Misskilningur í kjöri á Íþróttamanni ársins 2011? Leifur Geir Hafsteinsson skrifar 7. janúar 2012 06:00 Allmargir virðast á þeirri skoðun að Anníe Mist Þórisdóttir hafi unnið íþróttaafrek á árinu 2011, sem verðskuldi sæti á meðal 10 efstu manna í kjöri á Íþróttamanni ársins 2011, sem framkvæmt er af Samtökum íþróttafréttamanna. Sú umræða virðist hafa strandað á því að Anníe var ekki talin gjaldgeng í kjörinu þar sem íþróttin CrossFit heyrir ekki undir ÍSÍ. Nánari skoðun á reglugerð um kjör íþróttamanns ársins leiðir hins vegar í ljós að þetta er leiður og óheppilegur misskilningur. Þau atriði reglugerðarinnar (sjá http://sportpress.is/logfelagsins.htm) sem koma þessu máli við segja: Í 1. grein: „Samtök íþróttafréttamanna (SÍ) kjósa ár hvert íþróttamann ársins sem skarað hefur framúr.“ Í 2. grein: „Við val á íþróttamanni ársins skulu atkvæðisbærir félagar innan SÍ taka tillit til árangurs á árinu sem kjörið á við um. Einnig skal tillit tekið til reglusemi og ástundunar, prúðmennsku og framfara.“ Í 4. grein: „Aðeins íþróttamenn sem tilheyra sérsambandi innan ÍSÍ koma til greina í kjörinu. Ef íþróttamaður utan ÍSÍ fær atkvæði er sá atkvæðaseðill ógildur.“ Í fyrstu greininni kemur fram að verðlauna á þann íþróttamann sem skarað hefur fram úr, án skilyrðis um það hvort íþróttagreinin sem afrekið var unnið í, heyri undir ÍSÍ eða ekki. Það verður ekki annað séð en að Anníe uppfylli öll skilyrði annarrar greinar. Fyrir utan að vinna heimsmeistaramót í sinni íþróttagrein, er Anníe til fyrirmyndar í reglusemi, ástundun og prúðmennsku. Hún hefur sýnt jafnar og stöðugar framfarir undanfarin ár, og það undirstrikar reglusemi hennar og ráðvendni að hún fór í tvö lyfjapróf á árinu 2011, annað framkvæmt af lyfjanefnd ÍSÍ. Í hvorugt skiptið fundust nein merki um ólöglega lyfjanotkun. Í fjórðu greininni kemur fram að þeir íþróttamenn sem kosnir eru þurfa að tilheyra sérsambandi innan ÍSÍ. Þessi góða grein er líklega sett til að tryggja það meðal annars að íþróttamaður ársins undirgangist regluverk ÍSÍ hvað varðar lyfjanotkun og lyfjaprófanir. Það er hins vegar lykilatriði að það kemur ekkert fram í fjórðu greininni, né annars staðar í reglugerðinni, um að íþróttaafrekið sem verðlaunað er fyrir þurfi að vera í íþrótt sem heyri undir ÍSÍ. Með öðrum orðum: Það að íþróttin CrossFit heyri ekki undir ÍSÍ kemur málinu ekki við, svo lengi sem íþróttamaðurinn sjálfur tilheyri sérsambandi innan ÍSÍ. Anníe Mist gerir það. Hún tilheyrir sérsambandi innan ÍSÍ, Lyftingasambandi Íslands, og var valin lyftingakona ársins 2011 eftir að hafa sett þrjú Íslandsmet og orðið Íslandsmeistari í 69 kg þyngdarflokki kvenna 2011. Niðurstaða mín er því sú að Anníe Mist hafi verið gjaldgeng til kjörs á Íþróttamanni ársins 2011, og annað af tvennu hafi gerst: 1) Íþróttafréttamenn vissu að Anníe var gjaldgeng en veittu henni ekki atkvæði sín. 2) Íþróttafréttamenn gerðu sér ekki grein fyrir því að Anníe var gjaldgeng í kjörinu, og kusu hana því ekki. Því miður grunar mig að seinni möguleikinn sé sá rétti. Ef svo er, er ljóst að um leiðan misskilning er að ræða, sem vonandi verður leiðréttur hið fyrsta, þannig að Anníe Mist og aðrir keppendur í CrossFit sem jafnframt tilheyra sérsambandi innan ÍSÍ komi til greina í kjöri á íþróttamanni ársins 2012. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Allmargir virðast á þeirri skoðun að Anníe Mist Þórisdóttir hafi unnið íþróttaafrek á árinu 2011, sem verðskuldi sæti á meðal 10 efstu manna í kjöri á Íþróttamanni ársins 2011, sem framkvæmt er af Samtökum íþróttafréttamanna. Sú umræða virðist hafa strandað á því að Anníe var ekki talin gjaldgeng í kjörinu þar sem íþróttin CrossFit heyrir ekki undir ÍSÍ. Nánari skoðun á reglugerð um kjör íþróttamanns ársins leiðir hins vegar í ljós að þetta er leiður og óheppilegur misskilningur. Þau atriði reglugerðarinnar (sjá http://sportpress.is/logfelagsins.htm) sem koma þessu máli við segja: Í 1. grein: „Samtök íþróttafréttamanna (SÍ) kjósa ár hvert íþróttamann ársins sem skarað hefur framúr.“ Í 2. grein: „Við val á íþróttamanni ársins skulu atkvæðisbærir félagar innan SÍ taka tillit til árangurs á árinu sem kjörið á við um. Einnig skal tillit tekið til reglusemi og ástundunar, prúðmennsku og framfara.“ Í 4. grein: „Aðeins íþróttamenn sem tilheyra sérsambandi innan ÍSÍ koma til greina í kjörinu. Ef íþróttamaður utan ÍSÍ fær atkvæði er sá atkvæðaseðill ógildur.“ Í fyrstu greininni kemur fram að verðlauna á þann íþróttamann sem skarað hefur fram úr, án skilyrðis um það hvort íþróttagreinin sem afrekið var unnið í, heyri undir ÍSÍ eða ekki. Það verður ekki annað séð en að Anníe uppfylli öll skilyrði annarrar greinar. Fyrir utan að vinna heimsmeistaramót í sinni íþróttagrein, er Anníe til fyrirmyndar í reglusemi, ástundun og prúðmennsku. Hún hefur sýnt jafnar og stöðugar framfarir undanfarin ár, og það undirstrikar reglusemi hennar og ráðvendni að hún fór í tvö lyfjapróf á árinu 2011, annað framkvæmt af lyfjanefnd ÍSÍ. Í hvorugt skiptið fundust nein merki um ólöglega lyfjanotkun. Í fjórðu greininni kemur fram að þeir íþróttamenn sem kosnir eru þurfa að tilheyra sérsambandi innan ÍSÍ. Þessi góða grein er líklega sett til að tryggja það meðal annars að íþróttamaður ársins undirgangist regluverk ÍSÍ hvað varðar lyfjanotkun og lyfjaprófanir. Það er hins vegar lykilatriði að það kemur ekkert fram í fjórðu greininni, né annars staðar í reglugerðinni, um að íþróttaafrekið sem verðlaunað er fyrir þurfi að vera í íþrótt sem heyri undir ÍSÍ. Með öðrum orðum: Það að íþróttin CrossFit heyri ekki undir ÍSÍ kemur málinu ekki við, svo lengi sem íþróttamaðurinn sjálfur tilheyri sérsambandi innan ÍSÍ. Anníe Mist gerir það. Hún tilheyrir sérsambandi innan ÍSÍ, Lyftingasambandi Íslands, og var valin lyftingakona ársins 2011 eftir að hafa sett þrjú Íslandsmet og orðið Íslandsmeistari í 69 kg þyngdarflokki kvenna 2011. Niðurstaða mín er því sú að Anníe Mist hafi verið gjaldgeng til kjörs á Íþróttamanni ársins 2011, og annað af tvennu hafi gerst: 1) Íþróttafréttamenn vissu að Anníe var gjaldgeng en veittu henni ekki atkvæði sín. 2) Íþróttafréttamenn gerðu sér ekki grein fyrir því að Anníe var gjaldgeng í kjörinu, og kusu hana því ekki. Því miður grunar mig að seinni möguleikinn sé sá rétti. Ef svo er, er ljóst að um leiðan misskilning er að ræða, sem vonandi verður leiðréttur hið fyrsta, þannig að Anníe Mist og aðrir keppendur í CrossFit sem jafnframt tilheyra sérsambandi innan ÍSÍ komi til greina í kjöri á íþróttamanni ársins 2012.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar