Erlent

Hillary ferðast um Skandínavíu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hillary Clinton verður á ferð um Skandínavíu á næstunni.
Hillary Clinton verður á ferð um Skandínavíu á næstunni. mynd/ afp.
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, verður á ferð um Skandínavíu í næstu viku. Hún ætlar að heimsækja Kaupmannahafnarbúa þann 31. maí næstkomandi og fara þaðan til Svíþjóðar. Eftir það fer hún til Tyrklands.

Bill Clinton var í stuttri heimsókn í Kaupmannahöfn fyrir fáeinum dögum síðan. Þar sat hann fund í Bella Ventret og fór síðan í Tívolí, þar sem hann borðaði með leikaranum Sean Penn.

Hillary ætlar að ræða við helstu stjórnmálamenn í Danmörku og Svíþjóð í heimsóknum sínum þangað, eftir því sem fram kemur á vef danska ríkisútvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×