Sameinum Neytendastofu og talsmann neytenda Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 24. maí 2012 06:00 Í byrjun árs 2010 boðaði forsætisráðherra að raunhæft væri að fækka 200 stofnunum ríkisins um 30% til 40% á tveimur til þremur árum, sem þýðir fækkun um 60 til 80 stofnanir. Það er ekki tilefni þessarar greinar að meta hvort þessi fyrirætlan hafi gengið eftir, heldur að leggja til einfaldari stjórnsýslu og skarpari áherslur í opinberu neytendastarfi. Með því að sameina embætti talsmanns neytenda og Neytendastofu í eina stofnun, Umboðsmann neytenda, myndi opinbert neytendastarf eflast og styrkjast um leið og starf nýju stofnunarinnar yrði markvissara.Fyrirkomulag neytendamála í dag Að neytendamálum starfa nú Neytendastofa, Neytendasamtökin og talsmaður neytenda, auk hagsmunasamtaka og stofnana á ákveðnum sviðum neytendamála. n Neytendastofa er opinber stofnun sem sinnir eftirliti með ýmsum lögum á neytendasviði. Á fjárlögum fær stofnunin um 186 milljónir. n Meginverkefni talsmanns neytenda er að standa vörð um hagsmuni og réttindi neytenda og stuðla að aukinni neytendavernd. Á fjárlögum fær talsmaður neytenda um 14 milljónir. n Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök sem berjast fyrir hagsmunum neytenda. Neytendasamtökin reka m.a. leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu, þar sem neytendur geta fengið leiðbeiningar um lagalegan rétt sinn og aðstoð við úrlausn mála. Félagsgjöld standa að mestu undir kostnaðinum en samtökin fá 8,5 milljónir af fjárlögum, sem er um þriðjungur þess sem kostar að reka þjónustuna. Það er skoðun Neytendasamtakanna að hlutverki talsmanns neytenda sé ágætlega fyrir komið hjá Neytendasamtökunum og um leið hjá nýrri stofnun, Umboðsmanni neytenda. Neytendasamtökin hafa sinnt því hlutverki að vera talsmaður neytenda allt frá stofnun samtakanna árið 1953.Norræn fyrirmynd Þegar ákveðið var á Alþingi fyrir sjö árum að breyta opinberu neytendastarfi gerðu Neytendasamtökin ásamt aðilum vinnumarkaðarins mikilvægar athugasemdir við þær breytingar. Snerust athugasemdirnar bæði um stofnun sérstaks talsmanns neytenda og verksvið Neytendastofu. Það var skoðun Neytendasamtakanna að stofnað yrði, að norrænni fyrirmynd, embætti umboðsmanns neytenda. Jafnframt að farin yrði sama leið og í Svíþjóð og Finnlandi þar sem umboðsmaður neytenda er einnig forstjóri Neytendastofu.Villandi fyrirkomulag Neytendastofa, Neytendasamtökin, talsmaður neytenda – hvert eiga neytendur að snúa sér? Það er ekki óeðlilegt að neytendur ruglist á þessum nöfnum enda keimlík. Neytendasamtökin, sem hafa starfað í 59 ár, finna fyrir því og ekki bara hjá neytendum sjálfum, heldur einnig hjá fjölmiðlum og jafnvel stjórnmálamönnum. Á þessum sjö árum sem Neytendastofa og talsmaður neytenda hafa starfað hefur það sýnt sig að neytendur eiga erfitt með að fóta sig í núverandi fyrirkomulagi og Neytendasamtökin þurfa ítrekað að leiðrétta misskilning. Eðlilegt er að þeir fjármunir sem myndu sparast með þessari breytingu á skipan opinberra neytendamála séu að hluta til nýttir til að efla þjónustu Neytendasamtakanna og nýrrar stofnunar umboðsmanns neytenda. Því vilja Neytendasamtökin ítreka þá afstöðu sína að sameining stofnana sem vinna að neytendamálum myndi styrkja og bæta til muna neytendastarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í byrjun árs 2010 boðaði forsætisráðherra að raunhæft væri að fækka 200 stofnunum ríkisins um 30% til 40% á tveimur til þremur árum, sem þýðir fækkun um 60 til 80 stofnanir. Það er ekki tilefni þessarar greinar að meta hvort þessi fyrirætlan hafi gengið eftir, heldur að leggja til einfaldari stjórnsýslu og skarpari áherslur í opinberu neytendastarfi. Með því að sameina embætti talsmanns neytenda og Neytendastofu í eina stofnun, Umboðsmann neytenda, myndi opinbert neytendastarf eflast og styrkjast um leið og starf nýju stofnunarinnar yrði markvissara.Fyrirkomulag neytendamála í dag Að neytendamálum starfa nú Neytendastofa, Neytendasamtökin og talsmaður neytenda, auk hagsmunasamtaka og stofnana á ákveðnum sviðum neytendamála. n Neytendastofa er opinber stofnun sem sinnir eftirliti með ýmsum lögum á neytendasviði. Á fjárlögum fær stofnunin um 186 milljónir. n Meginverkefni talsmanns neytenda er að standa vörð um hagsmuni og réttindi neytenda og stuðla að aukinni neytendavernd. Á fjárlögum fær talsmaður neytenda um 14 milljónir. n Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök sem berjast fyrir hagsmunum neytenda. Neytendasamtökin reka m.a. leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu, þar sem neytendur geta fengið leiðbeiningar um lagalegan rétt sinn og aðstoð við úrlausn mála. Félagsgjöld standa að mestu undir kostnaðinum en samtökin fá 8,5 milljónir af fjárlögum, sem er um þriðjungur þess sem kostar að reka þjónustuna. Það er skoðun Neytendasamtakanna að hlutverki talsmanns neytenda sé ágætlega fyrir komið hjá Neytendasamtökunum og um leið hjá nýrri stofnun, Umboðsmanni neytenda. Neytendasamtökin hafa sinnt því hlutverki að vera talsmaður neytenda allt frá stofnun samtakanna árið 1953.Norræn fyrirmynd Þegar ákveðið var á Alþingi fyrir sjö árum að breyta opinberu neytendastarfi gerðu Neytendasamtökin ásamt aðilum vinnumarkaðarins mikilvægar athugasemdir við þær breytingar. Snerust athugasemdirnar bæði um stofnun sérstaks talsmanns neytenda og verksvið Neytendastofu. Það var skoðun Neytendasamtakanna að stofnað yrði, að norrænni fyrirmynd, embætti umboðsmanns neytenda. Jafnframt að farin yrði sama leið og í Svíþjóð og Finnlandi þar sem umboðsmaður neytenda er einnig forstjóri Neytendastofu.Villandi fyrirkomulag Neytendastofa, Neytendasamtökin, talsmaður neytenda – hvert eiga neytendur að snúa sér? Það er ekki óeðlilegt að neytendur ruglist á þessum nöfnum enda keimlík. Neytendasamtökin, sem hafa starfað í 59 ár, finna fyrir því og ekki bara hjá neytendum sjálfum, heldur einnig hjá fjölmiðlum og jafnvel stjórnmálamönnum. Á þessum sjö árum sem Neytendastofa og talsmaður neytenda hafa starfað hefur það sýnt sig að neytendur eiga erfitt með að fóta sig í núverandi fyrirkomulagi og Neytendasamtökin þurfa ítrekað að leiðrétta misskilning. Eðlilegt er að þeir fjármunir sem myndu sparast með þessari breytingu á skipan opinberra neytendamála séu að hluta til nýttir til að efla þjónustu Neytendasamtakanna og nýrrar stofnunar umboðsmanns neytenda. Því vilja Neytendasamtökin ítreka þá afstöðu sína að sameining stofnana sem vinna að neytendamálum myndi styrkja og bæta til muna neytendastarf.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar