Rísandi stjarna í tónlistinni 12. janúar 2012 21:00 Nýrrar plötu Lönu Del Rey, Born to Die, er beðið með mikilli eftirvæntingu. nordicphotos/getty Nýrrar plötu Lönu Del Rey hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Flestir telja að þessi bandaríska söngkona muni slá rækilega í gegn á þessu ári. Enska söngkonan Adele var á allra vörum á síðasta ári en núna hefur sviðsljósinu verið beint að Lönu Del Rey, bandarískri söngkonu sem vill láta kalla sig glæpakvendisútgáfuna af Nancy Sinatra. Önnur plata hennar, Born To Die, er hennar fyrsta hjá útgáfufyrirtækinu Stranger Records, undirfyrirtækis Interscope Records sem er í eigu Universal Music Group. Hún kemur út í lok mánaðarins og telja helstu markaðs- og tónlistarsérfræðingar að hún eigi eftir að seljast eins og heitar lummur á árinu. Fyrsta smáskífulagið af plötunni, Video Games, kom út síðasta sumar og samdi hún það sjálf með aðstoð lagahöfundarins Justins Parker. Það náði níunda sæti breska smáskífulistans og sumir töldu það eitt af lögum ársins. Seiðandi og frekar dimm rödd Del Rey var öðruvísi en annað sem var í gangi og í nýlegu viðtali sagðist hún hafa ákveðið að syngja lagið með dýpri tón til að vekja meiri athygli hlustenda sinna. Myndbandinu við lagið leikstýrði hún sjálf og klippti og síðan það birtist fyrst á Youtube hafa tæpar átján milljónir manna skoðað það, sem segir sitthvað um vinsældir söngkonunnar. Lana Del Rey, sem heitir réttu nafni Elizabeth Grant, fæddist í New York-fylki í júní 1986. Hún ólst upp í smábænum Lake Placid en átján ára flutti hún til New York-borgar. Faðir hennar er milljarðamæringurinn Rob Grant og það var starfsfólk á vegum hans sem fann upp listamannsnafnið Lana Del Rey því það þótti henta tónlist hennar vel. Fyrsta plata hennar, Lana Del Ray, kom út í janúar 2010 og naut hún aðstoðar föður síns við markaðssetninguna. Útgáfan vakti minni athygli en vonir stóðu til en Del Rey var ekki af baki dottin. Hún sneri aftur með nýja ímynd, kynþokkafyllri, klædd í anda sjöunda áratugarins og með betri lög í farteskinu. Þetta virkaði og að undanförnu hefur andlit hennar prýtt forsíðu hvers tímaritsins á fætur öðru, þar á meðal tímaritsins Q. Breska tónlistartímaritið valdi hana einnig björtustu von ársins 2012, auk þess sem ein stærsta fyrirsætuskrifstofa heims, Next, gerði við hana fyrirsætusamning. Ljóst er að framtíð Lönu Del Ray er björt og verður forvitnilegt að fylgjast með ferli hennar í framtíðinni. freyr@frettabladid.is Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Sjá meira
Nýrrar plötu Lönu Del Rey hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Flestir telja að þessi bandaríska söngkona muni slá rækilega í gegn á þessu ári. Enska söngkonan Adele var á allra vörum á síðasta ári en núna hefur sviðsljósinu verið beint að Lönu Del Rey, bandarískri söngkonu sem vill láta kalla sig glæpakvendisútgáfuna af Nancy Sinatra. Önnur plata hennar, Born To Die, er hennar fyrsta hjá útgáfufyrirtækinu Stranger Records, undirfyrirtækis Interscope Records sem er í eigu Universal Music Group. Hún kemur út í lok mánaðarins og telja helstu markaðs- og tónlistarsérfræðingar að hún eigi eftir að seljast eins og heitar lummur á árinu. Fyrsta smáskífulagið af plötunni, Video Games, kom út síðasta sumar og samdi hún það sjálf með aðstoð lagahöfundarins Justins Parker. Það náði níunda sæti breska smáskífulistans og sumir töldu það eitt af lögum ársins. Seiðandi og frekar dimm rödd Del Rey var öðruvísi en annað sem var í gangi og í nýlegu viðtali sagðist hún hafa ákveðið að syngja lagið með dýpri tón til að vekja meiri athygli hlustenda sinna. Myndbandinu við lagið leikstýrði hún sjálf og klippti og síðan það birtist fyrst á Youtube hafa tæpar átján milljónir manna skoðað það, sem segir sitthvað um vinsældir söngkonunnar. Lana Del Rey, sem heitir réttu nafni Elizabeth Grant, fæddist í New York-fylki í júní 1986. Hún ólst upp í smábænum Lake Placid en átján ára flutti hún til New York-borgar. Faðir hennar er milljarðamæringurinn Rob Grant og það var starfsfólk á vegum hans sem fann upp listamannsnafnið Lana Del Rey því það þótti henta tónlist hennar vel. Fyrsta plata hennar, Lana Del Ray, kom út í janúar 2010 og naut hún aðstoðar föður síns við markaðssetninguna. Útgáfan vakti minni athygli en vonir stóðu til en Del Rey var ekki af baki dottin. Hún sneri aftur með nýja ímynd, kynþokkafyllri, klædd í anda sjöunda áratugarins og með betri lög í farteskinu. Þetta virkaði og að undanförnu hefur andlit hennar prýtt forsíðu hvers tímaritsins á fætur öðru, þar á meðal tímaritsins Q. Breska tónlistartímaritið valdi hana einnig björtustu von ársins 2012, auk þess sem ein stærsta fyrirsætuskrifstofa heims, Next, gerði við hana fyrirsætusamning. Ljóst er að framtíð Lönu Del Ray er björt og verður forvitnilegt að fylgjast með ferli hennar í framtíðinni. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Sjá meira