Clarke á titil að verja en Tiger þykir líklegastur Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 19. júlí 2012 08:00 Norður-Írinn Darren Clarke sló á létta strengi með blaðamönnum í vikunni. Nordicphotos/Getty Opna breska meistaramótið í golfi hefst í dag og að þessu sinni fer þetta stórmót fram á Royal Lytham & Annes vellinum á Englandi. Samkvæmt venju fer mótið fram á strandvelli eða "linksvelli" og er þetta í 141. skipti sem mótið fer fram. Að venju verður bandaríski kylfingurinn Tiger Woods í kastljósinu en hann er næst sigursælasti kylfingur allra tíma þegar kemur að sigrum á stórmótum. Tiger hefur sigrað á 14 stórmótum en Jack Nicklaus á metið - alls 18 sigrar á stórmótum. Stórmótin fjögur sem fram fara á hverju ári eru; The Masters, opna bandaríska meistaramótið, opna breska meistaramótið og PGA meistaramótið. Aðstæður á Royal Lytham & Annes verða erfiðar. Alls eru 206 sandglompur á vellinum og búið er að breyta einni par holu í par 4, án þess að brautin hafi verið stytt. Par vallarins er því 70 en ekki 71 og upphafsholan er par 3, sem er ekki algengt. Eftir gríðarlega úrkomu á vestur-strönd Englands í sumar er karginn utan brautar þéttur sem aldrei fyrr og Woods sagði eftir fyrsta æfingahringinn að það væri varla hægt að slá úr grasinu utan brautar á vissum stöðum á vellinum. Á móti kemur að brautirnar eru mýkri en áður og kylfingar ættu að ná að stöðva boltann þar sem þeir ætla sér að láta hann stoppa. Darren Clarke hefur titil að verja á mótinu en Norður-Írinn kom flestum á óvart í fyrra þegar hann landaði sínum fyrsta sigri á stórmóti. Tiger Woods hefur ekki sigrað á stórmóti frá árinu 2008 þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á opna bandaríska meistaramótiu. Hann hefur þrívegis sigrað á opna breska meistaramótinu, 2000, 2005 og 2006. Woods á góðar minningar frá þessum velli en hann lék á 66 höggum árið 1996 á öðrum keppnisdegi opna breska meistaramótsins og á þeim tíma var Wood enn áhugakylfingur. Hann endaði í 25. sæti þegar mótið fór fram á þessum velli árið 2001. "Ég mun reyna að koma mér í aðstöðu tl þes að sigra, ég trúi því að ef ég kem mér nógu oft í slíka aðstöðu þá mun ég standa uppi sem sigurvegari á stórmóti á ný," sagði Woods við fréttamenn í gær þar sem hann var spurður að því hvort hann ætti eftir að landa sigri á stórmóti á ný. Woods hefur sýnt fína takta á þessu ári en hann hefur sigrað á þremur PGA mótum nú þegar eftir að hafa farið í gegnum tvö ár án sigurs. Samkvæmt breskum veðbönkum eru mestar líkur á því að Tiger Woods landi sigrinum. Aðrir sem koma sterklega til greina eru; Lee Westwood (England), Padraig Harrington (Írland), Luke Donald (England), Rory McIlroy (Norður-Írland), Justin Rose (England), Graeme McDowell (Norður-Írland). Golf Tengdar fréttir Phil Mickelson á enn eftir að landa sigri á opna breska Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson hefur á undanförnum tveimur áratugum verið í fremstu röð í heiminum en hann á enn eftir að ná þeim áfanga að landa sigri á opna breska meistaramótinu. Mickelson hefur sigrað þrívegis á Mastersmótinu, einu sinni á PGA meistaramótinu auk 40 sigra á PGA mótaröðinni. 18. júlí 2012 10:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Opna breska meistaramótið í golfi hefst í dag og að þessu sinni fer þetta stórmót fram á Royal Lytham & Annes vellinum á Englandi. Samkvæmt venju fer mótið fram á strandvelli eða "linksvelli" og er þetta í 141. skipti sem mótið fer fram. Að venju verður bandaríski kylfingurinn Tiger Woods í kastljósinu en hann er næst sigursælasti kylfingur allra tíma þegar kemur að sigrum á stórmótum. Tiger hefur sigrað á 14 stórmótum en Jack Nicklaus á metið - alls 18 sigrar á stórmótum. Stórmótin fjögur sem fram fara á hverju ári eru; The Masters, opna bandaríska meistaramótið, opna breska meistaramótið og PGA meistaramótið. Aðstæður á Royal Lytham & Annes verða erfiðar. Alls eru 206 sandglompur á vellinum og búið er að breyta einni par holu í par 4, án þess að brautin hafi verið stytt. Par vallarins er því 70 en ekki 71 og upphafsholan er par 3, sem er ekki algengt. Eftir gríðarlega úrkomu á vestur-strönd Englands í sumar er karginn utan brautar þéttur sem aldrei fyrr og Woods sagði eftir fyrsta æfingahringinn að það væri varla hægt að slá úr grasinu utan brautar á vissum stöðum á vellinum. Á móti kemur að brautirnar eru mýkri en áður og kylfingar ættu að ná að stöðva boltann þar sem þeir ætla sér að láta hann stoppa. Darren Clarke hefur titil að verja á mótinu en Norður-Írinn kom flestum á óvart í fyrra þegar hann landaði sínum fyrsta sigri á stórmóti. Tiger Woods hefur ekki sigrað á stórmóti frá árinu 2008 þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á opna bandaríska meistaramótiu. Hann hefur þrívegis sigrað á opna breska meistaramótinu, 2000, 2005 og 2006. Woods á góðar minningar frá þessum velli en hann lék á 66 höggum árið 1996 á öðrum keppnisdegi opna breska meistaramótsins og á þeim tíma var Wood enn áhugakylfingur. Hann endaði í 25. sæti þegar mótið fór fram á þessum velli árið 2001. "Ég mun reyna að koma mér í aðstöðu tl þes að sigra, ég trúi því að ef ég kem mér nógu oft í slíka aðstöðu þá mun ég standa uppi sem sigurvegari á stórmóti á ný," sagði Woods við fréttamenn í gær þar sem hann var spurður að því hvort hann ætti eftir að landa sigri á stórmóti á ný. Woods hefur sýnt fína takta á þessu ári en hann hefur sigrað á þremur PGA mótum nú þegar eftir að hafa farið í gegnum tvö ár án sigurs. Samkvæmt breskum veðbönkum eru mestar líkur á því að Tiger Woods landi sigrinum. Aðrir sem koma sterklega til greina eru; Lee Westwood (England), Padraig Harrington (Írland), Luke Donald (England), Rory McIlroy (Norður-Írland), Justin Rose (England), Graeme McDowell (Norður-Írland).
Golf Tengdar fréttir Phil Mickelson á enn eftir að landa sigri á opna breska Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson hefur á undanförnum tveimur áratugum verið í fremstu röð í heiminum en hann á enn eftir að ná þeim áfanga að landa sigri á opna breska meistaramótinu. Mickelson hefur sigrað þrívegis á Mastersmótinu, einu sinni á PGA meistaramótinu auk 40 sigra á PGA mótaröðinni. 18. júlí 2012 10:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Phil Mickelson á enn eftir að landa sigri á opna breska Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson hefur á undanförnum tveimur áratugum verið í fremstu röð í heiminum en hann á enn eftir að ná þeim áfanga að landa sigri á opna breska meistaramótinu. Mickelson hefur sigrað þrívegis á Mastersmótinu, einu sinni á PGA meistaramótinu auk 40 sigra á PGA mótaröðinni. 18. júlí 2012 10:00