Endurkoma Prúðuleikara fær ótrúlegar viðtökur 12. janúar 2012 16:00 Fyrsta Prúðuleikara-myndin í tólf ár, The Muppets, verður frumsýnd hér á landi um helgina. Hún hefur verið gagnrýnd af bandarískum íhaldsmönnum fyrir kommúnisma og öfga-umhverfisvernd á meðan gagnrýnendur og áhorfendur hafa lýst yfir einskærri ást sinni á þessum höfuðpersónum hins sáluga Jim Henson. The Muppets er sjöunda kvikmyndin um Prúðuleikarana sem ratar á hvíta tjaldið. Að þessu sinni njóta þeir lífsins lystisemda þegar þráðurinn er tekinn upp, Svínka stýrir tískutímariti, Kermit sleikir sólina í villu sinni og Dýri er kominn í reiðimeðferð fyrir fræga fólkið. Þegar þrír aðdáendur Prúðuleikaranna komast að því að hinn illi Tex Richman ætli sér að rífa hið fornfræga Prúðuleikhús og bora fyrir olíu verða þeir að sameina gengið fræga og fá þá til að berjast gegn illvirkjum olíubarónsins. The Muppets-myndin er að mestu leyti hugmynd og hugarverk gamanleikarans Jason Segel sem margir ættu að kannast við úr How I Met Your Mother-gamanþáttunum og kvikmyndinni Forgetting Sarah Marsall. Hann kynnti forsvarsmönnum Disney hugmynd sína um að endurvekja brúðurnar snemma árs 2008 en Disney hafði þá ekki framleitt Prúðuleikaramynd frá því að Muppet Treasure Island var frumsýnd árið 1996 (hún fékk misjafnar viðtökur og slappa aðsókn). Disney leist vel á hugmyndina og veitti honum styrk til að þróa handrit og Variety greindi frá því að samningar hefðu náðst í mars það sama ár. Fyrsta uppkasti var skilað inn á skrifstofur framleiðsludeildarinnar í júní og fljótlega eftir það fór boltinn að rúlla. Snemma varð ljóst að Segel myndi leika eitt aðalhlutverkanna en meðhöfundur hans að handritinu, Nicholas Stoller, átti að leikstýra. Hins vegar var fallið frá þeirri hugmynd og James Bobin fenginn til að taka það hlutverk að sér. Hann hafði leikstýrt gamanþáttum fyrir gríntvíeykið The Flight of the Conchords og sjónvarpsseríunni um alter-egó Sacha Baron Cohen, Ali G. Amy Adams var síðan ráðin í aðalkvenhlutverkið og gæðaleikarinn Chris Cooper tók að sér hlutverk þrjótsins Richman. Handritshöfundarnir boðuðu að nýja Prúðuleikaramyndin yrði gerð í anda sjónvarpsþáttanna sem sýndir voru frá 1976 til 1981 þar sem svartur húmor fengi að leika lausum hala. Vinnutitill myndarinnar var þannig The Greatest Muppet Movie of All Time!!! Snemma lak það út að mörgum þekktum leikurum myndi bregða fyrir í myndinni. Og það kom á daginn; Emily Blunt, Billy Crystal, Jack Black og Alan Arkin bregður vissulega fyrir en hins vegar vekur listinn af þeim stjörnum sem voru klipptar út vegna tímamarka enn meiri athygli. Á honum má finna nöfn Lady Gaga, Ben Stiller, Ed Helms og Milu Kunis auk Ricky Gervais. En Gervais sést reyndar bregða fyrir í lokaatriði myndarinnar. The Muppets hefur fengið ótrúlegar viðtökur gagnrýnenda en samkvæmt rottentomatoes.com hafa 96 prósent gagnrýnenda gefið henni jákvæða umsögn. Þá er hún aðsóknarmesta Prúðuleikaramyndin hingað til, hefur halað inn rúmum 93 milljónum dollara í miðasölu vestanhafs. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
Fyrsta Prúðuleikara-myndin í tólf ár, The Muppets, verður frumsýnd hér á landi um helgina. Hún hefur verið gagnrýnd af bandarískum íhaldsmönnum fyrir kommúnisma og öfga-umhverfisvernd á meðan gagnrýnendur og áhorfendur hafa lýst yfir einskærri ást sinni á þessum höfuðpersónum hins sáluga Jim Henson. The Muppets er sjöunda kvikmyndin um Prúðuleikarana sem ratar á hvíta tjaldið. Að þessu sinni njóta þeir lífsins lystisemda þegar þráðurinn er tekinn upp, Svínka stýrir tískutímariti, Kermit sleikir sólina í villu sinni og Dýri er kominn í reiðimeðferð fyrir fræga fólkið. Þegar þrír aðdáendur Prúðuleikaranna komast að því að hinn illi Tex Richman ætli sér að rífa hið fornfræga Prúðuleikhús og bora fyrir olíu verða þeir að sameina gengið fræga og fá þá til að berjast gegn illvirkjum olíubarónsins. The Muppets-myndin er að mestu leyti hugmynd og hugarverk gamanleikarans Jason Segel sem margir ættu að kannast við úr How I Met Your Mother-gamanþáttunum og kvikmyndinni Forgetting Sarah Marsall. Hann kynnti forsvarsmönnum Disney hugmynd sína um að endurvekja brúðurnar snemma árs 2008 en Disney hafði þá ekki framleitt Prúðuleikaramynd frá því að Muppet Treasure Island var frumsýnd árið 1996 (hún fékk misjafnar viðtökur og slappa aðsókn). Disney leist vel á hugmyndina og veitti honum styrk til að þróa handrit og Variety greindi frá því að samningar hefðu náðst í mars það sama ár. Fyrsta uppkasti var skilað inn á skrifstofur framleiðsludeildarinnar í júní og fljótlega eftir það fór boltinn að rúlla. Snemma varð ljóst að Segel myndi leika eitt aðalhlutverkanna en meðhöfundur hans að handritinu, Nicholas Stoller, átti að leikstýra. Hins vegar var fallið frá þeirri hugmynd og James Bobin fenginn til að taka það hlutverk að sér. Hann hafði leikstýrt gamanþáttum fyrir gríntvíeykið The Flight of the Conchords og sjónvarpsseríunni um alter-egó Sacha Baron Cohen, Ali G. Amy Adams var síðan ráðin í aðalkvenhlutverkið og gæðaleikarinn Chris Cooper tók að sér hlutverk þrjótsins Richman. Handritshöfundarnir boðuðu að nýja Prúðuleikaramyndin yrði gerð í anda sjónvarpsþáttanna sem sýndir voru frá 1976 til 1981 þar sem svartur húmor fengi að leika lausum hala. Vinnutitill myndarinnar var þannig The Greatest Muppet Movie of All Time!!! Snemma lak það út að mörgum þekktum leikurum myndi bregða fyrir í myndinni. Og það kom á daginn; Emily Blunt, Billy Crystal, Jack Black og Alan Arkin bregður vissulega fyrir en hins vegar vekur listinn af þeim stjörnum sem voru klipptar út vegna tímamarka enn meiri athygli. Á honum má finna nöfn Lady Gaga, Ben Stiller, Ed Helms og Milu Kunis auk Ricky Gervais. En Gervais sést reyndar bregða fyrir í lokaatriði myndarinnar. The Muppets hefur fengið ótrúlegar viðtökur gagnrýnenda en samkvæmt rottentomatoes.com hafa 96 prósent gagnrýnenda gefið henni jákvæða umsögn. Þá er hún aðsóknarmesta Prúðuleikaramyndin hingað til, hefur halað inn rúmum 93 milljónum dollara í miðasölu vestanhafs. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira