
Sæll Sighvatur Björgvinsson
Vissulega er það áhyggjuefni að Ísland er með langmesta brottfall úr námi á Norðurlöndum. Og vissulega er það áhyggjuefni að 25% drengja geti ekki lesið sér til skilnings. Skýringuna er þó vart að finna í því að prestar fái ekki að hlýða börnum yfir faðirvorið í skólum.
Það er táknrænt fyrir samtímann að þekking á málefnum uppeldis og menntunar sé lokuð inni í fílabeinsturnum menntaelítunnar, en leikmenn eins og veðurfræðingar og gamlir stjórnmálamenn þeysist fram á völlinn með illa ígrundaðar fullyrðingar um ástæður fyrir vandamálum sem varða menntun barna.
Nokkrar doktorsrannsóknir hafa verið gerðar á íslenska grunnskólanum og vil ég benda þér á að lesa t.d. doktorsritgerðir Þorsteins Gunnarssonar, Gunnars Finnbogasonar eða Rúnars Sigþórssonar sem gera þessu málefni ágætis skil.
Góður skilningur og umbætur á íslenska grunnskólakerfinu verða ekki til með því að hlusta á kerlingabækur um menntun og uppeldi. Foreldrar og nemendur eru mikilvægir samstarfsaðilar grunnskólans og hafa töluverð áhrif á árangur. Það er því mikilvægt að auka skilning þessara aðila á mikilvægum þáttum uppeldis og menntunar. Þann skilning þarf að sækja í fræðin, í reynslu þeirra skóla sem sýna góðan árangur og taka mið af samfélagsgerð.
Við þurfum að spyrja hvað unglingar þurfa að kunna og geta eftir tíu ára setu í grunnskólum. Vissulega er það ekki að lepja upp gagnrýnislaust texta sem þeim er settur fyrir eða góða þjálfun í að þegja í fimm tíma á dag.
Það sem einkenndi íslenska umræðu fyrir bankahrunið var gegndarlaus áróður, skortur á gagnrýni og meðvirkni. Eflaust má gera því skóna að hversu vel heppnuð þöggunin var í fyrirhrunssamfélaginu megi rekja til afleits uppeldis í grunnskólum á síðustu öld.
Menningin í grunnskólum er afrakstur af aldargamalli stofnanavæðingu en aðilar eins og menntasvið Háskóla Íslands og fræðsluyfirvöld hafa vilja til þess að færa grunnskólann í nútímahorf. Það er þó ekki auðvelt verkefni vegna innbyggðs mótþróa og tilhneigingu stofnana til þess að vernda gamlar venjur og starfshætti fyrir óróa umhverfisins.
Tengdar fréttir

Að fermast upp á Faðirvorið
Þær fréttir berast úr íslenska grunnskólakerfinu að fjórði hver drengur sem útskrifast geti ekki lesið sér til skilnings. Sé ólæs. Árleg útgjöld samfélagsins vegna náms í grunnskóla nema að því sagt er 1,3 milljónum á hvert grunnskólabarn. Eftir 10 ára nám í grunnskóla er samfélagið sem sé búið að verja 13 milljónum króna til kennslu hvers grunnskólabarns. Og fjórði hver drengur kann ekki að lesa!
Skoðun

VR til forystu
Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar

Kvíði sem heltekur börn
Anna Steinsen skrifar

Tökum pláss og verum breytingin
Bjarklind Björk Gunnarsdóttir skrifar

Hvar eru brýrnar á evruseðlunum?
Björn Berg Gunnarsson skrifar

Áslaug Arna skriplar á skötu - eins og Hanna Birna forðum
Einar A. Brynjólfsson skrifar

Þeir einir míga tvisvar í sama skóinn, sem þykir gott að vera blautir í fæturna
Kári Stefánsson skrifar

Manneskjur en ekki vinnuafl
Drífa Snædal skrifar

Um manninn og fleiri dýr
Heiða Björk Sturludóttir skrifar

Sóknarfæri Pírata
Magnús D. Norðdahl skrifar

Barnalega bjartsýn
Vala Rún Magnúsdóttir skrifar

Ungt fólk er ungu fólki best
Una Hildardóttir,Geir Finnsson skrifar

Einstakt mál eða einstök mál?
Olga Margrét Cilia skrifar

Ungfrú Ísland
Hanna Katrín Friðriksson,Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Leysum nýjan vanda með nýjum lausnum
Kolbeinn Óttarsson Proppé ,Jónína Riedel skrifar

Ný sóknarfæri opnast með störfum án staðsetningar
Jón Björn Hákonarson skrifar