Kostnaðarsöm fáfræði stjórnvalda Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar 21. ágúst 2012 06:00 Aldrei í sögu landsins hefur opinber stofnun eða háskóli gert úttektir eða rannsóknir á félagslegum og fjárhagslegum högum meðlagsgreiðenda. Jafnvel þótt ekkert skilji að barnafjölskyldur og einstæða foreldra annars vegar, og meðlagsgreiðendur í sambúð og þá sem einstæðir eru hins vegar, annað en kynferðið, liggja rannsóknir um barnafjölskyldur og einstæða foreldra úti um allar koppa grundir á meðan engin stök rannsókn er til um hagi meðlagsgreiðenda. Viðhorf Samtaka meðlagsgreiðenda til áforma ríkisstjórnarinnar að styðja rækilega við bakið á greiðsluþungum barnafjölskyldum og einstæðum foreldrum hlýtur því að vera blendið, en þótt samtökin vilji að stjórnvöld styðji þétt við bakið á lögheimilisforeldrum, hafa samtökin ástæðu til að óttast að stjórnvöld ætli að hlunnfara meðlagsgreiðendur enn og aftur, jafnvel þótt greiðslubyrði þeirra sé miklu meiri en hjá barnafjölskyldum. Ástæðan fyrir því er sú að stjórnvöld líta ekki á fjölskyldur meðlagsgreiðenda sem barnafjölskyldur nema upp að því marki sem önnur börn en þau borga meðlög með búi hjá þeim. Þrátt fyrir að meðlagsgreiðendur séu undanskildir allri hagskýrslugerð á Íslandi hafa samtökin heimildir fyrir því að þrír af hverjum fjórum einstæðra meðlagsgreiðenda sé á vanskilaskrá, á meðan 17% einstæðra foreldra eru í alvarlegum vanskilum. Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur lagalegar heimildir til að draga 50% af heildarlaunum frá útborguðum launum meðlagsgreiðenda sem ekki hefur getað borgað meðlög sín. Þetta þýðir að maður á meðallaunum, t.d. með þrjú börn á framfæri í gegnum umgengni, er með um 50 þúsund krónur í framfærslu yfir mánuðinn. Innheimtustofnun hefur stóraukið þess háttar innheimtur hjá meðlagsskuldurum. Það er sérstakt áhyggjuefni því þegar þessir meðlagsgreiðendur óska eftir fjárhagsaðstoð hjá félagsþjónustu sveitarfélaga, fá þeir synjun vegna þess að þeir geta sýnt fram á heildarlaun, þótt útborguð laun þeirra séu aðeins 50 þúsund krónur. Þessi framganga sveitarfélaganna er alvarleg í alla staði. Til að mynda er það með öllu ólíðandi að sveitarfélögin séu beggja megin borðs, og dragi útborguð laun upp í meðlagsskuldir, og sé jafnframt í þeirri stöðu að neita þeim svo um fjárhagsaðstoð hjá félagsþjónustu sveitarfélaga. Vitaskuld ætti önnur þessara stofnana að vera á hendi ríkisins á meðan hin er á ábyrgð sveitarfélaganna. Samtök meðlagsgreiðenda líta svo á að hér sé um að ræða skýrt brot á 76. gr. stjórnarskrárinnar sem kveður á um framfærsluskyldu hins opinbera. Samtökin hafa í ljósi þessa sent umboðsmanni Alþingis kvörtun, og hann beðinn um að gefa álit sitt hvort þær lagaheimildir sem um ræðir standist stjórnarskrá. Örbirgð meðlagsgreiðenda er kostnaðarsamur vandi. Ekki bara fyrir meðlagsgreiðandann sjálfan, fjölskyldu hans og börn, heldur einnig fyrir ríkissjóð, sveitarfélög og fjármálastofnanir. Rannsóknir sem samtökin hafa undir höndum sýna fram á að kvíði, vonleysi og skortur á þekkingu á úrræðum fyrir meðlagsgreiðendur einkenni þá umgengnisforeldra sem sárt eiga um að binda. Þjóðfélagshópurinn hefur til þessa ekki átt sér málsvara sem getur miðlað þekkingu til þeirra og gætt hagsmuna þeirra í hvívetna. Réttindaleysi meðlagsgreiðenda gagnvart bótakerfinu ýtir undir svarta atvinnustarfsemi þar sem ungir karlmenn sjá einu færu leiðina að lifa utan kerfis. Í ljósi takmarkalausra heimilda Innheimtustofnunar til að ganga að eigum og tekjum meðlagsgreiðenda, kjósa meðlagsgreiðendur af tvennu illu heldur vanskil við fjármálastofnanir en Innheimtustofnun, þar sem umboðsmaður skuldara veitir meðlagsgreiðendum vernd gagnvart öllum öðrum kröfuhöfum en Innheimtustofnun og Lánasjóði íslenskra námsmanna. Umboðsmaður skuldara er nefnilega eina opinbera stofnunin sem tekur tillit til kostnaðar við umgengni meðlagsgreiðenda í samningsgerð fyrir skuldara, en ekki Innheimtustofnun né heldur Lánasjóðurinn. Samtök meðlagsgreiðenda fara því fram á þá auðskiljanlegu kröfu að umboðsmaður skuldara, Innheimtustofnun sveitarfélaga og Lánasjóður íslenskra námsmanna viðhafi sömu viðmið í viðskiptum sínum við meðlagsgreiðendur þannig að þeir njóti sömu réttinda hjá þessum opinberu stofnunum þegar kemur að greiðsluívilnunum, fyrirgreiðslum og greiðsluerfiðleikaúrræðum. Þetta jafnræði er ekki fyrir hendi, og hljóta því fjármálastofnanir að láta í sér heyra, þar sem tugir milljarða króna eru í húfi, ef þær heimildir samtakanna reynast sannar að allt að níu þúsund meðlagsgreiðenda séu á vanskilaskrá, þar af 75% allra einstæðra meðlagsgreiðenda. En þar sem engin stofnun hefur nokkurn tímann rannsakað félagslegan og fjárhagslegan hag meðlagsgreiðenda, hefur löggjafinn hingað til samið blindandi lög um þjóðfélagshópinn og Innheimtustofnun aukið innheimtuhörku sína án þess að hafa nokkra þekkingu á þeim sem hún gerir kröfur á. Á meðan verður vandinn sífellt meiri og kostnaðarsamari fyrir fjármálastofnanir, ríkissjóð, meðlagsgreiðendur og börn þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Halldór 20.07.2023 Halldór Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Aldrei í sögu landsins hefur opinber stofnun eða háskóli gert úttektir eða rannsóknir á félagslegum og fjárhagslegum högum meðlagsgreiðenda. Jafnvel þótt ekkert skilji að barnafjölskyldur og einstæða foreldra annars vegar, og meðlagsgreiðendur í sambúð og þá sem einstæðir eru hins vegar, annað en kynferðið, liggja rannsóknir um barnafjölskyldur og einstæða foreldra úti um allar koppa grundir á meðan engin stök rannsókn er til um hagi meðlagsgreiðenda. Viðhorf Samtaka meðlagsgreiðenda til áforma ríkisstjórnarinnar að styðja rækilega við bakið á greiðsluþungum barnafjölskyldum og einstæðum foreldrum hlýtur því að vera blendið, en þótt samtökin vilji að stjórnvöld styðji þétt við bakið á lögheimilisforeldrum, hafa samtökin ástæðu til að óttast að stjórnvöld ætli að hlunnfara meðlagsgreiðendur enn og aftur, jafnvel þótt greiðslubyrði þeirra sé miklu meiri en hjá barnafjölskyldum. Ástæðan fyrir því er sú að stjórnvöld líta ekki á fjölskyldur meðlagsgreiðenda sem barnafjölskyldur nema upp að því marki sem önnur börn en þau borga meðlög með búi hjá þeim. Þrátt fyrir að meðlagsgreiðendur séu undanskildir allri hagskýrslugerð á Íslandi hafa samtökin heimildir fyrir því að þrír af hverjum fjórum einstæðra meðlagsgreiðenda sé á vanskilaskrá, á meðan 17% einstæðra foreldra eru í alvarlegum vanskilum. Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur lagalegar heimildir til að draga 50% af heildarlaunum frá útborguðum launum meðlagsgreiðenda sem ekki hefur getað borgað meðlög sín. Þetta þýðir að maður á meðallaunum, t.d. með þrjú börn á framfæri í gegnum umgengni, er með um 50 þúsund krónur í framfærslu yfir mánuðinn. Innheimtustofnun hefur stóraukið þess háttar innheimtur hjá meðlagsskuldurum. Það er sérstakt áhyggjuefni því þegar þessir meðlagsgreiðendur óska eftir fjárhagsaðstoð hjá félagsþjónustu sveitarfélaga, fá þeir synjun vegna þess að þeir geta sýnt fram á heildarlaun, þótt útborguð laun þeirra séu aðeins 50 þúsund krónur. Þessi framganga sveitarfélaganna er alvarleg í alla staði. Til að mynda er það með öllu ólíðandi að sveitarfélögin séu beggja megin borðs, og dragi útborguð laun upp í meðlagsskuldir, og sé jafnframt í þeirri stöðu að neita þeim svo um fjárhagsaðstoð hjá félagsþjónustu sveitarfélaga. Vitaskuld ætti önnur þessara stofnana að vera á hendi ríkisins á meðan hin er á ábyrgð sveitarfélaganna. Samtök meðlagsgreiðenda líta svo á að hér sé um að ræða skýrt brot á 76. gr. stjórnarskrárinnar sem kveður á um framfærsluskyldu hins opinbera. Samtökin hafa í ljósi þessa sent umboðsmanni Alþingis kvörtun, og hann beðinn um að gefa álit sitt hvort þær lagaheimildir sem um ræðir standist stjórnarskrá. Örbirgð meðlagsgreiðenda er kostnaðarsamur vandi. Ekki bara fyrir meðlagsgreiðandann sjálfan, fjölskyldu hans og börn, heldur einnig fyrir ríkissjóð, sveitarfélög og fjármálastofnanir. Rannsóknir sem samtökin hafa undir höndum sýna fram á að kvíði, vonleysi og skortur á þekkingu á úrræðum fyrir meðlagsgreiðendur einkenni þá umgengnisforeldra sem sárt eiga um að binda. Þjóðfélagshópurinn hefur til þessa ekki átt sér málsvara sem getur miðlað þekkingu til þeirra og gætt hagsmuna þeirra í hvívetna. Réttindaleysi meðlagsgreiðenda gagnvart bótakerfinu ýtir undir svarta atvinnustarfsemi þar sem ungir karlmenn sjá einu færu leiðina að lifa utan kerfis. Í ljósi takmarkalausra heimilda Innheimtustofnunar til að ganga að eigum og tekjum meðlagsgreiðenda, kjósa meðlagsgreiðendur af tvennu illu heldur vanskil við fjármálastofnanir en Innheimtustofnun, þar sem umboðsmaður skuldara veitir meðlagsgreiðendum vernd gagnvart öllum öðrum kröfuhöfum en Innheimtustofnun og Lánasjóði íslenskra námsmanna. Umboðsmaður skuldara er nefnilega eina opinbera stofnunin sem tekur tillit til kostnaðar við umgengni meðlagsgreiðenda í samningsgerð fyrir skuldara, en ekki Innheimtustofnun né heldur Lánasjóðurinn. Samtök meðlagsgreiðenda fara því fram á þá auðskiljanlegu kröfu að umboðsmaður skuldara, Innheimtustofnun sveitarfélaga og Lánasjóður íslenskra námsmanna viðhafi sömu viðmið í viðskiptum sínum við meðlagsgreiðendur þannig að þeir njóti sömu réttinda hjá þessum opinberu stofnunum þegar kemur að greiðsluívilnunum, fyrirgreiðslum og greiðsluerfiðleikaúrræðum. Þetta jafnræði er ekki fyrir hendi, og hljóta því fjármálastofnanir að láta í sér heyra, þar sem tugir milljarða króna eru í húfi, ef þær heimildir samtakanna reynast sannar að allt að níu þúsund meðlagsgreiðenda séu á vanskilaskrá, þar af 75% allra einstæðra meðlagsgreiðenda. En þar sem engin stofnun hefur nokkurn tímann rannsakað félagslegan og fjárhagslegan hag meðlagsgreiðenda, hefur löggjafinn hingað til samið blindandi lög um þjóðfélagshópinn og Innheimtustofnun aukið innheimtuhörku sína án þess að hafa nokkra þekkingu á þeim sem hún gerir kröfur á. Á meðan verður vandinn sífellt meiri og kostnaðarsamari fyrir fjármálastofnanir, ríkissjóð, meðlagsgreiðendur og börn þeirra.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun