Vel heppnuð samkeppni um Kvosina Björn Ólafs skrifar 1. ágúst 2012 06:00 Samkeppni um Torgin í Kvosinni var óvenjulega vel undirbúin af Reykjavíkurborg. Úrslit hennar eru kunn og allir meginaðilar í borgarlífinu hafa tjáð sig um þau. Má því ætla að komið sé að næsta áfanga sem er að þróa verðlaunatillöguna sem stekkur auðvitað ekki fullsköpuð út úr höfði höfunda. Þróa hana til að hún falli sem best að umhverfinu og hafi jákvæð, spennandi áhrif á borgarlífið. Athugum því nánar hvað felst í tillögunni. Við Ingólfstorg verður núverandi timburhúsabyggð óbreytt bæði í lögun og í notkun. Er því strax hægt að gera við gömlu timburhúsin sunnan, austan og norðan torgsins, sem nú eru öll í mjög slæmu ástandi. Er þannig svarað áhyggjum friðunarsinna. Á torginu er gert ráð fyrir byggingu sem er mjög lík Hótel Íslandi sem þar var áður og þannig er endurskapað upphaflegt gatnanet og byggðamynstur. Hér er á ferðinni erfið hönnun sem ekki er sannfærandi í tillögunni, en engin ástæða er að ætla að hún verði ekki augnayndi að lokum. Byggingin verður opin almenningi og vel tengd torginu. Fógetagarðurinn breytist ekki mikið. Aðalatriði kemur fram skýrt í tillögunni: að Kirkjustræti verði í upphaflegri breidd. Þá myndast rými með Alþingisreit á suðurhlið í fallegum hlutföllum við garðinn, og leikurinn er unninn. Vandinn í framhaldi vinnu við garðinn er útlit nýbyggingar við Kirkjustræti. Það er í fallegum hlutföllum við götuna. Vinna þyrfti úr útliti við strætið en það er eðlilegt á þessum hluta tímaferils. Margar spurningar hafa borist varðandi breytingu þaks á núverandi Landssímahúsi. Þessi stílhreina bygging þolir það mjög vel eins og sést á teikningum. Opnun jarðhæðar hennar mun hafa afgerandi og jákvæð áhrif á líf á vestanverðum Austurvelli. Athugasemdir um skuggamyndun á völlinn frá þakinu eru mjög ýktar. Tvenns konar athugasemdir við samkeppnistillögu hafa birst. Annars vegar mótmæli í sama anda og við fyrri tillögur um Ingólfstorg með mörgum stóryrðum og rangfærslum. Mótmælt er fleiri „steinsteypuklumpum og stálgreiptum kristalsborgum“, uppáhaldsorð þessara mótmælenda. En í Kvosinni eru fá slík hús nema átt sé við ráðhúsið, Hafnarhúsið eða Hörpu. Þau fáu timburhús sem eftir eru á þessum reit í Kvosinni eru öll meira og minna friðuð og í verðlaunatillögu í samkeppni borgarinnar er lagt til að öll timburhús byggð fyrir 1940 verði á sínum stað og gerð upp. Tvö aðalvandamál blasa við í framtíðarsýn Kvosarinnar. Mjög lítil eftirspurn er nú eftir verslunarrýmum á jarðhæðum og verslun sem var þar mjög blómleg fyrir nokkrum áratugum hefur hnignað. Lítil eftirspurn er einnig eftir skrifstofuhúsnæði á efri hæðum. Borg og ríki hafa sest þar að, sem er jákvætt, staðurinn er jú miðborg höfuðborgar. En einkareknar skifstofur hafa horfið. Og í staðinn koma hótelherbergi. Hins vegar eru greinar fagmanna: Skipulagslög séu götótt og þeim þurfi að breyta. Því hefur skipulagsráð borgarinnar svarað. Þessar athugasemdir fagmanna varðandi eignarrétt á byggingamagni lóða koma þessari samkeppni ekki við en eru verðmætt innlegg í nauðsynlega umræðu um skipulagslög. Kvosin er mjög lítill reitur milli hafnar og tjarnar og milli Aðalstrætis og Lækjargötu. Á reitnum eru nær engin hús sem kalla má „gömlu fallegu byggingarnar í Reykjavík“ og þau eru öll auðvitað friðuð. Í kringum Kvosina eru alfriðuð hverfi á þrjá vegu og einnig er auðvitað allur reiturinn milli Austurvallar og Tjarnarinnar líka friðað. Gildandi deiliskipulag á þessu svæði er nú úrelt. Ef við viljum stjórna þróun bygginga og sérstaklega nýbygginga hér er engin lausn betri en að gera nýtt deiliskipulag sem skilgreinir með nægjanlegri nákvæmni hvað er leyfilegt og hvað ekki. Leiðrétta það síðan þegar ákvæði í því verða úrelt. Ákvarðanir um fáeinar lóðir í senn, sem byggjast á vangaveltum um fagurfræði og notagildi og á næstu bæjarstjórnarkosningum, móta sjaldan gott umhverfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Samkeppni um Torgin í Kvosinni var óvenjulega vel undirbúin af Reykjavíkurborg. Úrslit hennar eru kunn og allir meginaðilar í borgarlífinu hafa tjáð sig um þau. Má því ætla að komið sé að næsta áfanga sem er að þróa verðlaunatillöguna sem stekkur auðvitað ekki fullsköpuð út úr höfði höfunda. Þróa hana til að hún falli sem best að umhverfinu og hafi jákvæð, spennandi áhrif á borgarlífið. Athugum því nánar hvað felst í tillögunni. Við Ingólfstorg verður núverandi timburhúsabyggð óbreytt bæði í lögun og í notkun. Er því strax hægt að gera við gömlu timburhúsin sunnan, austan og norðan torgsins, sem nú eru öll í mjög slæmu ástandi. Er þannig svarað áhyggjum friðunarsinna. Á torginu er gert ráð fyrir byggingu sem er mjög lík Hótel Íslandi sem þar var áður og þannig er endurskapað upphaflegt gatnanet og byggðamynstur. Hér er á ferðinni erfið hönnun sem ekki er sannfærandi í tillögunni, en engin ástæða er að ætla að hún verði ekki augnayndi að lokum. Byggingin verður opin almenningi og vel tengd torginu. Fógetagarðurinn breytist ekki mikið. Aðalatriði kemur fram skýrt í tillögunni: að Kirkjustræti verði í upphaflegri breidd. Þá myndast rými með Alþingisreit á suðurhlið í fallegum hlutföllum við garðinn, og leikurinn er unninn. Vandinn í framhaldi vinnu við garðinn er útlit nýbyggingar við Kirkjustræti. Það er í fallegum hlutföllum við götuna. Vinna þyrfti úr útliti við strætið en það er eðlilegt á þessum hluta tímaferils. Margar spurningar hafa borist varðandi breytingu þaks á núverandi Landssímahúsi. Þessi stílhreina bygging þolir það mjög vel eins og sést á teikningum. Opnun jarðhæðar hennar mun hafa afgerandi og jákvæð áhrif á líf á vestanverðum Austurvelli. Athugasemdir um skuggamyndun á völlinn frá þakinu eru mjög ýktar. Tvenns konar athugasemdir við samkeppnistillögu hafa birst. Annars vegar mótmæli í sama anda og við fyrri tillögur um Ingólfstorg með mörgum stóryrðum og rangfærslum. Mótmælt er fleiri „steinsteypuklumpum og stálgreiptum kristalsborgum“, uppáhaldsorð þessara mótmælenda. En í Kvosinni eru fá slík hús nema átt sé við ráðhúsið, Hafnarhúsið eða Hörpu. Þau fáu timburhús sem eftir eru á þessum reit í Kvosinni eru öll meira og minna friðuð og í verðlaunatillögu í samkeppni borgarinnar er lagt til að öll timburhús byggð fyrir 1940 verði á sínum stað og gerð upp. Tvö aðalvandamál blasa við í framtíðarsýn Kvosarinnar. Mjög lítil eftirspurn er nú eftir verslunarrýmum á jarðhæðum og verslun sem var þar mjög blómleg fyrir nokkrum áratugum hefur hnignað. Lítil eftirspurn er einnig eftir skrifstofuhúsnæði á efri hæðum. Borg og ríki hafa sest þar að, sem er jákvætt, staðurinn er jú miðborg höfuðborgar. En einkareknar skifstofur hafa horfið. Og í staðinn koma hótelherbergi. Hins vegar eru greinar fagmanna: Skipulagslög séu götótt og þeim þurfi að breyta. Því hefur skipulagsráð borgarinnar svarað. Þessar athugasemdir fagmanna varðandi eignarrétt á byggingamagni lóða koma þessari samkeppni ekki við en eru verðmætt innlegg í nauðsynlega umræðu um skipulagslög. Kvosin er mjög lítill reitur milli hafnar og tjarnar og milli Aðalstrætis og Lækjargötu. Á reitnum eru nær engin hús sem kalla má „gömlu fallegu byggingarnar í Reykjavík“ og þau eru öll auðvitað friðuð. Í kringum Kvosina eru alfriðuð hverfi á þrjá vegu og einnig er auðvitað allur reiturinn milli Austurvallar og Tjarnarinnar líka friðað. Gildandi deiliskipulag á þessu svæði er nú úrelt. Ef við viljum stjórna þróun bygginga og sérstaklega nýbygginga hér er engin lausn betri en að gera nýtt deiliskipulag sem skilgreinir með nægjanlegri nákvæmni hvað er leyfilegt og hvað ekki. Leiðrétta það síðan þegar ákvæði í því verða úrelt. Ákvarðanir um fáeinar lóðir í senn, sem byggjast á vangaveltum um fagurfræði og notagildi og á næstu bæjarstjórnarkosningum, móta sjaldan gott umhverfi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar