250 orð um prófasvindl Heimir Laxdal Jóhannsson skrifar 4. janúar 2012 06:00 Prófasvindl nemenda er þekkt fyrirbrigði. Það hins vegar að skólar svindli stundum á nemendum hefur líklega ekki verið rætt opinberlega áður og því kominn tími til að vekja athygli á þeirri staðreynd. Já, það er nefnilega staðreynd að slík dæmi eru aldeilis ekki óþekkt og reyndar svo algeng að furðu sætir að aldrei skuli hafa skapast um það opinber umræða. Yfirleitt er um hrein mistök kennara (eða aðstoðarkennara) að ræða við útreikning prófa, eitthvað sem verður að skrifast á það að vinnulag við yfirferð og einkunnabirtingar sé ekki í lagi. Sumir kennarar velja prófaframkvæmd að eigin geðþótta þannig að þeir skapa sér draumaland geðþóttans þannig að ekkert er hægt að sannreyna um frammistöðu nemanda og ekkert heldur hægt að sanna um réttmæti niðurstöðu kennara við prófadæmingu. En með slíku vali á prófaframkvæmd tekur kennari jafnframt af nemanda réttindi sem ættu að vera sjálfsögð mannréttindi, svo sem rétt á prófsýningu, rökstuðningi og kæruheimild í tilfelli fellingar. Það að kennari skuli láta sér detta í hug slíka prófaframkvæmd og skóli skrifa upp á hana segir í raun allt sem segja þarf um málið. Enda eru til skuggalegar sögur um geðþóttadæmingar prófa í háskólum. Það eru til sögur um það að þrátt fyrir dulkóðun prófa hafi kennarar afkóðað próf og leitað uppi ákveðna einstaklinga áður en þeir gáfu einkunn. Til eru sögur um að nemendur hafi verið felldir vegna þess að útlit þeirra og klæðaburður hafi ekki þótt við hæfi... og sennilega ekki ætterni heldur. Ljótar sögur en sjaldan er reykur án elds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Prófasvindl nemenda er þekkt fyrirbrigði. Það hins vegar að skólar svindli stundum á nemendum hefur líklega ekki verið rætt opinberlega áður og því kominn tími til að vekja athygli á þeirri staðreynd. Já, það er nefnilega staðreynd að slík dæmi eru aldeilis ekki óþekkt og reyndar svo algeng að furðu sætir að aldrei skuli hafa skapast um það opinber umræða. Yfirleitt er um hrein mistök kennara (eða aðstoðarkennara) að ræða við útreikning prófa, eitthvað sem verður að skrifast á það að vinnulag við yfirferð og einkunnabirtingar sé ekki í lagi. Sumir kennarar velja prófaframkvæmd að eigin geðþótta þannig að þeir skapa sér draumaland geðþóttans þannig að ekkert er hægt að sannreyna um frammistöðu nemanda og ekkert heldur hægt að sanna um réttmæti niðurstöðu kennara við prófadæmingu. En með slíku vali á prófaframkvæmd tekur kennari jafnframt af nemanda réttindi sem ættu að vera sjálfsögð mannréttindi, svo sem rétt á prófsýningu, rökstuðningi og kæruheimild í tilfelli fellingar. Það að kennari skuli láta sér detta í hug slíka prófaframkvæmd og skóli skrifa upp á hana segir í raun allt sem segja þarf um málið. Enda eru til skuggalegar sögur um geðþóttadæmingar prófa í háskólum. Það eru til sögur um það að þrátt fyrir dulkóðun prófa hafi kennarar afkóðað próf og leitað uppi ákveðna einstaklinga áður en þeir gáfu einkunn. Til eru sögur um að nemendur hafi verið felldir vegna þess að útlit þeirra og klæðaburður hafi ekki þótt við hæfi... og sennilega ekki ætterni heldur. Ljótar sögur en sjaldan er reykur án elds.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar