Markvisst forvarnarstarf Sigríður Björnsdóttir skrifar 3. janúar 2012 06:00 Þrjátíu og fimm þúsund manns, börn, unglingar og fullorðnir, hafa fengið fræðslu frá Blátt áfram á þeim sjö árum sem samtökin hafa starfað. Vitundarvakning hefur orðið í samfélaginu á þessum árum og umræða og ábyrgð fullorðinna hefur aukist. Blátt áfram býður upp á fræðslu fyrir grunn-, leik- og framhaldsskóla landsins; fyrirlestra og námskeið fyrir fullorðna, lífsleikni fyrir unglinga, brúðuleikhús og teiknimynd fyrir yngstu börnin. Fræðslan er fyrst og fremst fyrir fullorðna fólkið og við sjáum það enn í dag hversu misvel skólar eru undir það búnir að vernda börn. Þar sem ekki hefur verið markvisst nám í forvörnum í grunnnámi kennslustétta er ekki hægt að álasa þeim sem starfa í skólum landsins. Verndarar barna, námskeið Blátt áfram, breytir hegðun og viðhorfi starfsfólks til barnanna og vitað er að fjöldi tilkynninga hefur aukist eftir að skólar fengu fræðslu. Mikill fjöldi af símtölum til Blátt áfram kemur frá foreldrum og einstaklingum sem starfa með börnum og unglingum. Óöryggi þeirra er helst gagnvart óæskilegri hegðun barna og unglinga eða grun um kynferðisofbeldi. Erfiðast hefur verið að ná til foreldra og hafa því samtökin ávallt haldið uppi fræðslunni í skólum landsins. Starfsfólk er einnig foreldrar og þannig hefur fræðslan skilað sér inn á heimilin og til barnanna. Með auglýsingum í fjölmiðlum hefur okkur einnig tekist að ná til þeirra sem hafa orðið fyrir ofbeldi og að þeir einstaklingar, börn jafnt sem fullorðnir, átta sig á því hvað kynferðislegt ofbeldi er og hve mikilvægt það er að leita sér hjálpar. Blátt áfram er í góðu samstarfi við helstu sérfræðinga landsins í málaflokknum og er fólki ávallt vísað til þeirra. Gerðar verða rannsóknir á fræðslu Blátt áfram í samstarfi við Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd. Verið er vinna að því að setja upp hjálparsíma í samstarfi við Rauða kross Íslands og Stop it Now í Bandaríkjunum og Englandi. Símalínan er fyrir aðstandendur barna sem sýna óæskilega hegðun og gerendur sem vilja leita sér aðstoðar. Koma að því sálfræðingar hér á landi sem vinna með gerendum. Birtar hafa verið greinar í fjölmiðlum þar sem segir að enginn aðili fari með forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum á Íslandi og vill Blátt áfram leiðrétta það. Blátt áfram er eina félagið sem heldur úti forvarnarstarfi gegn kynferðislegu ofbeldi á Íslandi og hefur gert það síðan 2004. Fjöldi skóla sem fær árlega fræðslu fyrir nemendur er að aukast. Blátt áfram er rekið af styrkjum og höfum við náð að bjóða upp á hluta af fræðslunni skólum að kostnaðarlausu og teljum mikilvægt að stjórnvöld leggi til fjármagn fyrir stofnanir til að fá markvissari fræðslu. Hins vegar erum við sammála því að fjármagn frá stjórnvöldum er og hefur ekki verið nægilegt til að skólar geti boðið upp á forvarnarfræðslu reglulega. Blátt áfram telur mikilvægt að allar stofnanir skyldi starfsfólk sem starfar með börnum og unglingum á námskeið þar sem það fær þjálfun í hvernig meðvitað umhverfi eykur öryggi barna. Við höfum einnig séð hversu mikilvægt er að börn og unglingar fái fræðslu. Reynslan sýnir að um 10 % barna og unglinga leita sér aðstoðar í kjölfar fræðslu Blátt áfram. Slík fræðsla ætti að okkar mati að vera sett í námsskrá skóla, þannig að það sé ekki val einstakra skóla hvort þeir gefi sér tíma til að sinna því mikilvæga hlutverki að hlúa að öryggi barna. Blátt áfram vill þakka forráðamönnum þeirra skóla og íþróttafélaga fyrir það góða fordæmi og þá skýru afstöðu til forvarna gegn kynferðislegu ofbeldi sem þeir hafa sýnt með því að sækja forvarnarfræðslu til Blátt áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þrjátíu og fimm þúsund manns, börn, unglingar og fullorðnir, hafa fengið fræðslu frá Blátt áfram á þeim sjö árum sem samtökin hafa starfað. Vitundarvakning hefur orðið í samfélaginu á þessum árum og umræða og ábyrgð fullorðinna hefur aukist. Blátt áfram býður upp á fræðslu fyrir grunn-, leik- og framhaldsskóla landsins; fyrirlestra og námskeið fyrir fullorðna, lífsleikni fyrir unglinga, brúðuleikhús og teiknimynd fyrir yngstu börnin. Fræðslan er fyrst og fremst fyrir fullorðna fólkið og við sjáum það enn í dag hversu misvel skólar eru undir það búnir að vernda börn. Þar sem ekki hefur verið markvisst nám í forvörnum í grunnnámi kennslustétta er ekki hægt að álasa þeim sem starfa í skólum landsins. Verndarar barna, námskeið Blátt áfram, breytir hegðun og viðhorfi starfsfólks til barnanna og vitað er að fjöldi tilkynninga hefur aukist eftir að skólar fengu fræðslu. Mikill fjöldi af símtölum til Blátt áfram kemur frá foreldrum og einstaklingum sem starfa með börnum og unglingum. Óöryggi þeirra er helst gagnvart óæskilegri hegðun barna og unglinga eða grun um kynferðisofbeldi. Erfiðast hefur verið að ná til foreldra og hafa því samtökin ávallt haldið uppi fræðslunni í skólum landsins. Starfsfólk er einnig foreldrar og þannig hefur fræðslan skilað sér inn á heimilin og til barnanna. Með auglýsingum í fjölmiðlum hefur okkur einnig tekist að ná til þeirra sem hafa orðið fyrir ofbeldi og að þeir einstaklingar, börn jafnt sem fullorðnir, átta sig á því hvað kynferðislegt ofbeldi er og hve mikilvægt það er að leita sér hjálpar. Blátt áfram er í góðu samstarfi við helstu sérfræðinga landsins í málaflokknum og er fólki ávallt vísað til þeirra. Gerðar verða rannsóknir á fræðslu Blátt áfram í samstarfi við Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd. Verið er vinna að því að setja upp hjálparsíma í samstarfi við Rauða kross Íslands og Stop it Now í Bandaríkjunum og Englandi. Símalínan er fyrir aðstandendur barna sem sýna óæskilega hegðun og gerendur sem vilja leita sér aðstoðar. Koma að því sálfræðingar hér á landi sem vinna með gerendum. Birtar hafa verið greinar í fjölmiðlum þar sem segir að enginn aðili fari með forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum á Íslandi og vill Blátt áfram leiðrétta það. Blátt áfram er eina félagið sem heldur úti forvarnarstarfi gegn kynferðislegu ofbeldi á Íslandi og hefur gert það síðan 2004. Fjöldi skóla sem fær árlega fræðslu fyrir nemendur er að aukast. Blátt áfram er rekið af styrkjum og höfum við náð að bjóða upp á hluta af fræðslunni skólum að kostnaðarlausu og teljum mikilvægt að stjórnvöld leggi til fjármagn fyrir stofnanir til að fá markvissari fræðslu. Hins vegar erum við sammála því að fjármagn frá stjórnvöldum er og hefur ekki verið nægilegt til að skólar geti boðið upp á forvarnarfræðslu reglulega. Blátt áfram telur mikilvægt að allar stofnanir skyldi starfsfólk sem starfar með börnum og unglingum á námskeið þar sem það fær þjálfun í hvernig meðvitað umhverfi eykur öryggi barna. Við höfum einnig séð hversu mikilvægt er að börn og unglingar fái fræðslu. Reynslan sýnir að um 10 % barna og unglinga leita sér aðstoðar í kjölfar fræðslu Blátt áfram. Slík fræðsla ætti að okkar mati að vera sett í námsskrá skóla, þannig að það sé ekki val einstakra skóla hvort þeir gefi sér tíma til að sinna því mikilvæga hlutverki að hlúa að öryggi barna. Blátt áfram vill þakka forráðamönnum þeirra skóla og íþróttafélaga fyrir það góða fordæmi og þá skýru afstöðu til forvarna gegn kynferðislegu ofbeldi sem þeir hafa sýnt með því að sækja forvarnarfræðslu til Blátt áfram.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar