Fyrsta barnabókin í 13 ár 11. janúar 2012 10:00 Andri Snær Magnason er þessa dagana að leggja lokahönd á sína fyrstu barnabók í þrettán ár. fréttablaðið/stefán Rithöfundurinn Andri Snær Magnason er með nýja barnabók í smíðum sem fjallar um konung sem hefur sigrað heiminn. „Þessi hugmynd er búin að blunda í mér í ýmsum myndum í tíu ár. En það hefur ýmislegt skotist fram fyrir í röðinni,“ segir rithöfundurinn Andri Snær Magnason. Hann er með nýja barnabók í smíðum sem hefur fengið vinnuheitið Mjallhvítarkistan. Í henni er vísað í gömlu ævintýrin. „Hún fjallar um konung sem er búinn að sigra heiminn og ræður öllu en það sem hann hefur enga stjórn á er tíminn,“ upplýsir Andri Snær. „Hann hefur ekki tíma til að njóta alls sem hann hefur eignast og finnst ósanngjarnt að hann sem ræður öllu gæti þess vegna lifað skemur en ómerkilegur betlari. Og að prinsessan fagra muni eldast og gleymast eins og hvaða ómerkilega mannsekja sem er. Hann fær ákveðna lausn á þessu máli en þá fer allt í vitleysu.“ Andri Snær ætlaði að gefa bókina út núna fyrir jólin en hafði sjálfur ekki nægan tíma, líkt og konungurinn í ævintýrinu hans. „Ég vildi ekki taka hana með keisaraskurði fyrir jólin. Ég hef núna góða fjóra mánuði til að liggja yfir henni.“ Búast má við útgáfu fyrir næstu jól og eftirvænting bókaunnenda er vafalítið mikil. Þrettán ár eru liðin frá því síðasta barnabók Andra Snæs, hin vinsæla Blái hnötturinn, kom út. „Þessi er dálítið stærri í sniðum og er kannski nær Bróður mínum Ljónshjarta í lengd,“ segir hann. Af Bláa hnettinum er það að frétta að hún kemur loksins út í Bandaríkjunum í haust. Einnig kemur hún út á þessu ári í Rússlandi og Brasilíu og hugsanlega í Noregi. Í dag hefur bókin verið þýdd og gefin út í 25 löndum, þar á meðal í Japan, Kína og Litháen. Skáldsaga Andra Snæs, Lovestar, kemur einnig út í Bandaríkjunum í haust hjá forlaginu Seven Stories Press í New York sem er með Noam Chomsky og fleiri á sínum snærum. Þetta verður í fyrsta sinn sem bækur hans verða gefnar út í Bandaríkjunum. „Heimurinn er nýlenda Ameríku. Maður er ekki til fyrr en maður er kominn út á ensku. Það verður spennandi að sjá hvernig mér verður tekið þar.“ Lovestar kemur einnig út í Ungverjalandi á þessu ári en þar hefur Blái hnötturinn áður komið út. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Sjá meira
Rithöfundurinn Andri Snær Magnason er með nýja barnabók í smíðum sem fjallar um konung sem hefur sigrað heiminn. „Þessi hugmynd er búin að blunda í mér í ýmsum myndum í tíu ár. En það hefur ýmislegt skotist fram fyrir í röðinni,“ segir rithöfundurinn Andri Snær Magnason. Hann er með nýja barnabók í smíðum sem hefur fengið vinnuheitið Mjallhvítarkistan. Í henni er vísað í gömlu ævintýrin. „Hún fjallar um konung sem er búinn að sigra heiminn og ræður öllu en það sem hann hefur enga stjórn á er tíminn,“ upplýsir Andri Snær. „Hann hefur ekki tíma til að njóta alls sem hann hefur eignast og finnst ósanngjarnt að hann sem ræður öllu gæti þess vegna lifað skemur en ómerkilegur betlari. Og að prinsessan fagra muni eldast og gleymast eins og hvaða ómerkilega mannsekja sem er. Hann fær ákveðna lausn á þessu máli en þá fer allt í vitleysu.“ Andri Snær ætlaði að gefa bókina út núna fyrir jólin en hafði sjálfur ekki nægan tíma, líkt og konungurinn í ævintýrinu hans. „Ég vildi ekki taka hana með keisaraskurði fyrir jólin. Ég hef núna góða fjóra mánuði til að liggja yfir henni.“ Búast má við útgáfu fyrir næstu jól og eftirvænting bókaunnenda er vafalítið mikil. Þrettán ár eru liðin frá því síðasta barnabók Andra Snæs, hin vinsæla Blái hnötturinn, kom út. „Þessi er dálítið stærri í sniðum og er kannski nær Bróður mínum Ljónshjarta í lengd,“ segir hann. Af Bláa hnettinum er það að frétta að hún kemur loksins út í Bandaríkjunum í haust. Einnig kemur hún út á þessu ári í Rússlandi og Brasilíu og hugsanlega í Noregi. Í dag hefur bókin verið þýdd og gefin út í 25 löndum, þar á meðal í Japan, Kína og Litháen. Skáldsaga Andra Snæs, Lovestar, kemur einnig út í Bandaríkjunum í haust hjá forlaginu Seven Stories Press í New York sem er með Noam Chomsky og fleiri á sínum snærum. Þetta verður í fyrsta sinn sem bækur hans verða gefnar út í Bandaríkjunum. „Heimurinn er nýlenda Ameríku. Maður er ekki til fyrr en maður er kominn út á ensku. Það verður spennandi að sjá hvernig mér verður tekið þar.“ Lovestar kemur einnig út í Ungverjalandi á þessu ári en þar hefur Blái hnötturinn áður komið út. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Sjá meira