Andstæður mætast í seinni umferðinni 26. maí 2012 05:00 Talning atkvæða var langt komin í gær eftir forsetakosningarnar, sem haldnar voru á miðvikudag og fimmtudag. nordicphotos/AFP Mohammed Morsi, forsetaefni Bræðralags múslima, hafði í gær tryggt sér flest atkvæði í fyrri umferð forsetakosninganna í Egyptalandi. Hann verður því í kjöri í seinni umferð forsetakosninganna, sem haldin verður helgina 16. og 17. júní. Síðdegis í gær var búið að telja mikinn meirihluta atkvæða, en þó var ekki orðið endanlega ljóst hvort Ahmed Shafik eða Hamdeen Sabahi yrði í öðru sæti. Í seinni umferðinni verður kosið á milli þeirra tveggja frambjóðenda, sem flest atkvæði fengu í fyrri umferðinni. Shafik virtist þó ætla að hafa vinninginn, en hann er fulltrúi gömlu valdastéttarinnar. Hann var síðasti forsætisráðherra Hosni Mubaraks forseta, tók við embættinu nokkrum vikum áður en Mubarak hrökklaðist frá völdum snemma á síðasta ári og sat þangað til bráðabirgðastjórn hersins tók við. Sabahi er hins vegar vinstri maður, veraldlega sinnaður og þótti lengi vel eiga litla möguleika á sigri. Bræðralag múslima hefur boðað það að íslömskum lögum verði komið á í landinu. Þetta óttast hófsamari múslimir ekki síður en veraldlega sinnaðir Egyptar, og svo kristni minnihlutinn í landinu. Bræðralag múslima eru voldug samtök íslamista, sem upphaflega voru stofnuð í Egyptalandi árið 1928 en eru nú fjölþjóðleg samtök með öfluga hreyfingu í flestum múslimaríkjum. Þau hafa staðið fyrir hryðjuverkum og voru lengi vel bönnuð í Egyptalandi, en nutu engu að síður mikilla vinsælda, ekki síst vegna linnulausrar baráttu þeirra fyrir réttindum og velferð múslima. Morsi nýtur því verulegs fylgis meðal heittrúaðra múslima en á sér að sama skapi marga andstæðinga. Sömu sögu er að segja af Shafik, sem vissulega hefur tekist að afla sér furðu mikils fylgis en á sér ekki síður harða andstæðinga, ekki síst meðal þeirra sem börðust hvað harðast gegn stjórn Mubaraks á sínum tíma.- gb Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Mohammed Morsi, forsetaefni Bræðralags múslima, hafði í gær tryggt sér flest atkvæði í fyrri umferð forsetakosninganna í Egyptalandi. Hann verður því í kjöri í seinni umferð forsetakosninganna, sem haldin verður helgina 16. og 17. júní. Síðdegis í gær var búið að telja mikinn meirihluta atkvæða, en þó var ekki orðið endanlega ljóst hvort Ahmed Shafik eða Hamdeen Sabahi yrði í öðru sæti. Í seinni umferðinni verður kosið á milli þeirra tveggja frambjóðenda, sem flest atkvæði fengu í fyrri umferðinni. Shafik virtist þó ætla að hafa vinninginn, en hann er fulltrúi gömlu valdastéttarinnar. Hann var síðasti forsætisráðherra Hosni Mubaraks forseta, tók við embættinu nokkrum vikum áður en Mubarak hrökklaðist frá völdum snemma á síðasta ári og sat þangað til bráðabirgðastjórn hersins tók við. Sabahi er hins vegar vinstri maður, veraldlega sinnaður og þótti lengi vel eiga litla möguleika á sigri. Bræðralag múslima hefur boðað það að íslömskum lögum verði komið á í landinu. Þetta óttast hófsamari múslimir ekki síður en veraldlega sinnaðir Egyptar, og svo kristni minnihlutinn í landinu. Bræðralag múslima eru voldug samtök íslamista, sem upphaflega voru stofnuð í Egyptalandi árið 1928 en eru nú fjölþjóðleg samtök með öfluga hreyfingu í flestum múslimaríkjum. Þau hafa staðið fyrir hryðjuverkum og voru lengi vel bönnuð í Egyptalandi, en nutu engu að síður mikilla vinsælda, ekki síst vegna linnulausrar baráttu þeirra fyrir réttindum og velferð múslima. Morsi nýtur því verulegs fylgis meðal heittrúaðra múslima en á sér að sama skapi marga andstæðinga. Sömu sögu er að segja af Shafik, sem vissulega hefur tekist að afla sér furðu mikils fylgis en á sér ekki síður harða andstæðinga, ekki síst meðal þeirra sem börðust hvað harðast gegn stjórn Mubaraks á sínum tíma.- gb
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira