Byggðaþróun og samgöngustefna Hjálmar Sveinsson skrifar 11. janúar 2012 06:00 Guðjón Baldursson læknir skrifaði tvær greinar milli jóla og nýárs í Fréttblaðið þar sem hann kallaði fyrirhugaða byggingu nýs spítala á Landspítalalóðinni við Hringbraut „stórslys 21. aldarinnar“. Það er ekki mitt að skipta mér af stílbrögðum annarra. En ég sé ekki betur en að Guðjón gefi sér forsendur, hvað varðar byggðaþróun og samgöngustefnu, sem ekki eiga sér stoð í veruleikanum og dragi af þeim stóryrtar ályktanir. Guðjón er ekki hrifinn af staðarvalinu, og hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða samgöngustefnu nýja spítalans. Sú stefna gerir kröfu um að þeim starfsmönnum spítalans sem koma gangandi, hjólandi eða með almenningssamgöngum fari fjölgandi en þeim sem koma einir á einkabílum fækki. Umhverfis- og samgönguráð og skipulagsráð borgarinnar hafa lagt áherslu á að þessi stóri vinnustaður taki upp vistvæna samgöngustefnu. Guðjón spyr vantrúaður hvort vænta megi „byltingar í ferðamáta Íslendinga“ og hvort menn muni fara hér „hjólandi í öllum veðrum“? Guðjón fullyrðir að vegalengd milli heimilis og vinnustaðar muni aukast á næstum árum sem þýði að starfsfólk spítalans muni búa æ dreifðar í borginni. Byggðaþróunin, segir Guðjón, leiðir „augljóslega“ til að þess að borgin byggist í austur og norður. Það muni á endanum leiða til þess að Hringbrautin verði jaðarsvæði. Fullyrðing Guðjóns kann að vera nærtæk ef horft er til byggðaþróunar síðustu áratuga en hún er engu að síður röng. Í drögum að endurskoðuðu aðalskipulagi borgarinnar, sú endurskoðun hófst fyrir nokkrum misserum, er gert ráð fyrir að borgin hætti að þenjast út og vaxi þess í stað öll inn á við. Gert er ráð fyrir byggingu 14.500 íbúða til ársins 2030, þar af tæplega 12 þúsund í Vatnsmýri, við Mýrargötusvæði og í miðborg og inn við Elliðaárósa. Með öðrum orðum sagt: Það verða engin ný úthverfi skipulögð eða byggð í Reykjavík næstu áratugina. Við eigum nú þegar mikið af ágætum úthverfum. En síhækkandi bensínverð og gríðarlegur samfélagslegur kostnaður sem hlýst af dreifðri og gisinni byggð er þegar farinn að skapa mikla eftirspurn eftir íbúðum sem eru miðsvæðis í þéttri byggð. Byggðaþróunin verður sú að fjarlægðin milli heimilis og vinnustaðar minnkar frá því sem nú er. Hringbrautin er og verður þungamiðja í borginni. Raunar er það svo nú þegar að helmingurinn af starfsfólki Landspítalans býr í hjólafjarlægð (innan við 14 mínútur á hjóli) frá Landspítalanum og fjórðungur er innan við 14 mínútur á tveimur jafnfljótum. Því yrði ekki til að dreifa ef spítalinn yrði byggður í Keldnaholti eða við Vífilsstaði. Þangað þyrfti næstum hver einasti starfsmaður að koma á bíl. Starfsmennirnir munu vera um 4.500 Samkvæmt ítarlegri ferðavenjukönnun meðal starfsmanna Landspítalans sem gerð var í október og nóvember síðastliðnum finnst 87% starfsfólksins auðvelt að komast til og frá vinnu. 73% starfsmanna koma ein á bíl en þeir voru um 80% árið 2008. Um 60% starfsmanna geta hugsað sér að nota annan samgöngumáta, svo sem hjól, strætó eða vera fótgangandi. Þetta eru merkilegar tölur. Ég tel að sú samgöngustefna sem er verið að móta fyrir nýja Landspítalann svari kalli tímans og komi til móts við óskir 60% starfsmanna sem geta hugsað sér aðra samgöngumáta en að vera alltaf á sínum einkabíl. Ef borgaryfirvöld nýta ekki þetta tækifæri til að setja fram kröfur um vistvæna samgöngustefnu, verða öll orð um vistvænt skipulag i Reykjavík hjómið eitt. Ég minni líka á, að gefnu tilefni, að æ fleiri sérfræðingar á sviði lýðheilsu vekja athygli á því að vel skipulagt borgarumhverfi, aukin hreyfing og vistvænn ferðamáti bæta lýðheilsu. Það er því til mikils að vinna þegar samgöngustefna stærsta fyrirtækisins í borginni er mótuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Guðjón Baldursson læknir skrifaði tvær greinar milli jóla og nýárs í Fréttblaðið þar sem hann kallaði fyrirhugaða byggingu nýs spítala á Landspítalalóðinni við Hringbraut „stórslys 21. aldarinnar“. Það er ekki mitt að skipta mér af stílbrögðum annarra. En ég sé ekki betur en að Guðjón gefi sér forsendur, hvað varðar byggðaþróun og samgöngustefnu, sem ekki eiga sér stoð í veruleikanum og dragi af þeim stóryrtar ályktanir. Guðjón er ekki hrifinn af staðarvalinu, og hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða samgöngustefnu nýja spítalans. Sú stefna gerir kröfu um að þeim starfsmönnum spítalans sem koma gangandi, hjólandi eða með almenningssamgöngum fari fjölgandi en þeim sem koma einir á einkabílum fækki. Umhverfis- og samgönguráð og skipulagsráð borgarinnar hafa lagt áherslu á að þessi stóri vinnustaður taki upp vistvæna samgöngustefnu. Guðjón spyr vantrúaður hvort vænta megi „byltingar í ferðamáta Íslendinga“ og hvort menn muni fara hér „hjólandi í öllum veðrum“? Guðjón fullyrðir að vegalengd milli heimilis og vinnustaðar muni aukast á næstum árum sem þýði að starfsfólk spítalans muni búa æ dreifðar í borginni. Byggðaþróunin, segir Guðjón, leiðir „augljóslega“ til að þess að borgin byggist í austur og norður. Það muni á endanum leiða til þess að Hringbrautin verði jaðarsvæði. Fullyrðing Guðjóns kann að vera nærtæk ef horft er til byggðaþróunar síðustu áratuga en hún er engu að síður röng. Í drögum að endurskoðuðu aðalskipulagi borgarinnar, sú endurskoðun hófst fyrir nokkrum misserum, er gert ráð fyrir að borgin hætti að þenjast út og vaxi þess í stað öll inn á við. Gert er ráð fyrir byggingu 14.500 íbúða til ársins 2030, þar af tæplega 12 þúsund í Vatnsmýri, við Mýrargötusvæði og í miðborg og inn við Elliðaárósa. Með öðrum orðum sagt: Það verða engin ný úthverfi skipulögð eða byggð í Reykjavík næstu áratugina. Við eigum nú þegar mikið af ágætum úthverfum. En síhækkandi bensínverð og gríðarlegur samfélagslegur kostnaður sem hlýst af dreifðri og gisinni byggð er þegar farinn að skapa mikla eftirspurn eftir íbúðum sem eru miðsvæðis í þéttri byggð. Byggðaþróunin verður sú að fjarlægðin milli heimilis og vinnustaðar minnkar frá því sem nú er. Hringbrautin er og verður þungamiðja í borginni. Raunar er það svo nú þegar að helmingurinn af starfsfólki Landspítalans býr í hjólafjarlægð (innan við 14 mínútur á hjóli) frá Landspítalanum og fjórðungur er innan við 14 mínútur á tveimur jafnfljótum. Því yrði ekki til að dreifa ef spítalinn yrði byggður í Keldnaholti eða við Vífilsstaði. Þangað þyrfti næstum hver einasti starfsmaður að koma á bíl. Starfsmennirnir munu vera um 4.500 Samkvæmt ítarlegri ferðavenjukönnun meðal starfsmanna Landspítalans sem gerð var í október og nóvember síðastliðnum finnst 87% starfsfólksins auðvelt að komast til og frá vinnu. 73% starfsmanna koma ein á bíl en þeir voru um 80% árið 2008. Um 60% starfsmanna geta hugsað sér að nota annan samgöngumáta, svo sem hjól, strætó eða vera fótgangandi. Þetta eru merkilegar tölur. Ég tel að sú samgöngustefna sem er verið að móta fyrir nýja Landspítalann svari kalli tímans og komi til móts við óskir 60% starfsmanna sem geta hugsað sér aðra samgöngumáta en að vera alltaf á sínum einkabíl. Ef borgaryfirvöld nýta ekki þetta tækifæri til að setja fram kröfur um vistvæna samgöngustefnu, verða öll orð um vistvænt skipulag i Reykjavík hjómið eitt. Ég minni líka á, að gefnu tilefni, að æ fleiri sérfræðingar á sviði lýðheilsu vekja athygli á því að vel skipulagt borgarumhverfi, aukin hreyfing og vistvænn ferðamáti bæta lýðheilsu. Það er því til mikils að vinna þegar samgöngustefna stærsta fyrirtækisins í borginni er mótuð.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar