„Af-því-bara“ Ingunn Snædal skrifar 17. september 2012 06:00 Þegar ég var lítil stúlka á Jökuldalnum hafði ég aldrei séð neinn af öðrum kynþætti en ég var sjálf. Ég gekk í skóla með frændum mínum og frænkum, við áttum sama bakgrunn, sömu menningu, sömu hefðir, sömu sögu. Útlönd voru langt í burtu og allt öðruvísi. Við lærðum um börn í Tansaníu í litríkum samfélagsfræðibókum, þau voru álíka framandi og verur frá öðrum hnöttum. Engu að síður var ég alin upp við þá hugmynd að allt fólk væri jafn dýrmætt. Allir ættu rétt. Þrjátíu árum síðar hefur orðið alger umbylting í heiminum. Tengsl milli þjóða verða sífellt nánari, landamæri mást út með auknum samskiptum, viðskiptum, netvæðingu og ferðalögum. Svöngu börnin í Afríku eru komin miklu nær en áður. Ég get horft á þau upplifa náttúruhörmungar í beinni útsendingu með vefmyndavél. Hinn himinhrópandi munur á lífskjörum jarðarbúa hefur aldrei verið jafn áþreifanlegur. Við Vestur-Evrópubúar erum algert forréttindafólk. Vegna þess að við fæddumst hér höfum við aðgang að fyrsta flokks menntakerfi, heilbrigðiskerfi, hreinu vatni og gnægðum matvæla. Alltof miklum matvælum ef út í það er farið. Við höfum ekki gert neitt til að verðskulda þetta, svona er þetta bara. Aðrir eru ekki jafn lánsamir. Ég nem staðar á götu ef ég sé grátandi barn, og spyr það hvað ami að, reyni að greiða úr fyrir því. Það er skylda mín sem manneskju að láta mig heill og hamingju annarra varða. En börnin sem eru hjálpar þurfi verða ekki öll á vegi mínum dagsdaglega. Þau sem ég sé ekki eru samt alveg jafn mikilvæg. Þau þurfa jafnvel meira á hjálp að halda. Við sem búum við forréttindin, sem við fengum ?af-því-bara?, erum best í stakk búin til að hjálpa öðrum. Við erum rík, við erum heilbrigð, við erum aflögufær. Þegar upp er staðið er það merkilegasta af öllu að láta gott af sér leiða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Þegar ég var lítil stúlka á Jökuldalnum hafði ég aldrei séð neinn af öðrum kynþætti en ég var sjálf. Ég gekk í skóla með frændum mínum og frænkum, við áttum sama bakgrunn, sömu menningu, sömu hefðir, sömu sögu. Útlönd voru langt í burtu og allt öðruvísi. Við lærðum um börn í Tansaníu í litríkum samfélagsfræðibókum, þau voru álíka framandi og verur frá öðrum hnöttum. Engu að síður var ég alin upp við þá hugmynd að allt fólk væri jafn dýrmætt. Allir ættu rétt. Þrjátíu árum síðar hefur orðið alger umbylting í heiminum. Tengsl milli þjóða verða sífellt nánari, landamæri mást út með auknum samskiptum, viðskiptum, netvæðingu og ferðalögum. Svöngu börnin í Afríku eru komin miklu nær en áður. Ég get horft á þau upplifa náttúruhörmungar í beinni útsendingu með vefmyndavél. Hinn himinhrópandi munur á lífskjörum jarðarbúa hefur aldrei verið jafn áþreifanlegur. Við Vestur-Evrópubúar erum algert forréttindafólk. Vegna þess að við fæddumst hér höfum við aðgang að fyrsta flokks menntakerfi, heilbrigðiskerfi, hreinu vatni og gnægðum matvæla. Alltof miklum matvælum ef út í það er farið. Við höfum ekki gert neitt til að verðskulda þetta, svona er þetta bara. Aðrir eru ekki jafn lánsamir. Ég nem staðar á götu ef ég sé grátandi barn, og spyr það hvað ami að, reyni að greiða úr fyrir því. Það er skylda mín sem manneskju að láta mig heill og hamingju annarra varða. En börnin sem eru hjálpar þurfi verða ekki öll á vegi mínum dagsdaglega. Þau sem ég sé ekki eru samt alveg jafn mikilvæg. Þau þurfa jafnvel meira á hjálp að halda. Við sem búum við forréttindin, sem við fengum ?af-því-bara?, erum best í stakk búin til að hjálpa öðrum. Við erum rík, við erum heilbrigð, við erum aflögufær. Þegar upp er staðið er það merkilegasta af öllu að láta gott af sér leiða.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun