Axel í 8. sæti og jafnaði met Ólafs: Ekki hægt annað en að vera sáttur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2012 19:22 Axel Bóasson var sáttur í mótslok. Mynd/Golfsamband Íslands Axel Bóasson, 22 ára kylfingur úr Keili, varð í 8. til 12. sæti á Evrópumóti áhugamanna í golfi sem lauk á Írlandi í dag. Evrópumótið er eitt sterkasta áhugamannamót sem fram fer á hverju ári og þetta er frábær árangur hjá stráknum. Axel lék hringina fjóra á 283 höggum eða fimm höggum undir pari en hann endaði sex höggum á eftir sigurvegaranum sem var Rhys Pugh frá Wales. Axel var einn af fimm kylfingum sem lék á fimm höggum undir pari en hann lék best af þessum kylfingum á lokadeginum eða á tveimur höggum undir pari. Aðstæður voru býsna erfiðar i dag, um sjö metra vindur á sekúndu og reyndist það flestum keppendum erfitt. Meðalskorið var mun hærra i dag sem gerir árangur Axels enn glæsilegri. Axel jafnaði með þessu besta árangur Íslendings i mótinu, en Ólafur Mar Sigurðsson hafnaði einnig i 8. sæti árið 2002. „Ég er bara mjög sáttur með þetta enda ekki annað hægt. Ég lagði upp með það að reyna að komast í gegnum niðurskurðinn, vinna í mínum hlutum og spila rólegt golf. Andlegi þátturinn var líka sterkur í þessu," sagði Axel í viðtali við Ásgeir Erlendsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Árangurinn í dag og mótið í heildina var framar öllum væntingum. Ég ætlaði bara að vera rólegur og njóta þess að spila," sagði Axel. „Lykilatriði númer eitt, tvo og þrjú var að vera slakur og treysta því sem ég var að gera. Sjálfstraustið hjá mér var síðan orðið gríðarlegt á flötunum," sagði Axel. „Ég var smá smeykur um að ég myndi bara sætta mig við það að vera kominn í gegnum niðurskurðinn í staðinn fyrir að halda áfram. Ég var því sáttur með að ná að halda áfram," sagði Axel. Golf Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sport Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Axel Bóasson, 22 ára kylfingur úr Keili, varð í 8. til 12. sæti á Evrópumóti áhugamanna í golfi sem lauk á Írlandi í dag. Evrópumótið er eitt sterkasta áhugamannamót sem fram fer á hverju ári og þetta er frábær árangur hjá stráknum. Axel lék hringina fjóra á 283 höggum eða fimm höggum undir pari en hann endaði sex höggum á eftir sigurvegaranum sem var Rhys Pugh frá Wales. Axel var einn af fimm kylfingum sem lék á fimm höggum undir pari en hann lék best af þessum kylfingum á lokadeginum eða á tveimur höggum undir pari. Aðstæður voru býsna erfiðar i dag, um sjö metra vindur á sekúndu og reyndist það flestum keppendum erfitt. Meðalskorið var mun hærra i dag sem gerir árangur Axels enn glæsilegri. Axel jafnaði með þessu besta árangur Íslendings i mótinu, en Ólafur Mar Sigurðsson hafnaði einnig i 8. sæti árið 2002. „Ég er bara mjög sáttur með þetta enda ekki annað hægt. Ég lagði upp með það að reyna að komast í gegnum niðurskurðinn, vinna í mínum hlutum og spila rólegt golf. Andlegi þátturinn var líka sterkur í þessu," sagði Axel í viðtali við Ásgeir Erlendsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Árangurinn í dag og mótið í heildina var framar öllum væntingum. Ég ætlaði bara að vera rólegur og njóta þess að spila," sagði Axel. „Lykilatriði númer eitt, tvo og þrjú var að vera slakur og treysta því sem ég var að gera. Sjálfstraustið hjá mér var síðan orðið gríðarlegt á flötunum," sagði Axel. „Ég var smá smeykur um að ég myndi bara sætta mig við það að vera kominn í gegnum niðurskurðinn í staðinn fyrir að halda áfram. Ég var því sáttur með að ná að halda áfram," sagði Axel.
Golf Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sport Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira