Vel heppnuð samkeppni um Kvosina Björn Ólafs skrifar 1. ágúst 2012 06:00 Samkeppni um Torgin í Kvosinni var óvenjulega vel undirbúin af Reykjavíkurborg. Úrslit hennar eru kunn og allir meginaðilar í borgarlífinu hafa tjáð sig um þau. Má því ætla að komið sé að næsta áfanga sem er að þróa verðlaunatillöguna sem stekkur auðvitað ekki fullsköpuð út úr höfði höfunda. Þróa hana til að hún falli sem best að umhverfinu og hafi jákvæð, spennandi áhrif á borgarlífið. Athugum því nánar hvað felst í tillögunni. Við Ingólfstorg verður núverandi timburhúsabyggð óbreytt bæði í lögun og í notkun. Er því strax hægt að gera við gömlu timburhúsin sunnan, austan og norðan torgsins, sem nú eru öll í mjög slæmu ástandi. Er þannig svarað áhyggjum friðunarsinna. Á torginu er gert ráð fyrir byggingu sem er mjög lík Hótel Íslandi sem þar var áður og þannig er endurskapað upphaflegt gatnanet og byggðamynstur. Hér er á ferðinni erfið hönnun sem ekki er sannfærandi í tillögunni, en engin ástæða er að ætla að hún verði ekki augnayndi að lokum. Byggingin verður opin almenningi og vel tengd torginu. Fógetagarðurinn breytist ekki mikið. Aðalatriði kemur fram skýrt í tillögunni: að Kirkjustræti verði í upphaflegri breidd. Þá myndast rými með Alþingisreit á suðurhlið í fallegum hlutföllum við garðinn, og leikurinn er unninn. Vandinn í framhaldi vinnu við garðinn er útlit nýbyggingar við Kirkjustræti. Það er í fallegum hlutföllum við götuna. Vinna þyrfti úr útliti við strætið en það er eðlilegt á þessum hluta tímaferils. Margar spurningar hafa borist varðandi breytingu þaks á núverandi Landssímahúsi. Þessi stílhreina bygging þolir það mjög vel eins og sést á teikningum. Opnun jarðhæðar hennar mun hafa afgerandi og jákvæð áhrif á líf á vestanverðum Austurvelli. Athugasemdir um skuggamyndun á völlinn frá þakinu eru mjög ýktar. Tvenns konar athugasemdir við samkeppnistillögu hafa birst. Annars vegar mótmæli í sama anda og við fyrri tillögur um Ingólfstorg með mörgum stóryrðum og rangfærslum. Mótmælt er fleiri „steinsteypuklumpum og stálgreiptum kristalsborgum“, uppáhaldsorð þessara mótmælenda. En í Kvosinni eru fá slík hús nema átt sé við ráðhúsið, Hafnarhúsið eða Hörpu. Þau fáu timburhús sem eftir eru á þessum reit í Kvosinni eru öll meira og minna friðuð og í verðlaunatillögu í samkeppni borgarinnar er lagt til að öll timburhús byggð fyrir 1940 verði á sínum stað og gerð upp. Tvö aðalvandamál blasa við í framtíðarsýn Kvosarinnar. Mjög lítil eftirspurn er nú eftir verslunarrýmum á jarðhæðum og verslun sem var þar mjög blómleg fyrir nokkrum áratugum hefur hnignað. Lítil eftirspurn er einnig eftir skrifstofuhúsnæði á efri hæðum. Borg og ríki hafa sest þar að, sem er jákvætt, staðurinn er jú miðborg höfuðborgar. En einkareknar skifstofur hafa horfið. Og í staðinn koma hótelherbergi. Hins vegar eru greinar fagmanna: Skipulagslög séu götótt og þeim þurfi að breyta. Því hefur skipulagsráð borgarinnar svarað. Þessar athugasemdir fagmanna varðandi eignarrétt á byggingamagni lóða koma þessari samkeppni ekki við en eru verðmætt innlegg í nauðsynlega umræðu um skipulagslög. Kvosin er mjög lítill reitur milli hafnar og tjarnar og milli Aðalstrætis og Lækjargötu. Á reitnum eru nær engin hús sem kalla má „gömlu fallegu byggingarnar í Reykjavík“ og þau eru öll auðvitað friðuð. Í kringum Kvosina eru alfriðuð hverfi á þrjá vegu og einnig er auðvitað allur reiturinn milli Austurvallar og Tjarnarinnar líka friðað. Gildandi deiliskipulag á þessu svæði er nú úrelt. Ef við viljum stjórna þróun bygginga og sérstaklega nýbygginga hér er engin lausn betri en að gera nýtt deiliskipulag sem skilgreinir með nægjanlegri nákvæmni hvað er leyfilegt og hvað ekki. Leiðrétta það síðan þegar ákvæði í því verða úrelt. Ákvarðanir um fáeinar lóðir í senn, sem byggjast á vangaveltum um fagurfræði og notagildi og á næstu bæjarstjórnarkosningum, móta sjaldan gott umhverfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Samkeppni um Torgin í Kvosinni var óvenjulega vel undirbúin af Reykjavíkurborg. Úrslit hennar eru kunn og allir meginaðilar í borgarlífinu hafa tjáð sig um þau. Má því ætla að komið sé að næsta áfanga sem er að þróa verðlaunatillöguna sem stekkur auðvitað ekki fullsköpuð út úr höfði höfunda. Þróa hana til að hún falli sem best að umhverfinu og hafi jákvæð, spennandi áhrif á borgarlífið. Athugum því nánar hvað felst í tillögunni. Við Ingólfstorg verður núverandi timburhúsabyggð óbreytt bæði í lögun og í notkun. Er því strax hægt að gera við gömlu timburhúsin sunnan, austan og norðan torgsins, sem nú eru öll í mjög slæmu ástandi. Er þannig svarað áhyggjum friðunarsinna. Á torginu er gert ráð fyrir byggingu sem er mjög lík Hótel Íslandi sem þar var áður og þannig er endurskapað upphaflegt gatnanet og byggðamynstur. Hér er á ferðinni erfið hönnun sem ekki er sannfærandi í tillögunni, en engin ástæða er að ætla að hún verði ekki augnayndi að lokum. Byggingin verður opin almenningi og vel tengd torginu. Fógetagarðurinn breytist ekki mikið. Aðalatriði kemur fram skýrt í tillögunni: að Kirkjustræti verði í upphaflegri breidd. Þá myndast rými með Alþingisreit á suðurhlið í fallegum hlutföllum við garðinn, og leikurinn er unninn. Vandinn í framhaldi vinnu við garðinn er útlit nýbyggingar við Kirkjustræti. Það er í fallegum hlutföllum við götuna. Vinna þyrfti úr útliti við strætið en það er eðlilegt á þessum hluta tímaferils. Margar spurningar hafa borist varðandi breytingu þaks á núverandi Landssímahúsi. Þessi stílhreina bygging þolir það mjög vel eins og sést á teikningum. Opnun jarðhæðar hennar mun hafa afgerandi og jákvæð áhrif á líf á vestanverðum Austurvelli. Athugasemdir um skuggamyndun á völlinn frá þakinu eru mjög ýktar. Tvenns konar athugasemdir við samkeppnistillögu hafa birst. Annars vegar mótmæli í sama anda og við fyrri tillögur um Ingólfstorg með mörgum stóryrðum og rangfærslum. Mótmælt er fleiri „steinsteypuklumpum og stálgreiptum kristalsborgum“, uppáhaldsorð þessara mótmælenda. En í Kvosinni eru fá slík hús nema átt sé við ráðhúsið, Hafnarhúsið eða Hörpu. Þau fáu timburhús sem eftir eru á þessum reit í Kvosinni eru öll meira og minna friðuð og í verðlaunatillögu í samkeppni borgarinnar er lagt til að öll timburhús byggð fyrir 1940 verði á sínum stað og gerð upp. Tvö aðalvandamál blasa við í framtíðarsýn Kvosarinnar. Mjög lítil eftirspurn er nú eftir verslunarrýmum á jarðhæðum og verslun sem var þar mjög blómleg fyrir nokkrum áratugum hefur hnignað. Lítil eftirspurn er einnig eftir skrifstofuhúsnæði á efri hæðum. Borg og ríki hafa sest þar að, sem er jákvætt, staðurinn er jú miðborg höfuðborgar. En einkareknar skifstofur hafa horfið. Og í staðinn koma hótelherbergi. Hins vegar eru greinar fagmanna: Skipulagslög séu götótt og þeim þurfi að breyta. Því hefur skipulagsráð borgarinnar svarað. Þessar athugasemdir fagmanna varðandi eignarrétt á byggingamagni lóða koma þessari samkeppni ekki við en eru verðmætt innlegg í nauðsynlega umræðu um skipulagslög. Kvosin er mjög lítill reitur milli hafnar og tjarnar og milli Aðalstrætis og Lækjargötu. Á reitnum eru nær engin hús sem kalla má „gömlu fallegu byggingarnar í Reykjavík“ og þau eru öll auðvitað friðuð. Í kringum Kvosina eru alfriðuð hverfi á þrjá vegu og einnig er auðvitað allur reiturinn milli Austurvallar og Tjarnarinnar líka friðað. Gildandi deiliskipulag á þessu svæði er nú úrelt. Ef við viljum stjórna þróun bygginga og sérstaklega nýbygginga hér er engin lausn betri en að gera nýtt deiliskipulag sem skilgreinir með nægjanlegri nákvæmni hvað er leyfilegt og hvað ekki. Leiðrétta það síðan þegar ákvæði í því verða úrelt. Ákvarðanir um fáeinar lóðir í senn, sem byggjast á vangaveltum um fagurfræði og notagildi og á næstu bæjarstjórnarkosningum, móta sjaldan gott umhverfi.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun