Þjálfari Svartfellinga er með liðið sitt í felum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2012 06:00 Silfur í London Lið Svartfjallalands stóð sig frábærlega á ÓL í London og þá líkt og nú spilaði liðið enga æfingaleiki fyrir mótið. Mynd/afp Íslenska kvennalandsliðið er á leiðinni til Serbíu þar sem Evrópumeistaramótið hefst í næstu viku. Fyrsti mótherji íslenska landsliðsins er lið Svartfjallalands en þar er á ferðinni silfurliðið frá Ólympíuleikunum í London. Dragan Adzic er þjálfari Svartfjallalands og hefur verið það á síðustu fjórum stórmótum þar sem lið hans hefur gert frábæra hluti. Svartfjallaland varð í 6. sæti á EM 2010 og í 10. sæti á HM 2011 og tók síðan silfrið á sínu fyrstu Ólympíuleikum frá upphafi. Adzic þarf hins vegar að glíma við það núna að þrír af þekktustu leikmönnum liðsins verða ekki með á mótinu í Serbíu. Stórstjarnan Bojana Popovic hætti eftir Ólympíuleikana sem og Maja Savic og þá vill Ana Radovic ekki spila undir hans stjórn. Adzic ætlar sér greinilega að passa upp á það að enginn viti of mikið um hið nýja lið sitt fyrr en í umræddum fyrsta leik gegn Íslandi. Hann er eini þjálfarinn á EM í Serbíu sem lætur lið sitt ekki spila æfingaleiki fyrir keppnina. Hann hafði sama háttinn á fyrir Ólympíuleikana í London þar sem liðið fór alla leið í úrslitaleikinn og er kannski búinn að koma á fót hjátrú innan liðsins. Þetta gerir það að verkum að enginn verður búinn að sjá liðið spila þegar leikur Íslands og Svartfjallalands hefst í Vrsac þriðjudaginn 4. desember. „Okkur var boðið á æfingamót í Úkraínu en ég taldi það miklu betra fyrir okkur að gefa stelpunum nokkra daga hvíld. Við fengum ekki fleiri tilboð um leiki og því ákvað ég bara að hópurinn myndi einbeita sér að æfingunum í Podgorica," sagði Dragan Adzic í viðtali við heimasíðu EM og hann óttast ekki að sínar stelpur mæti ryðgaðar til leiks. „Það er mín trú að með mikilli og góðri vinnu munum við vega það upp að spila enga æfingaleiki. Ég tel að við verðum tilbúin í slaginn á EM því að í liðinu er mikil ástríða og gott andrúmsloft sem er það mikilvægasta af öllu." Íslensku stelpurnar eru ekki alveg ókunnugar stelpunum frá Svartfjallalandi enda hafa liðin mæst á báðum stórmótum íslenska liðsins til þessa. Svartfjallaland vann 26-23 á EM í Danmörku 2010 og íslensku stelpurnar unnu svo frábæran 22-21 sigur á HM í Brasilíu í fyrra. Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið er á leiðinni til Serbíu þar sem Evrópumeistaramótið hefst í næstu viku. Fyrsti mótherji íslenska landsliðsins er lið Svartfjallalands en þar er á ferðinni silfurliðið frá Ólympíuleikunum í London. Dragan Adzic er þjálfari Svartfjallalands og hefur verið það á síðustu fjórum stórmótum þar sem lið hans hefur gert frábæra hluti. Svartfjallaland varð í 6. sæti á EM 2010 og í 10. sæti á HM 2011 og tók síðan silfrið á sínu fyrstu Ólympíuleikum frá upphafi. Adzic þarf hins vegar að glíma við það núna að þrír af þekktustu leikmönnum liðsins verða ekki með á mótinu í Serbíu. Stórstjarnan Bojana Popovic hætti eftir Ólympíuleikana sem og Maja Savic og þá vill Ana Radovic ekki spila undir hans stjórn. Adzic ætlar sér greinilega að passa upp á það að enginn viti of mikið um hið nýja lið sitt fyrr en í umræddum fyrsta leik gegn Íslandi. Hann er eini þjálfarinn á EM í Serbíu sem lætur lið sitt ekki spila æfingaleiki fyrir keppnina. Hann hafði sama háttinn á fyrir Ólympíuleikana í London þar sem liðið fór alla leið í úrslitaleikinn og er kannski búinn að koma á fót hjátrú innan liðsins. Þetta gerir það að verkum að enginn verður búinn að sjá liðið spila þegar leikur Íslands og Svartfjallalands hefst í Vrsac þriðjudaginn 4. desember. „Okkur var boðið á æfingamót í Úkraínu en ég taldi það miklu betra fyrir okkur að gefa stelpunum nokkra daga hvíld. Við fengum ekki fleiri tilboð um leiki og því ákvað ég bara að hópurinn myndi einbeita sér að æfingunum í Podgorica," sagði Dragan Adzic í viðtali við heimasíðu EM og hann óttast ekki að sínar stelpur mæti ryðgaðar til leiks. „Það er mín trú að með mikilli og góðri vinnu munum við vega það upp að spila enga æfingaleiki. Ég tel að við verðum tilbúin í slaginn á EM því að í liðinu er mikil ástríða og gott andrúmsloft sem er það mikilvægasta af öllu." Íslensku stelpurnar eru ekki alveg ókunnugar stelpunum frá Svartfjallalandi enda hafa liðin mæst á báðum stórmótum íslenska liðsins til þessa. Svartfjallaland vann 26-23 á EM í Danmörku 2010 og íslensku stelpurnar unnu svo frábæran 22-21 sigur á HM í Brasilíu í fyrra.
Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Sjá meira