Erlent

Íranar geta sett saman kjarnorkusprengjur

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Íran.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Íran. mynd/AP
Íranar hafa á síðastliðnum fimm árum auðgað það mikið úran að þeir geta nú sett saman um fimm kjarnorkusprengjur.

Þetta er niðurstaða bandarískra sérfræðinga sem hafa unnið úr gögnum sem eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna öfluðu og birtu síðastliðinn föstudag.

Vesturlöndin ásamt Ísrael fylgjast grannt með kjarnorkuáætlun Írana, en forseti landsins vill meina að hún sé ekki ógn við nokkurt ríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×