Erlent

Ætlar að endurvekja egypsku byltinguna

Ahmed Shafiq
Ahmed Shafiq mynd/AP
Fyrrverandi forsætisráðherra Egyptalands, Ahmed Shafiq, sagði í dag að hann muni reyna að endurvekja byltinguna í landinu síðan í fyrra.

Shafiq gegndi embætti í ríkisstjórn Hosni Mubaraks, fyrrverandi forseta Egyptalands.

Shafiq keppist nú um að hreppa forsetastól landsins en svo virðist sem að valið verði milli hans og frambjóðanda Íslamska bræðralagsins, Mohammed Mursi.

Shafiq sagði kjósendum í dag að sameinast bak við sig. Þannig verði hægt að breyta ástandi Egyptalands og sefa þá mikli reiði sem ríkir í landinu.

Seinni umferð forsetakosninga fer fram 16. til 17 júní. Skoðanakannanir benda til að Shafiq beri sigur úr býtum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×