Svíar segja að nýtt NATO hafi orðið til 22. maí 2012 07:30 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sækir fund NATO sem haldinn er í Chicago í Bandaríkjunum. Þúsundir efndu til mótmæla nálægt fundarstaðnum. Fréttablaðið/AFP NATO einblínir ekki lengur á eigin varnir, segir forsætisráðherra Svíþjóðar sem situr leiðtogafund samtakanna í Chicago. Tekin var ákvörðun um nýtt eldflaugavarnakerfi Bandaríkjanna í Evrópu. Rússar hafa mótmælt kerfinu. Nýtt NATO er orðið til. Þetta er mat forsætisráðherra Svíþjóðar, Fredriks Reinfeldt, sem setið hefur fund NATO og samstarfsríkja bandalagsins í Chicago í Bandaríkjunum. Í grein í Svenska Dagbladet, sem Carl Bildt utanríkisráðherra Svíþjóðar og Karin Enström varnarmálaráðherra skrifa ásamt Reinfeldt, segjast þau sjá hvernig NATO einblíni ekki lengur á eigin varnir, heldur taki æ oftar þátt í alþjóðlegum friðaraðgerðum. Vegna þessarar nýju stefnu verði samstarfsríkin mikilvægari. Fjallað var sérstaklega um samstarfsríkin á leiðtogafundinum. Svíar, sem voru beðnir um að flytja fyrstu framsöguna á leiðtogafundinum, lögðu á það áherslu að halda yrði áfram alþjóðlegum stuðningi við Afganistan eftir brotthvarf alþjóðlegra hersveita þaðan en heimkvaðning þeirra og fjármögnun öryggissveita Afgana sjálfra var aðalfundarefnið. Ákveðið hafði verið að nær allir erlendu hermennirnir, sem eru 130 þúsund, yrðu farnir frá Afganistan í síðasta lagi fyrir árslok 2014. Slæmur efnahagur heima fyrir og þreyta almennings á stríðsrekstri veldur því hins vegar að mörg lönd vilja flýta heimkvaðningunni. Framkvæmdastjóri NATO, Anders Fogh Rasmussen, lýsti yfir áhyggjum vegna ástandsins í Sýrlandi. Hann sagði NATO fordæma aðgerðir sýrlensku öryggissveitanna og árásir þeirra á almenna borgara. Hins vegar væri hernaðaríhlutun NATO í Sýrlandi ekki á dagskrá. NATO hefur sætt gagnrýni vegna meints afskiptaleysis. Um 50 forsetum, forsætisráðherrum og utanríkisráðherrum var boðið til fundarins í Chicago en fulltrúar Rússlands mættu ekki. Greint var frá því á heimasíðu rússneska forsetans, Vladimirs Pútín, að hann væri upptekinn við stjórnarmyndun. Ákveðið var á NATO-fundinum að hefja vinnu vegna eldflaugavarnakerfis Bandaríkjanna fyrir Evrópu þrátt fyrir mótmæli Rússa. Kerfið verður þar með alþjóðlegt en samningaviðræður um það hafa staðið í mörg ár. Rætt hefur verið um hvar eldflaugarnar eigi að vera og hafa Pólland og Tékkland verið nefnd í því sambandi. Á fréttavef Dagens Nyheter er haft eftir Jan Hellenberg, prófessor við Varnarmálaháskólann í Svíþjóð, að menn óttist nýtt kalt stríð. Rússar séu meðal annars að flytja hersveitir nær landamærunum við Eystrasaltslönd. Bandaríkin munu einnig koma fyrir eldflaugum við austurhluta Miðjarðarhafs til þess að geta varið Ísrael. Á leiðtogafundinum, sem var einn sá stærsti í sögu NATO, var jafnframt ákveðið að kaupa fimm fjarstýrðar flugvélar fyrir lofthelgi Evrópu. Bandaríkin nota slíkar flugvélar einkum í Afganistan og Pakistan. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sækir fund NATO auk Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra og fleiri fulltrúa Íslands. ibs@frettabladid.is Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
NATO einblínir ekki lengur á eigin varnir, segir forsætisráðherra Svíþjóðar sem situr leiðtogafund samtakanna í Chicago. Tekin var ákvörðun um nýtt eldflaugavarnakerfi Bandaríkjanna í Evrópu. Rússar hafa mótmælt kerfinu. Nýtt NATO er orðið til. Þetta er mat forsætisráðherra Svíþjóðar, Fredriks Reinfeldt, sem setið hefur fund NATO og samstarfsríkja bandalagsins í Chicago í Bandaríkjunum. Í grein í Svenska Dagbladet, sem Carl Bildt utanríkisráðherra Svíþjóðar og Karin Enström varnarmálaráðherra skrifa ásamt Reinfeldt, segjast þau sjá hvernig NATO einblíni ekki lengur á eigin varnir, heldur taki æ oftar þátt í alþjóðlegum friðaraðgerðum. Vegna þessarar nýju stefnu verði samstarfsríkin mikilvægari. Fjallað var sérstaklega um samstarfsríkin á leiðtogafundinum. Svíar, sem voru beðnir um að flytja fyrstu framsöguna á leiðtogafundinum, lögðu á það áherslu að halda yrði áfram alþjóðlegum stuðningi við Afganistan eftir brotthvarf alþjóðlegra hersveita þaðan en heimkvaðning þeirra og fjármögnun öryggissveita Afgana sjálfra var aðalfundarefnið. Ákveðið hafði verið að nær allir erlendu hermennirnir, sem eru 130 þúsund, yrðu farnir frá Afganistan í síðasta lagi fyrir árslok 2014. Slæmur efnahagur heima fyrir og þreyta almennings á stríðsrekstri veldur því hins vegar að mörg lönd vilja flýta heimkvaðningunni. Framkvæmdastjóri NATO, Anders Fogh Rasmussen, lýsti yfir áhyggjum vegna ástandsins í Sýrlandi. Hann sagði NATO fordæma aðgerðir sýrlensku öryggissveitanna og árásir þeirra á almenna borgara. Hins vegar væri hernaðaríhlutun NATO í Sýrlandi ekki á dagskrá. NATO hefur sætt gagnrýni vegna meints afskiptaleysis. Um 50 forsetum, forsætisráðherrum og utanríkisráðherrum var boðið til fundarins í Chicago en fulltrúar Rússlands mættu ekki. Greint var frá því á heimasíðu rússneska forsetans, Vladimirs Pútín, að hann væri upptekinn við stjórnarmyndun. Ákveðið var á NATO-fundinum að hefja vinnu vegna eldflaugavarnakerfis Bandaríkjanna fyrir Evrópu þrátt fyrir mótmæli Rússa. Kerfið verður þar með alþjóðlegt en samningaviðræður um það hafa staðið í mörg ár. Rætt hefur verið um hvar eldflaugarnar eigi að vera og hafa Pólland og Tékkland verið nefnd í því sambandi. Á fréttavef Dagens Nyheter er haft eftir Jan Hellenberg, prófessor við Varnarmálaháskólann í Svíþjóð, að menn óttist nýtt kalt stríð. Rússar séu meðal annars að flytja hersveitir nær landamærunum við Eystrasaltslönd. Bandaríkin munu einnig koma fyrir eldflaugum við austurhluta Miðjarðarhafs til þess að geta varið Ísrael. Á leiðtogafundinum, sem var einn sá stærsti í sögu NATO, var jafnframt ákveðið að kaupa fimm fjarstýrðar flugvélar fyrir lofthelgi Evrópu. Bandaríkin nota slíkar flugvélar einkum í Afganistan og Pakistan. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sækir fund NATO auk Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra og fleiri fulltrúa Íslands. ibs@frettabladid.is
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira