Takk, Jóhannes Sighvatur Björgvinsson skrifar 24. maí 2012 06:00 Ég þakka Jóhannesi Gunnarssyni lækni kærlega fyrir svar hans við grein minni um Landspítalann/háskólasjúkrahús, en svar Jóhannesar birtist í Fréttablaðinu sl. miðvikudag. Í grein sinni svarar Jóhannes ekki mörgum spurninga minna – og þó. Sum svör má lesa á milli lína. Ég tel því rétt að orða málin með enn einfaldari hætti: 1. Heilbrigðisþjónusta er dýr. Spítalaþjónusta er dýrust þeirra allra. 2. Þegar reisa á byggingar utan um slíka þjónustu er bráðnauðsynlegt að byrja á því að skilgreina vel og nákvæmlega hvaða þjónustu á að veita, hvað til hennar þarf af húsnæði, sérmenntuðu starfsliði, tækjum og búnaði. Hvað það kostar að kaupa og hvað það kostar að reka. Ég spyr: Hefur þetta verið gert hvað varðar byggingaáform Lsp? Ef svo er hvar er það að finna?Háskólasjúkrahús? Landspítalinn er ekki sjúkrahús af því tagi, sem kallað er háskólasjúkrahús í lögunum um heilbrigðisþjónustu frá 2007. Hann sinnir ekki allri sérfræðiþjónustu á sviði læknisfræði og hjúkrunarfræða og hann sér ekki heldur um framhaldsmenntun sérfræðinga í flestum eða öllum þessum greinum. Því spyr ég: Eru áformin aðeins þau að byggja nýtt yfir þá þjónustu og þau verkefni, sem Lsp sinnir nú eða er ætlunin að byggja yfir miklu víðtækari sérfræði- og kennsluþjónustu – og þá hvaða? Forystumenn Lsp hljóta að vita þetta. Ef sú er ætlunin þá hljóta að liggja fyrir áform um tæki og búnað, um mannafla og um rekstrarfjárþörf.Hvað um þau hin? Þá má lesa það á milli línanna hjá Jóhannesi, að byggingaáformum hins nýja Lsp fylgi áætlanir um að hætta að mestu núverandi spítalarekstri nema á Akureyri – þ.e. þá rekstri sjúkrahúsanna í Vestmannaeyjum, á Selfossi, á Akranesi, í Stykkishólmi, á Ísafirði, á Blönduósi, á Sauðárkróki, á Húsavík og í Neskaupstað. Í grein minni gat ég mér þess raunar til að þau áform hljóti að búa að baki hinum stórhuga byggingaáformum Lsp manna. Sé svo, þá á umræða um það að fá að eiga sér stað þannig að færð séu fram rök og gagnrök og fólk viti hvernig mál séu í pottinn búin en uppgötvi það ekki eftir á. Hvers vegna má ekki opna þá umræðu. Eru menn hræddir – og þá við hvað? Mér dettur ekki í hug að snúa svo út úr grein Jóhannesar að með henni sé hann að gefa til kynna að rífa eigi þessar byggingar. Því fer fjarri. Leggist sjúkrahúsaþjónusta niður á þessum stöðum þá henta byggingarnar prýðilega fyrir aðra heilbrigðisþjónustu – t.d. hjúkrunarþjónustu. En hví þá að vera að leggja upp með dýrar og umfangsmiklar áætlanir um byggingu nýrra hjúkrunarheimila ef það hlutverk er ætlað Borgarspítalanum og sjúkrahúsunum í Vestmannaeyjum, á Selfossi, á Akranesi, í Stykkishólmi, á Ísafirði, á Blönduósi, á Sauðárkróki, á Húsavík og í Neskaupstað. Hvað annað sér Jóhannes vera hlutverk þeirra? Heilbrigðisþjónusta er mikilvægasta þjónusta sem samfélag okkar veitir. Hún varðar líf og heilsu okkar allra. Því legg ég til að Lsp, ráðuneytið og heilbrigðisdeildir háskólanna efni til umræðuþings um heilbrigðismál þar sem áform um uppbyggingu og breytingu þjónustunnar eru skoðuð og rædd þannig að línur verði lagðar sem séu skýrar og öllum ljósar. Auðvitað verður um það deilt en engum á að geta hugnast að óttinn við umræðuna sé slíkur að hana beri umfram allt að forðast. Það væri líkt og að verða hræddur við sína eigin spegilmynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Tengdar fréttir Öflugt sjúkrahús - kjarni málsins Um þessar mundir er í nágrannalöndum Íslands víða verið að rífa sjúkrahúsbyggingar sem ekki eru nema örfárra áratuga gamlar. Nýbyggingar eru reistar til þess að mæta þörfum sem stórstígar breytingar á starfsemi sjúkrahúsa gera kröfu um eigi þjónusta við sjúklinga áfram að vera í takti við nútímann. 23. maí 2012 06:00 Nýja háskólasjúkrahúsið – kjarni málsins Umræðan um risabyggingu nýs spítala í miðbæ Reykjavíkur er hafin. Halldór Laxness orðaði umræðuhefð Íslendinga á þá leið, að þeir deildu helst um tittlingaskít og aukaatriði en setti gjarna hljóða þegar komið væri að kjarna máls. Og hver er kjarni málsins? 21. maí 2012 06:00 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ég þakka Jóhannesi Gunnarssyni lækni kærlega fyrir svar hans við grein minni um Landspítalann/háskólasjúkrahús, en svar Jóhannesar birtist í Fréttablaðinu sl. miðvikudag. Í grein sinni svarar Jóhannes ekki mörgum spurninga minna – og þó. Sum svör má lesa á milli lína. Ég tel því rétt að orða málin með enn einfaldari hætti: 1. Heilbrigðisþjónusta er dýr. Spítalaþjónusta er dýrust þeirra allra. 2. Þegar reisa á byggingar utan um slíka þjónustu er bráðnauðsynlegt að byrja á því að skilgreina vel og nákvæmlega hvaða þjónustu á að veita, hvað til hennar þarf af húsnæði, sérmenntuðu starfsliði, tækjum og búnaði. Hvað það kostar að kaupa og hvað það kostar að reka. Ég spyr: Hefur þetta verið gert hvað varðar byggingaáform Lsp? Ef svo er hvar er það að finna?Háskólasjúkrahús? Landspítalinn er ekki sjúkrahús af því tagi, sem kallað er háskólasjúkrahús í lögunum um heilbrigðisþjónustu frá 2007. Hann sinnir ekki allri sérfræðiþjónustu á sviði læknisfræði og hjúkrunarfræða og hann sér ekki heldur um framhaldsmenntun sérfræðinga í flestum eða öllum þessum greinum. Því spyr ég: Eru áformin aðeins þau að byggja nýtt yfir þá þjónustu og þau verkefni, sem Lsp sinnir nú eða er ætlunin að byggja yfir miklu víðtækari sérfræði- og kennsluþjónustu – og þá hvaða? Forystumenn Lsp hljóta að vita þetta. Ef sú er ætlunin þá hljóta að liggja fyrir áform um tæki og búnað, um mannafla og um rekstrarfjárþörf.Hvað um þau hin? Þá má lesa það á milli línanna hjá Jóhannesi, að byggingaáformum hins nýja Lsp fylgi áætlanir um að hætta að mestu núverandi spítalarekstri nema á Akureyri – þ.e. þá rekstri sjúkrahúsanna í Vestmannaeyjum, á Selfossi, á Akranesi, í Stykkishólmi, á Ísafirði, á Blönduósi, á Sauðárkróki, á Húsavík og í Neskaupstað. Í grein minni gat ég mér þess raunar til að þau áform hljóti að búa að baki hinum stórhuga byggingaáformum Lsp manna. Sé svo, þá á umræða um það að fá að eiga sér stað þannig að færð séu fram rök og gagnrök og fólk viti hvernig mál séu í pottinn búin en uppgötvi það ekki eftir á. Hvers vegna má ekki opna þá umræðu. Eru menn hræddir – og þá við hvað? Mér dettur ekki í hug að snúa svo út úr grein Jóhannesar að með henni sé hann að gefa til kynna að rífa eigi þessar byggingar. Því fer fjarri. Leggist sjúkrahúsaþjónusta niður á þessum stöðum þá henta byggingarnar prýðilega fyrir aðra heilbrigðisþjónustu – t.d. hjúkrunarþjónustu. En hví þá að vera að leggja upp með dýrar og umfangsmiklar áætlanir um byggingu nýrra hjúkrunarheimila ef það hlutverk er ætlað Borgarspítalanum og sjúkrahúsunum í Vestmannaeyjum, á Selfossi, á Akranesi, í Stykkishólmi, á Ísafirði, á Blönduósi, á Sauðárkróki, á Húsavík og í Neskaupstað. Hvað annað sér Jóhannes vera hlutverk þeirra? Heilbrigðisþjónusta er mikilvægasta þjónusta sem samfélag okkar veitir. Hún varðar líf og heilsu okkar allra. Því legg ég til að Lsp, ráðuneytið og heilbrigðisdeildir háskólanna efni til umræðuþings um heilbrigðismál þar sem áform um uppbyggingu og breytingu þjónustunnar eru skoðuð og rædd þannig að línur verði lagðar sem séu skýrar og öllum ljósar. Auðvitað verður um það deilt en engum á að geta hugnast að óttinn við umræðuna sé slíkur að hana beri umfram allt að forðast. Það væri líkt og að verða hræddur við sína eigin spegilmynd.
Öflugt sjúkrahús - kjarni málsins Um þessar mundir er í nágrannalöndum Íslands víða verið að rífa sjúkrahúsbyggingar sem ekki eru nema örfárra áratuga gamlar. Nýbyggingar eru reistar til þess að mæta þörfum sem stórstígar breytingar á starfsemi sjúkrahúsa gera kröfu um eigi þjónusta við sjúklinga áfram að vera í takti við nútímann. 23. maí 2012 06:00
Nýja háskólasjúkrahúsið – kjarni málsins Umræðan um risabyggingu nýs spítala í miðbæ Reykjavíkur er hafin. Halldór Laxness orðaði umræðuhefð Íslendinga á þá leið, að þeir deildu helst um tittlingaskít og aukaatriði en setti gjarna hljóða þegar komið væri að kjarna máls. Og hver er kjarni málsins? 21. maí 2012 06:00
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun