Söngkonan Britney Spears yrði frábær dómari í X-Factor að mati Sinittu sem er sérfræðingur í þáttunum og hefur unnið með dómaranum Simon Cowell að bresku útgáfunni. Viðræður hafa staðið yfir við Spears um að hún taki að sér dómarahlutverk í þáttunum en þær Paula Abdul og Nicole Scherzinger eru báðar horfnar á braut.
„Whitney Houston hefði orðið stórkostlegur dómari en núna veðja ég á Britney. Hún hefur átt fjöldann allan af smellum og þekkir tónlistarbransann eins og lófann á sér," sagði hún í viðtali við tímaritið Closer.
Yrði frábær dómari
