Erlent

Flokkur Hollandes stærstur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Búist er við því að Sósíalistaflokkur Francois Hollande, forseta Frakklands, nái meirihluta í þingkosningum sem þar fara fram þessa dagana. Fyrri umferð kosninganna var í dag og benda útgönguspár til þess að Sósíalistaflokkurinn og UMP flokkurinn séu jafnir með 35% atkvæða. Með stuðningi Græningja er Sósíalistaflokkurinn hins vegar með 40% fylgi. Önnur umferð fer fram eftir viku.

Fréttastofa breska ríkisútvarpsins, BBC, segir að niðurstöður kosninganna muni hafa mikið að segja um það hversu vel Hollande tekst að ráðast í þær breytingar sem hann hefur áhuga á að ráðast í.

Kosið er um 577 þingsæti en 46 milljónir Frakka eru á kjörskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×