Innlent

Iceland Express stundvísasta flugfélagið

Af þeim fjögur hundruð og sjö ferðum sem farnar voru til útlanda frá Keflavíkurflugvelli seinni hluta september seinkaði aðeins tuttugu og fjórum. Þetta þýðir að níutíu og sjö prósent brottfara frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði fóru í loftið á réttum tíma.

Þetta kemur fram á vefnum Túristi.is.

Iceland Express stóð sig best en aðeins ein af fjörutíu og þremur brottuförum flugfélagsins seinkaði. Allar þrettán ferðir WOW air voru á tíma. Flugvélar Icelandair voru á réttum tíma í níu af hverjum tíu ferðum.

WOW Air hefur dregið töluvert úr framboði sínu og er nú fjórða umsvifamesta félagið á Keflavíkurflugvelli því SAS flaug daglega til Osló á tímabilinu.

Norwegian, easyJet, Air Greenland og Primera Air héldu einnig úti áætlunarflugi héðan á tímabilinu en í mun minni mæli en þau fjögur sem finna má í stundvísiútreikningum Túrista að þessu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×