Erlent

Blóð Reagans boðið upp

Uppboð þar sem til stendur að selja blóð úr Ronald Reagan fyrrverandi Bandaríkjaforseta hefur sætt mikilli gagnrýni.

Forsvarsmenn stofnunar sem sett var á laggirnar í minningu forsetans segja að um hneyksli sé að ræða en samkvæmt uppboðslýsingu er um blóðsýni að ræða sem tekið var úr forsetanum skömmu eftir að John Hinckley JR reyndi að ráða hann af dögum árið 1981.

Fyrir þá sem hafa áhuga er hæsta boð í blóðið tæpir tíu þúsund dollarar, eða 1,2 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×