Þjóðkirkja á nýju ári Sr. Þórhallur Heimisson skrifar 20. janúar 2012 06:00 Um áramót er góður siður að stíga á stokk og strengja ný heit, en um leið að líta yfir farinn veg. Árið 2012 var á margan hátt Þjóðkirkjunni erfitt. Og reyndar undanfarnir hátt í tveir áratugir sé allt talið með. Hún hefur verið eins og skip í stormi sem þarf að þola hverja ágjöfina á fætur annarri. Margir kusu að yfirgefa kirkjuna og gagnrýni á hana hefur farið vaxandi. Harðast hefur kirkjan verið gagnrýnd fyrir hvernig hún tók á ásökunum er tengjast Ólafi Skúlasyni biskupi heitnum. Þótti Þjóðkirkjan bregðast sem stofnun er vill vera skjöldur og skjól hinna minni máttar og þeirra er þurfa að sæta ofbeldi. Margir áttu líka erfitt með að taka því þegjandi hversu treg Þjóðkirkjan var að samþykkja jafnræði hjónavígslu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Enn aðrir hafa gagnrýnt Þjóðkirkjuna fyrir skort á lýðræði. Og traustið til hennar hefur minnkað ár frá ári. Þannig mætti lengi telja. Ýmislegt hefur þó verið vel gert sem ekki má gleymast. Þjóðkirkjan tók af skarið og samþykkti ný lög sem leggja að jöfnu hjónavígslu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Enda hefur margt Þjóðkirkjufólk barist fyrir þeim sjálfsögðu mannréttindum um árabil. Og Fagráð Þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota hefur brugðist rétt og vel við þeim erfiðu málum sem upp hafa komið og skapað farveg til úrlausnar og eftirvinnslu. Vinna Fagráðsins mun án efa skila sér til framtíðar í bættum starfsháttum innan Þjóðkirkjunnar í málum er tengjast kynferðisbrotum. Þjóðkirkjan vill vera öruggur staður. Alltaf. Fyrir alla. Nú er nýtt ár að runnið upp, árið 2012. Á margan hátt getur það ár orðið ár endurnýjunar og sátta fyrir Þjóðkirkjuna. Á árinu verður kjörinn nýr vígslubiskup á Hólum og nýr biskup Íslands. Nú verður í fyrsta sinn kosið samkvæmt nýjum lögum sem samþykkt voru á síðasta Kirkjuþingi, þar sem vægi leikmanna er aukið í kosningunum og fjöldi kjörmanna aukinn. Áður fengu aðeins prestar, kennarar Guðfræðideildar og örfáir fleiri að kjósa biskup. Nú kjósa, auk þeirra, djáknar, formenn sóknarnefnda um allt land og varaformenn á höfuðborgarsvæðinu. Lýðræðið fer sem sagt vaxandi innan Þjóðkirkjunnar. Það verður spennandi að sjá hvaða áhrif þetta mun hafa, bæði á sjálft kjörið, en einnig á undirbúning þess og aðdraganda. Vonandi er þetta fyrsta skrefið í þá átt að auka lýðræðið í kosningum enn frekar innan Þjóðkirkjunnar, á Kirkjuþing og til embætta innan kirkjunnar. Því skiptir miklu máli að vel takist til. Og að til embætta biskupa veljist einstaklingar sem grípi tækifærið til þess að endurreisa traustið á Þjóðkirkjunni meðal þjóðarinnar í samvinnu og samstarfi við einstaklinga og hópa bæði innan og utan Þjóðkirkjunnar. Við þurfum reyndar öll á því að halda að traustið sé endurreist í íslensku samfélagi, en það fór fyrir lítið í kjölfar hrunsins eins og allir vita. Þjóðkirkjan þarf ekki á biskupum að halda sem setja sig í stellingar embættismanna eða ráðuneytisstjóra. Þjóðkirkjan þarf andlega leiðtoga. Og þjóðin þarf sömuleiðis andlega leiðtoga. Leiðtoga sem geta borið smyrsl á sárin. Leiðtoga sem geta sameinað. Leiðtoga sem geta vakið bæði kirkju og þjóð von í brjósti, von og kjark og samstöðu. Kannski verður það stærsta hlutverk nýrra biskupa Þjóðkirkjunnar árið 2012. Að efla samstöðuna og samheldnina og endurvekja traustið. Þvert á trúarskoðanir og kirkjudeildir. Og að finna sáttarlausnir varðandi spurningar sem lengi hefur verið deilt um. Eins og samband ríkis og kirkju. Og samvinnu Þjóðkirkju og annarra kirkjudeilda, safnaða og lífsskoðunarfélaga. Þetta gera auðvitað engir þrír einstaklingar, það er að segja, þrír biskupar. Við öll sem lifum og hrærumst innan Þjóðkirkjunnar verðum að leggja okkar af mörkum til að af slíkri endurreisn geti orðið. En umfram allt biðjum við Guð að efla Þjóðkirkjuna á komandi árum til að verða farvegur friðar, einingar, trausts og samstöðu meðal þjóðarinnar. Því „Ef Drottinn byggir ekki húsið erfiða smiðirnir til ónýtis". (Sálmur 127.1). Guð gefi okkur öllum gleðilegt nýtt ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Um áramót er góður siður að stíga á stokk og strengja ný heit, en um leið að líta yfir farinn veg. Árið 2012 var á margan hátt Þjóðkirkjunni erfitt. Og reyndar undanfarnir hátt í tveir áratugir sé allt talið með. Hún hefur verið eins og skip í stormi sem þarf að þola hverja ágjöfina á fætur annarri. Margir kusu að yfirgefa kirkjuna og gagnrýni á hana hefur farið vaxandi. Harðast hefur kirkjan verið gagnrýnd fyrir hvernig hún tók á ásökunum er tengjast Ólafi Skúlasyni biskupi heitnum. Þótti Þjóðkirkjan bregðast sem stofnun er vill vera skjöldur og skjól hinna minni máttar og þeirra er þurfa að sæta ofbeldi. Margir áttu líka erfitt með að taka því þegjandi hversu treg Þjóðkirkjan var að samþykkja jafnræði hjónavígslu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Enn aðrir hafa gagnrýnt Þjóðkirkjuna fyrir skort á lýðræði. Og traustið til hennar hefur minnkað ár frá ári. Þannig mætti lengi telja. Ýmislegt hefur þó verið vel gert sem ekki má gleymast. Þjóðkirkjan tók af skarið og samþykkti ný lög sem leggja að jöfnu hjónavígslu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Enda hefur margt Þjóðkirkjufólk barist fyrir þeim sjálfsögðu mannréttindum um árabil. Og Fagráð Þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota hefur brugðist rétt og vel við þeim erfiðu málum sem upp hafa komið og skapað farveg til úrlausnar og eftirvinnslu. Vinna Fagráðsins mun án efa skila sér til framtíðar í bættum starfsháttum innan Þjóðkirkjunnar í málum er tengjast kynferðisbrotum. Þjóðkirkjan vill vera öruggur staður. Alltaf. Fyrir alla. Nú er nýtt ár að runnið upp, árið 2012. Á margan hátt getur það ár orðið ár endurnýjunar og sátta fyrir Þjóðkirkjuna. Á árinu verður kjörinn nýr vígslubiskup á Hólum og nýr biskup Íslands. Nú verður í fyrsta sinn kosið samkvæmt nýjum lögum sem samþykkt voru á síðasta Kirkjuþingi, þar sem vægi leikmanna er aukið í kosningunum og fjöldi kjörmanna aukinn. Áður fengu aðeins prestar, kennarar Guðfræðideildar og örfáir fleiri að kjósa biskup. Nú kjósa, auk þeirra, djáknar, formenn sóknarnefnda um allt land og varaformenn á höfuðborgarsvæðinu. Lýðræðið fer sem sagt vaxandi innan Þjóðkirkjunnar. Það verður spennandi að sjá hvaða áhrif þetta mun hafa, bæði á sjálft kjörið, en einnig á undirbúning þess og aðdraganda. Vonandi er þetta fyrsta skrefið í þá átt að auka lýðræðið í kosningum enn frekar innan Þjóðkirkjunnar, á Kirkjuþing og til embætta innan kirkjunnar. Því skiptir miklu máli að vel takist til. Og að til embætta biskupa veljist einstaklingar sem grípi tækifærið til þess að endurreisa traustið á Þjóðkirkjunni meðal þjóðarinnar í samvinnu og samstarfi við einstaklinga og hópa bæði innan og utan Þjóðkirkjunnar. Við þurfum reyndar öll á því að halda að traustið sé endurreist í íslensku samfélagi, en það fór fyrir lítið í kjölfar hrunsins eins og allir vita. Þjóðkirkjan þarf ekki á biskupum að halda sem setja sig í stellingar embættismanna eða ráðuneytisstjóra. Þjóðkirkjan þarf andlega leiðtoga. Og þjóðin þarf sömuleiðis andlega leiðtoga. Leiðtoga sem geta borið smyrsl á sárin. Leiðtoga sem geta sameinað. Leiðtoga sem geta vakið bæði kirkju og þjóð von í brjósti, von og kjark og samstöðu. Kannski verður það stærsta hlutverk nýrra biskupa Þjóðkirkjunnar árið 2012. Að efla samstöðuna og samheldnina og endurvekja traustið. Þvert á trúarskoðanir og kirkjudeildir. Og að finna sáttarlausnir varðandi spurningar sem lengi hefur verið deilt um. Eins og samband ríkis og kirkju. Og samvinnu Þjóðkirkju og annarra kirkjudeilda, safnaða og lífsskoðunarfélaga. Þetta gera auðvitað engir þrír einstaklingar, það er að segja, þrír biskupar. Við öll sem lifum og hrærumst innan Þjóðkirkjunnar verðum að leggja okkar af mörkum til að af slíkri endurreisn geti orðið. En umfram allt biðjum við Guð að efla Þjóðkirkjuna á komandi árum til að verða farvegur friðar, einingar, trausts og samstöðu meðal þjóðarinnar. Því „Ef Drottinn byggir ekki húsið erfiða smiðirnir til ónýtis". (Sálmur 127.1). Guð gefi okkur öllum gleðilegt nýtt ár.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar