Um ærleika og samstöðu Alp Mehmet skrifar 20. janúar 2012 06:00 Þann 7. júlí árið 2005 áttu sér stað í London verstu hryðjuverkaárásir sem gerðar hafa verið á Bretlandseyjum. Fjórar samstilltar sprengingar urðu 52 saklausum borgurum að bana og skildu meira en 700 eftir sára. Árásarmennirnir fjórir fórust um leið. Þeir fórust í eldhafinu sem þeir tendruðu sjálfir af ráðnum hug. Umfang árásarinnar vakti ugg með okkur öllum. Mér virtist á þessum tíma sem Íslendingum væri ekki síður brugðið en samlöndum mínum og var ég eindregið hvattur til þess að opna minningabók svo þeir gætu vottað samúð sína og samstöðu. Fjöldi þeirra sem kom til þess að rita nafn sitt í bókina kom mér í opna skjöldu og snart mig. Mér mun aldrei líða úr minni sú mikla umhyggja og stuðningur sem íslenska þjóðin sýndi á þessum dimmu dögum í sögu Bretlands. Ástæða þess að ég rita þessi orð nú er sú að þau sem urðu fyrst til að skrá nöfn sín í minningarbókina voru Geir Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, og Inga Jóna Þórðardóttir, eiginkona hans. Ég sá í gegnum gluggann minn hvar þau komu að og ég fór út til þess að taka á móti þeim og þakka þeim fyrir að gefa sér tíma til þess að votta samúð sína. „Í dag erum við öll Lundúnabúar. Við deilum harmi ykkar og áfalli yfir því sem hefur gerst," sagði Geir. Ég kynntist þeim Geir og Ingu Jónu vel á þeim tíma sem ég var sendiherra Bretlands á Íslandi. Fyrst þegar hann var fjármálaráðherra, síðar utanríkisráðherra og loks forsætisráðherra. Ég og eiginkona mín vinguðumst við Ingu Jónu í gegnum fjáröflunarstarf fyrir Barnaheill. Geir og Inga Jóna buðu af sér góðan þokka sem umhyggjusamir og ástríðufullir Íslendingar. Geir lagði sig í framkróka við að þjóna hagsmunum Íslands. Þetta sannreyndi ég á fundum sem ég átti með honum, þar sem hann hitti fyrir breska embættismenn sem sóttu Ísland heim og eins á fundum sem ég kom í kring í London, þar á meðal fundi í utanríkisráðuneytinu og með forsætisráðherranum í Downingstræti 10. Ég yfirgaf Ísland 30. júní 2008 og lét af störfum í bresku utanríkisþjónustunni tveimur mánuðum síðar. Það var því úr fjarska sem ég fylgdist með þeim atburðum sem áttu sér stað í Reykjavík í októbermánuði þetta sama ár, dapur í bragði og furðu lostinn. Ég fann til með þeim sem áttu hagsmuna að gæta í þessum hildarleik, ekki síst með þeim Íslendingum og samlöndum mínum, sem sumir hverjir horfðu fram á að ævisparnaður þeirra var í uppnámi. Vissulega velti ég því fyrir mér hvort þeir sem voru í eldlínunni og reyndu eftir fremsta megni að hafa stjórn á atburðarásinni, væru þeir réttu til þess að hafa það verk með höndum, hvort hugsanlega væru einhverjir aðrir betur til þess fallnir. En ég komst að þeirri niðurstöðu að Íslendingar mættu hrósa happi fyrir að eiga jafn reyndan mann og greindan fyrir forsætisráðherra. Þeir hefðu ekki getað beðið um meir. Mann með tvær meistaragráður frá framúrskarandi háskólum. Mann sem hafði starfað sem hagfræðingur í Seðlabankanum. Mann með víðtæka reynslu sem ráðherra, sem stýrði efnahagsmálum þegar þau voru óumdeilanlega í góðu horfi, sem var utanríkisráðherra um skeið og bar því skynbragð á milliríkjasamskipti. Umfram allt var ég sannfærður um að lánsemi Íslendinga fælist í því að þar færi ekki aðeins maður með rétta þekkingu, heldur líka maður sem sannarlega léti einskis ófreistað til þess að tryggja að hagsmunum þjóðar sinnar yrði sem best borgið. Ég gat ekki ímyndað mér þann mann sem hefði farið öðruvísi að eða gert betur. Það er ekki við hæfi að utanaðkomandi vefengi ákvarðanir Alþingis Íslendinga sem lúta að öðrum Íslendingum, enda vakir það ekki fyrir mér hér. Ég þekki til margra alþingismanna og ég tel þá vera heiðvirða og velviljaða Íslendinga sem unna þjóð sinni. En ég þekki Geir Haarde líka af þeirri sömu heiðursmennsku og föðurlandsást. Þess vegna fæ ég ekki skilið hvers vegna honum er nú vísað til sætis á sakamannabekk. Ég hef borið gæfu til þess að kynnast Íslandi og Íslendingum nokkuð. En mig hefði aldrei órað fyrir því að sú staða sem nú blasir við gæti nokkurn tíma komið upp. Ég er þess líka fullviss að hefði ég fyrir fimm eða sex árum síðan (og það voru, vel að merkja, líka blikur á lofti árið 2006) spurt einhvern alþingismann um það hver viðbrögðin yrðu ef svo ólíklega færi að bankakerfið legðist á hliðina í einni svipan, þá hefði enginn þeirra svarað því til að forsætisráðherrann yrði ákærður og dreginn fyrir dóm. Þvert á móti tel ég líklegra að viðkomandi hefði minnt mig á það að þegar syrti í álinn hefðu Íslendingar ævinlega grafið stríðsöxina og af samtakamætti róið að því öllum árum að komast út úr öldudalnum. Aðdáun mín og virðing fyrir Íslendingum er djúp. Fyrir þeirra hönd vona ég sannarlega að landið muni senn skipa sinn fyrri sess samlyndis og velmegunar, að þeir megi horfa sameinaðir fram á veginn en ekki aftur til fortíðar. Og ég efast ekki um að Geir Haarde ber þá sömu von í brjósti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Þann 7. júlí árið 2005 áttu sér stað í London verstu hryðjuverkaárásir sem gerðar hafa verið á Bretlandseyjum. Fjórar samstilltar sprengingar urðu 52 saklausum borgurum að bana og skildu meira en 700 eftir sára. Árásarmennirnir fjórir fórust um leið. Þeir fórust í eldhafinu sem þeir tendruðu sjálfir af ráðnum hug. Umfang árásarinnar vakti ugg með okkur öllum. Mér virtist á þessum tíma sem Íslendingum væri ekki síður brugðið en samlöndum mínum og var ég eindregið hvattur til þess að opna minningabók svo þeir gætu vottað samúð sína og samstöðu. Fjöldi þeirra sem kom til þess að rita nafn sitt í bókina kom mér í opna skjöldu og snart mig. Mér mun aldrei líða úr minni sú mikla umhyggja og stuðningur sem íslenska þjóðin sýndi á þessum dimmu dögum í sögu Bretlands. Ástæða þess að ég rita þessi orð nú er sú að þau sem urðu fyrst til að skrá nöfn sín í minningarbókina voru Geir Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, og Inga Jóna Þórðardóttir, eiginkona hans. Ég sá í gegnum gluggann minn hvar þau komu að og ég fór út til þess að taka á móti þeim og þakka þeim fyrir að gefa sér tíma til þess að votta samúð sína. „Í dag erum við öll Lundúnabúar. Við deilum harmi ykkar og áfalli yfir því sem hefur gerst," sagði Geir. Ég kynntist þeim Geir og Ingu Jónu vel á þeim tíma sem ég var sendiherra Bretlands á Íslandi. Fyrst þegar hann var fjármálaráðherra, síðar utanríkisráðherra og loks forsætisráðherra. Ég og eiginkona mín vinguðumst við Ingu Jónu í gegnum fjáröflunarstarf fyrir Barnaheill. Geir og Inga Jóna buðu af sér góðan þokka sem umhyggjusamir og ástríðufullir Íslendingar. Geir lagði sig í framkróka við að þjóna hagsmunum Íslands. Þetta sannreyndi ég á fundum sem ég átti með honum, þar sem hann hitti fyrir breska embættismenn sem sóttu Ísland heim og eins á fundum sem ég kom í kring í London, þar á meðal fundi í utanríkisráðuneytinu og með forsætisráðherranum í Downingstræti 10. Ég yfirgaf Ísland 30. júní 2008 og lét af störfum í bresku utanríkisþjónustunni tveimur mánuðum síðar. Það var því úr fjarska sem ég fylgdist með þeim atburðum sem áttu sér stað í Reykjavík í októbermánuði þetta sama ár, dapur í bragði og furðu lostinn. Ég fann til með þeim sem áttu hagsmuna að gæta í þessum hildarleik, ekki síst með þeim Íslendingum og samlöndum mínum, sem sumir hverjir horfðu fram á að ævisparnaður þeirra var í uppnámi. Vissulega velti ég því fyrir mér hvort þeir sem voru í eldlínunni og reyndu eftir fremsta megni að hafa stjórn á atburðarásinni, væru þeir réttu til þess að hafa það verk með höndum, hvort hugsanlega væru einhverjir aðrir betur til þess fallnir. En ég komst að þeirri niðurstöðu að Íslendingar mættu hrósa happi fyrir að eiga jafn reyndan mann og greindan fyrir forsætisráðherra. Þeir hefðu ekki getað beðið um meir. Mann með tvær meistaragráður frá framúrskarandi háskólum. Mann sem hafði starfað sem hagfræðingur í Seðlabankanum. Mann með víðtæka reynslu sem ráðherra, sem stýrði efnahagsmálum þegar þau voru óumdeilanlega í góðu horfi, sem var utanríkisráðherra um skeið og bar því skynbragð á milliríkjasamskipti. Umfram allt var ég sannfærður um að lánsemi Íslendinga fælist í því að þar færi ekki aðeins maður með rétta þekkingu, heldur líka maður sem sannarlega léti einskis ófreistað til þess að tryggja að hagsmunum þjóðar sinnar yrði sem best borgið. Ég gat ekki ímyndað mér þann mann sem hefði farið öðruvísi að eða gert betur. Það er ekki við hæfi að utanaðkomandi vefengi ákvarðanir Alþingis Íslendinga sem lúta að öðrum Íslendingum, enda vakir það ekki fyrir mér hér. Ég þekki til margra alþingismanna og ég tel þá vera heiðvirða og velviljaða Íslendinga sem unna þjóð sinni. En ég þekki Geir Haarde líka af þeirri sömu heiðursmennsku og föðurlandsást. Þess vegna fæ ég ekki skilið hvers vegna honum er nú vísað til sætis á sakamannabekk. Ég hef borið gæfu til þess að kynnast Íslandi og Íslendingum nokkuð. En mig hefði aldrei órað fyrir því að sú staða sem nú blasir við gæti nokkurn tíma komið upp. Ég er þess líka fullviss að hefði ég fyrir fimm eða sex árum síðan (og það voru, vel að merkja, líka blikur á lofti árið 2006) spurt einhvern alþingismann um það hver viðbrögðin yrðu ef svo ólíklega færi að bankakerfið legðist á hliðina í einni svipan, þá hefði enginn þeirra svarað því til að forsætisráðherrann yrði ákærður og dreginn fyrir dóm. Þvert á móti tel ég líklegra að viðkomandi hefði minnt mig á það að þegar syrti í álinn hefðu Íslendingar ævinlega grafið stríðsöxina og af samtakamætti róið að því öllum árum að komast út úr öldudalnum. Aðdáun mín og virðing fyrir Íslendingum er djúp. Fyrir þeirra hönd vona ég sannarlega að landið muni senn skipa sinn fyrri sess samlyndis og velmegunar, að þeir megi horfa sameinaðir fram á veginn en ekki aftur til fortíðar. Og ég efast ekki um að Geir Haarde ber þá sömu von í brjósti.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun