Hvað með ristilkrabbamein? Kristín Skúladóttir og Friðbjörn Sigurðsson skrifar 8. febrúar 2012 14:30 Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ritar grein í Fréttablaðið þann 4. febrúar sl. Þar ræðir hann hvernig megi „sporna við útbreiðslu" hinna ýmsu krabbameina. Það skrítna er að ekki er minnst einu orði á krabbamein í ristli og endaþarmi. Það er þó eitt algengasta krabbameinið á Íslandi og hefur tíðni þess þrefaldast hjá körlum og tvöfaldast hjá konum á síðustu fimmtíu árum. Ristilkrabbamein er önnur algengasta dánarorsökin af völdum krabbameina á Íslandi. Nú greinast að meðaltali ríflega 130 einstaklingar með meinið á hverju ári og að meðaltali deyr einn einstaklingur í hverri viku af völdum þess. Dauðsföll af völdum krabbameina í ristli er hægt að fyrirbyggja að stórum hluta með skimun. Árið 2002 gaf landlæknir út klínískar leiðbeiningar um skimun. Þar er ráðlögð skimun með leit að blóði í hægðum á hverju ári hjá einstaklingum 50 ára og eldri. Þessar leiðbeiningar landlæknis eru enn í gildi þó vissulega sé kominn tími til að þær verði endurskoðaðar í ljósri nýrrar þekkingar. Alþingi hefur alloft fjallað um skimun fyrir krabbameinum í ristli og samþykkti þingsályktunartillögu þess efnis árið 2002. Málið var tekið upp aftur árið 2005. Árið 2007 fól Alþingi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í samráði við landlækni að hefja undirbúning að skimun fyrir sjúkdómnum þannig að skipuleg leit myndi hefjast á árinu 2008. Það síðasta sem við vitum til að Alþingi hafi fjallað um málið var í febrúar 2008 þegar málið var rætt á Alþingi í kjölfar fyrirspurnar Álfheiðar Ingadóttur til þáverandi ráðherra heilbrigðismála um hvað liði undirbúningi fyrir skimun. Þrátt fyrir þetta er kerfisbundin skimun fyrir krabbameini í ristli enn ekki hafin á Íslandi. Það væri skammsýni að segja að ekki sé unnt að koma á skimun vegna erfiðleika í efnahagslífinu. Bandaríska krabbameinsstofnunin hefur t.d. bent á tækifæri sem flýta megi baráttunni við krabbamein á krepputímum, og þá helst með því að efla tóbaksvarnir og auka þátttöku í skimun fyrir krabbameini í ristli. Kostnaður við skimun skilar sér nefnilega fljótt í sparnaði þar sem sjúkdómurinn getur greinst fyrr og þeim einstaklingum fækkar sem þurfa á dýrri meðferð við sjúkdómnum að halda, svo ekki sé talað um þær þjáningar og ótímabæru dauðsföll sem sjúkdómurinn veldur. Það gengur ekki lengur að embættismenn Guðbjarts láti eins og krabbamein í ristli sé ekki til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Spornum við útbreiðslu krabbameina Alþjóðlegur dagur baráttu gegn krabbameinum er í dag, 4. febrúar, haldinn ár hvert samkvæmt ákvörðun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Sú ákvörðun er ekki að ástæðulausu því krabbamein er eitt algengasta dánarmeinið í veröldinni og hefur verið áætlað að á árunum 2005-2015 felli það um 84 milljónir manna í valinn. 4. febrúar 2012 00:01 Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ritar grein í Fréttablaðið þann 4. febrúar sl. Þar ræðir hann hvernig megi „sporna við útbreiðslu" hinna ýmsu krabbameina. Það skrítna er að ekki er minnst einu orði á krabbamein í ristli og endaþarmi. Það er þó eitt algengasta krabbameinið á Íslandi og hefur tíðni þess þrefaldast hjá körlum og tvöfaldast hjá konum á síðustu fimmtíu árum. Ristilkrabbamein er önnur algengasta dánarorsökin af völdum krabbameina á Íslandi. Nú greinast að meðaltali ríflega 130 einstaklingar með meinið á hverju ári og að meðaltali deyr einn einstaklingur í hverri viku af völdum þess. Dauðsföll af völdum krabbameina í ristli er hægt að fyrirbyggja að stórum hluta með skimun. Árið 2002 gaf landlæknir út klínískar leiðbeiningar um skimun. Þar er ráðlögð skimun með leit að blóði í hægðum á hverju ári hjá einstaklingum 50 ára og eldri. Þessar leiðbeiningar landlæknis eru enn í gildi þó vissulega sé kominn tími til að þær verði endurskoðaðar í ljósri nýrrar þekkingar. Alþingi hefur alloft fjallað um skimun fyrir krabbameinum í ristli og samþykkti þingsályktunartillögu þess efnis árið 2002. Málið var tekið upp aftur árið 2005. Árið 2007 fól Alþingi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í samráði við landlækni að hefja undirbúning að skimun fyrir sjúkdómnum þannig að skipuleg leit myndi hefjast á árinu 2008. Það síðasta sem við vitum til að Alþingi hafi fjallað um málið var í febrúar 2008 þegar málið var rætt á Alþingi í kjölfar fyrirspurnar Álfheiðar Ingadóttur til þáverandi ráðherra heilbrigðismála um hvað liði undirbúningi fyrir skimun. Þrátt fyrir þetta er kerfisbundin skimun fyrir krabbameini í ristli enn ekki hafin á Íslandi. Það væri skammsýni að segja að ekki sé unnt að koma á skimun vegna erfiðleika í efnahagslífinu. Bandaríska krabbameinsstofnunin hefur t.d. bent á tækifæri sem flýta megi baráttunni við krabbamein á krepputímum, og þá helst með því að efla tóbaksvarnir og auka þátttöku í skimun fyrir krabbameini í ristli. Kostnaður við skimun skilar sér nefnilega fljótt í sparnaði þar sem sjúkdómurinn getur greinst fyrr og þeim einstaklingum fækkar sem þurfa á dýrri meðferð við sjúkdómnum að halda, svo ekki sé talað um þær þjáningar og ótímabæru dauðsföll sem sjúkdómurinn veldur. Það gengur ekki lengur að embættismenn Guðbjarts láti eins og krabbamein í ristli sé ekki til.
Spornum við útbreiðslu krabbameina Alþjóðlegur dagur baráttu gegn krabbameinum er í dag, 4. febrúar, haldinn ár hvert samkvæmt ákvörðun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Sú ákvörðun er ekki að ástæðulausu því krabbamein er eitt algengasta dánarmeinið í veröldinni og hefur verið áætlað að á árunum 2005-2015 felli það um 84 milljónir manna í valinn. 4. febrúar 2012 00:01
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun