Bless, Jakobína Sighvatur Björgvinsson skrifar 15. febrúar 2012 06:00 Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, doktorsnemi í menntunarfræðum, sendir mér kveðju sína í Fréttablaðinu þann 9. febrúar. Í greininni segir hún, að „þekking á málefnum uppeldis og menntunar sé lokuð inni í fílabeinsturnum menntaelítunnar“. Stöku sinnum „geysist hins vegar fram á völlinn leikmenn eins og veðurfræðingar og gamlir stjórnmálamenn með illa ígrundaðar fullyrðingar“. Doktorsnemanum þykir sem sé ekki við hæfi að fólk eins og veðurfræðingar og gamlir stjórnmálamenn tjái sig um menntunarmál. Auk þess segir hún að ég sé hvergi nærri nógu menntaður til þess að geta haft á þeim markverða skoðun. Svona er víst talað úr fílabeinsturnunum. En hvers eiga veðurfræðingar að gjalda? Samt segir doktorsneminn: „Vissulega er það áhyggjuefni að 25% drengja geti ekki lesið sér til skilnings“. Hún nefnir hins vegar ekki með einu orði hvað beri að gera til þess að ráða bót á því. Þó hún vilji helst meina mér það get ég þó ekki látið hjá líða að nefna aftur hann pabba minn. Hefði Jakobína Ingunn Ólafsdóttir verið kennari hjá honum og ekki náð meiri árangri með bekkinn sinn eftir tíu ára starf en svo að fjórði hver drengur í bekknum hefði ekki getað lesið sér til skilnings hefði hann pabbi minn ekki endurráðið hana til kennslu barna vestur á Ísafirði. Það hefði svo sem verið í lagi. Hún hefði þá bara getað farið í doktorsnám í menntunarfræðum. Í lokin ræðir doktorsneminn um grunnskólann á síðustu öld. Hún segir: „Eflaust má gera því skóna að hversu vel heppnuð þöggunin var í fyrirhrunssamfélaginu megi rekja til afleits uppeldis í grunnskólum á síðustu öld.“ Nú sé ég ekki betur af myndinni, sem greininni fylgdi, en að doktorsneminn hafi – rétt eins og ég – hlotið sitt uppeldi í grunnskólum síðustu aldar. Ég er nú þokkalega ánægður með það grunnskólauppeldi sem ég hlaut. Doktorsneminn telur sig hins vegar hafa hlotið þar afleitt uppeldi. Mikið er það nú leiðinlegt. En fólk ber víst uppeldisins merki. Svo er sagt. Við náum því örugglega ekki saman – enda sitt hvorum megin veggjar fílabeinsturnsins. Bless, Jakobína. Farnist þér vel í þínu námi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, doktorsnemi í menntunarfræðum, sendir mér kveðju sína í Fréttablaðinu þann 9. febrúar. Í greininni segir hún, að „þekking á málefnum uppeldis og menntunar sé lokuð inni í fílabeinsturnum menntaelítunnar“. Stöku sinnum „geysist hins vegar fram á völlinn leikmenn eins og veðurfræðingar og gamlir stjórnmálamenn með illa ígrundaðar fullyrðingar“. Doktorsnemanum þykir sem sé ekki við hæfi að fólk eins og veðurfræðingar og gamlir stjórnmálamenn tjái sig um menntunarmál. Auk þess segir hún að ég sé hvergi nærri nógu menntaður til þess að geta haft á þeim markverða skoðun. Svona er víst talað úr fílabeinsturnunum. En hvers eiga veðurfræðingar að gjalda? Samt segir doktorsneminn: „Vissulega er það áhyggjuefni að 25% drengja geti ekki lesið sér til skilnings“. Hún nefnir hins vegar ekki með einu orði hvað beri að gera til þess að ráða bót á því. Þó hún vilji helst meina mér það get ég þó ekki látið hjá líða að nefna aftur hann pabba minn. Hefði Jakobína Ingunn Ólafsdóttir verið kennari hjá honum og ekki náð meiri árangri með bekkinn sinn eftir tíu ára starf en svo að fjórði hver drengur í bekknum hefði ekki getað lesið sér til skilnings hefði hann pabbi minn ekki endurráðið hana til kennslu barna vestur á Ísafirði. Það hefði svo sem verið í lagi. Hún hefði þá bara getað farið í doktorsnám í menntunarfræðum. Í lokin ræðir doktorsneminn um grunnskólann á síðustu öld. Hún segir: „Eflaust má gera því skóna að hversu vel heppnuð þöggunin var í fyrirhrunssamfélaginu megi rekja til afleits uppeldis í grunnskólum á síðustu öld.“ Nú sé ég ekki betur af myndinni, sem greininni fylgdi, en að doktorsneminn hafi – rétt eins og ég – hlotið sitt uppeldi í grunnskólum síðustu aldar. Ég er nú þokkalega ánægður með það grunnskólauppeldi sem ég hlaut. Doktorsneminn telur sig hins vegar hafa hlotið þar afleitt uppeldi. Mikið er það nú leiðinlegt. En fólk ber víst uppeldisins merki. Svo er sagt. Við náum því örugglega ekki saman – enda sitt hvorum megin veggjar fílabeinsturnsins. Bless, Jakobína. Farnist þér vel í þínu námi.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun