin á um 40 milljarða. Endurnýjun tækjabúnaðar upp á um 10 milljarða er óumflýjanleg á næstu 10 árum sama hvernig húsnæðismálum verður háttað. Það er ekki valkostur að gera ekkert í húsnæðismálum Landspítala. Samanburður valkosta sýnir að það er hagstæðara fyrir þjóðarbúið að ráðast í nýbygginguna og njóta hagkvæmninnar frekar en að vera áfram með óhagkvæman rekstur í núverandi byggingum með lágmarks endurbótum á þeim. Nýbygging Landspítala þolir enga frekari bið. Fyrir því liggja sterk fjárhagsleg, samfélagsleg og ekki minnst fagleg rök.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun