Trúfrelsi eða vantrúræði? Jóhann Þorsteinsson skrifar 13. janúar 2012 06:00 Í Fréttablaðinu 4. janúar sl. skrifarBjarni Jónsson, varaformaður Siðmenntar, grein sem hann nefnir Trúfrelsi eða trúræði? Hann kemur fram sem varaformaður Siðmenntar en sér ekki ástæðu til að geta þess að hann á jafnframt sæti í Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar, ráðinu sem sett hefur á fót mjög svo umdeildar reglur um samskipti skóla og lífsskoðunarfélaga. Þær eru lúmskar rangfærslurnar sem Bjarni laumar inn í grein sína, væntanlega í þeirri von að hafa megi áhrif á skoðanir fólks og réttlæta tilburði Mannréttindaráðs til að takmarka frelsi skólastjórnenda til samskipta við kirkjur og trúfélög. Hann kýs að líta svo á að þeir fjölmörgu aðilar sem gert hafa athugasemdir við nýjar reglur Reykjavíkurborgar séu að berjast fyrir því að halda inni trúboði sem kirkjan hafi stundað í leik- og grunnskólum í einn til tvo áratugi. Það er barnalegt að halda því fram að gagnrýnin sé til að reyna að viðhalda einhverjum nýjungum sem komið hafa fram á síðustu tuttugu árum. Málið snýst vitanlega um það, og komst þess vegna í hámæli á ný um jólin, að fjölmargir skólar hafa átt ánægjuleg og heilbrigð samskipti við presta og kirkjur í undirbúningi jólanna og í því er ekki falið trúræði, líkt og Bjarni telur, heldur viðurkenning á því að kristni er sá siður sem öðrum fremur hefur mótað samfélag okkar í þúsund ár. Að fela kirkjuna fyrir nemendum, líta svo á að hún sé þeim hættuleg og starfsemi hennar brjóti á mannréttindum er í raun alvarlegasta brotið sem við sem samfélag getum framið í þessum efnum. Vissulega skiptir máli í samskiptum skóla og kirkju að gætt sé að því að taka tillit til þess að nemendur koma frá ólíkum heimilum og tilheyra ólíkum trúfélögum eða standa utan þeirra. Bjarni er upptekinn af þeirri ógn sem skólastarfi stendur af „gildishlöðnu boðunarstarfi trúfélaga“ en honum yfirsést sú mikilvæga staðreynd að kennsla er í eðli sínu gildishlaðið starf og um það má lesa í fjölmörgum fræðigreinum. Skólinn er í sífellu að miðla gildum og það er hin sístæða glíma kennarans að forðast veg innrætingarinnar og efla með nemendum sjálfstæða og gagnrýna hugsun. Boð og bönn eru ekki farsæll farvegur fyrir mótun skólasamfélagsins. Þar er meiri þörf á trausti, faglegri forystu stjórnenda og opinni umræðu um þau gildi sem móta samfélag okkar. Með útilokun hins trúarlega litrófs samfélagsins erum við óhjákvæmilega að innræta nemendum skólasamfélagsins heimsmynd hins trúlausa. Að lokum get ég ekki annað en mótmælt þeirri fullyrðingu Bjarna að hann sé að kalla eftir raunverulegu trúfrelsi. Það sem hann er að kalla eftir er að í skólum landsins sé raunverulegt vantrúræði. Siðmennt hefur um margra ára skeið barist fyrir því að í opinberum skólum fari fram veraldlegt hlutlaust starf og þar stendur kannski hnífurinn í kúnni. Heimsmynd sem í huga húmanistans er veraldleg og hlutlaus er ekki hlutlaus í huga kristins manns heldur er hún afhuga kristninni og sem slík er hún því hlutdræg. Það er ekki þar með sagt að ég aðhyllist boðun trúar inni í skólum en heilbrigð samskipti við kirkjur og trúfélög eru af hinu góða. Raunverulegt trúfrelsi er mér mikils virði, hver svo sem trúin er, og ég vil því að við sem samfélag stöndum vörð um að virða og lyfta upp þörf einstaklingsins til að eiga sína trú, rækta hana og iðka, frjáls og án ótta. Höfundur er menntaður grunnskólakennari og starfaði sem slíkur í mörg ár. Jafnframt félagi í Gídeon og starfar í dag sem Sviðsstjóri æskulýðssviðs KFUM og KFUK á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 4. janúar sl. skrifarBjarni Jónsson, varaformaður Siðmenntar, grein sem hann nefnir Trúfrelsi eða trúræði? Hann kemur fram sem varaformaður Siðmenntar en sér ekki ástæðu til að geta þess að hann á jafnframt sæti í Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar, ráðinu sem sett hefur á fót mjög svo umdeildar reglur um samskipti skóla og lífsskoðunarfélaga. Þær eru lúmskar rangfærslurnar sem Bjarni laumar inn í grein sína, væntanlega í þeirri von að hafa megi áhrif á skoðanir fólks og réttlæta tilburði Mannréttindaráðs til að takmarka frelsi skólastjórnenda til samskipta við kirkjur og trúfélög. Hann kýs að líta svo á að þeir fjölmörgu aðilar sem gert hafa athugasemdir við nýjar reglur Reykjavíkurborgar séu að berjast fyrir því að halda inni trúboði sem kirkjan hafi stundað í leik- og grunnskólum í einn til tvo áratugi. Það er barnalegt að halda því fram að gagnrýnin sé til að reyna að viðhalda einhverjum nýjungum sem komið hafa fram á síðustu tuttugu árum. Málið snýst vitanlega um það, og komst þess vegna í hámæli á ný um jólin, að fjölmargir skólar hafa átt ánægjuleg og heilbrigð samskipti við presta og kirkjur í undirbúningi jólanna og í því er ekki falið trúræði, líkt og Bjarni telur, heldur viðurkenning á því að kristni er sá siður sem öðrum fremur hefur mótað samfélag okkar í þúsund ár. Að fela kirkjuna fyrir nemendum, líta svo á að hún sé þeim hættuleg og starfsemi hennar brjóti á mannréttindum er í raun alvarlegasta brotið sem við sem samfélag getum framið í þessum efnum. Vissulega skiptir máli í samskiptum skóla og kirkju að gætt sé að því að taka tillit til þess að nemendur koma frá ólíkum heimilum og tilheyra ólíkum trúfélögum eða standa utan þeirra. Bjarni er upptekinn af þeirri ógn sem skólastarfi stendur af „gildishlöðnu boðunarstarfi trúfélaga“ en honum yfirsést sú mikilvæga staðreynd að kennsla er í eðli sínu gildishlaðið starf og um það má lesa í fjölmörgum fræðigreinum. Skólinn er í sífellu að miðla gildum og það er hin sístæða glíma kennarans að forðast veg innrætingarinnar og efla með nemendum sjálfstæða og gagnrýna hugsun. Boð og bönn eru ekki farsæll farvegur fyrir mótun skólasamfélagsins. Þar er meiri þörf á trausti, faglegri forystu stjórnenda og opinni umræðu um þau gildi sem móta samfélag okkar. Með útilokun hins trúarlega litrófs samfélagsins erum við óhjákvæmilega að innræta nemendum skólasamfélagsins heimsmynd hins trúlausa. Að lokum get ég ekki annað en mótmælt þeirri fullyrðingu Bjarna að hann sé að kalla eftir raunverulegu trúfrelsi. Það sem hann er að kalla eftir er að í skólum landsins sé raunverulegt vantrúræði. Siðmennt hefur um margra ára skeið barist fyrir því að í opinberum skólum fari fram veraldlegt hlutlaust starf og þar stendur kannski hnífurinn í kúnni. Heimsmynd sem í huga húmanistans er veraldleg og hlutlaus er ekki hlutlaus í huga kristins manns heldur er hún afhuga kristninni og sem slík er hún því hlutdræg. Það er ekki þar með sagt að ég aðhyllist boðun trúar inni í skólum en heilbrigð samskipti við kirkjur og trúfélög eru af hinu góða. Raunverulegt trúfrelsi er mér mikils virði, hver svo sem trúin er, og ég vil því að við sem samfélag stöndum vörð um að virða og lyfta upp þörf einstaklingsins til að eiga sína trú, rækta hana og iðka, frjáls og án ótta. Höfundur er menntaður grunnskólakennari og starfaði sem slíkur í mörg ár. Jafnframt félagi í Gídeon og starfar í dag sem Sviðsstjóri æskulýðssviðs KFUM og KFUK á Íslandi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar