Erlent

Uppgjafahermenn mótmæltu stríðsrekstri

Mennirnir mótmæltur stríðsrekstri í Írak og Afganistan.
Mennirnir mótmæltur stríðsrekstri í Írak og Afganistan. mynd/AFP
Um 50 bandarískir uppgjafahermenn fleygðu heiðursorðum sínum í götuna í Chicago í gær. Mennirnir mótmæltu fyrir utan fundarstað Atlantshafsbandalagsins sem nú kemur saman í borginni.

Mennirnir mótmæltu stríðsrekstri Bandaríkjanna og NATO í Írak og Afganistan en mennirnir höfðu flestir gegnt herþjónustu í löndunum.

Samkvæmt fréttaveitunni Reuters voru mennirnir klæddir einkennisbúningum sínum. Þá felldu margir tár þegar þeir útskýrðu hvers vegna þeir gripu til þessa örþrifaráðs.

Frá mótmælafundinum í gær.mynd/AFP
„Orðurnar voru veittar fyrir hetjudáðir okkar," sagði Zach LaPorte en hann gegndi herþjónustu í Írak árin 2005 og 2006. „Mér líður ekki eins og hetju. Ég á þær ekki skilið. Ég var vitni að því þegar óbreyttir borgarar voru drepnir, aðrir voru handteknir af hermönnum sem voru í landinu í leyfisleysi."

LaPorte fagnaði því að yfirvöld í Bandaríkjunum hefðu kvatt hermenn sína úr Írak. Hann var þó efins um að NATO ætti eftir að kalla herafla sinn frá Afganistan á næstunni.

Mennirnir höfðu óskað eftir því að fá að afhenda talsmanni NATO orðurnar. Ósk þeirra var hins vegar hafnað.

Þeir ákváðu því að fleygja orðunum í átt að fundarstað Atlantshafsbandalagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×