Erlent

Dönsk sveitarfélög banna reykingar í vinnunni

Starfsmenn hins opinbera í Danmörku sem reykja eiga nú undir högg að sækja. Fjögur sveitarfélög í landinu hafa bannað starfsmönnum sínum alfarið að reykja í vinnunni og svipaðar reglur eru í vinnslu hjá tíu öðrum sveitarstjórnum. Þetta kemur fram á dönsku vefsíðunni avisen.dk í dag. Reykingar í vinnutíma hafa lengi verið viðkvæmt mál hjá hinum frjálslyndum Dönum en sveitarstjórnarmenn sem talað er við segja að framtíðin liggi augljóslega á þann veginn, að innan tíðar verði öllum starfsmönnum hins opinbera bannað að reykja, á vinnutíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×