Ísland í 3.-4. sæti að loknum fyrsta hring Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2012 16:07 Íslensku strákarnir stóðu sig vel í dag. Mynd / Ernir Íslenska karlalandsliðið í golfi hefur lokið leik á fyrsta degi í undankeppni Evrópumóts áhugamanna sem leikin er á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Englendingar leiða mótið á þremur höggum undir pari samanlagt en Hollendingar koma næstir á pari. Íslendingar deila 3. sæti með Portúgal á sex höggum yfir pari. Í 5. sæti koma Belgar á 13 höggum yfir pari. Slóvakar, Rússar og Serbar eru þó nokkuð á eftir efstu liðum. Slóvakar eru á 25 höggum yfir pari, Rússar á 33 höggum yfir pari og Serbar á 55 höggum yfir pari. Sex kylfingar eru í hverju liði og gilda fimm bestu skorin í hverju liði. Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús spiluðu best íslensku kylfinganna í dag en þeir komu í hús á 71 höggi eða pari vallarins. Guðjón Henning Hilmarsson spilaði á einu höggi yfir pari og Kristján Þór Einarsson á tveimur yfir pari. Ólafur Björn Loftsson kom í hús á þremur höggum yfir pari. Andri Þór Björnsson spilaði hringinn á 77 höggum eða sex höggum yfir pari. Hans skor er ekki tekið með í reikninginn líkt og slakasta skor hinna liðanna. Leik verður framhaldið á morgun en lokahringurinn verður leikinn á laugardag. Þá kemur í ljós hvaða þrjár þjóðir tryggja sér þátttökurétt á Evrópumóti áhugamanna í Danmörku á næsta ári. Nánar um gang mála á heimasíðu mótsins, sjá hér. Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í golfi hefur lokið leik á fyrsta degi í undankeppni Evrópumóts áhugamanna sem leikin er á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Englendingar leiða mótið á þremur höggum undir pari samanlagt en Hollendingar koma næstir á pari. Íslendingar deila 3. sæti með Portúgal á sex höggum yfir pari. Í 5. sæti koma Belgar á 13 höggum yfir pari. Slóvakar, Rússar og Serbar eru þó nokkuð á eftir efstu liðum. Slóvakar eru á 25 höggum yfir pari, Rússar á 33 höggum yfir pari og Serbar á 55 höggum yfir pari. Sex kylfingar eru í hverju liði og gilda fimm bestu skorin í hverju liði. Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús spiluðu best íslensku kylfinganna í dag en þeir komu í hús á 71 höggi eða pari vallarins. Guðjón Henning Hilmarsson spilaði á einu höggi yfir pari og Kristján Þór Einarsson á tveimur yfir pari. Ólafur Björn Loftsson kom í hús á þremur höggum yfir pari. Andri Þór Björnsson spilaði hringinn á 77 höggum eða sex höggum yfir pari. Hans skor er ekki tekið með í reikninginn líkt og slakasta skor hinna liðanna. Leik verður framhaldið á morgun en lokahringurinn verður leikinn á laugardag. Þá kemur í ljós hvaða þrjár þjóðir tryggja sér þátttökurétt á Evrópumóti áhugamanna í Danmörku á næsta ári. Nánar um gang mála á heimasíðu mótsins, sjá hér.
Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira