

RSS straumar og atvinnuleit
Flestir atvinnuleitendur kannast eflaust við að skoða vefsvæði hjá fyrirtækjum, fjölmiðlum, ráðningarstofum o.s.frv. en fæstir vita að þeir geta auðveldað sér þessa vinnu með því að vera áskrifandi að RSS-straumi. RSS er skammstöfun fyrir Rich Site Summary en hefur stundum verið nefnt Really Simple Syndication eða mjög einföld fréttamiðlun.
Til þess að vera áskrifandi að RSS-straumi þarf að vera með RSS-lesara. Það eru til mismunandi gerðir af RSS-lesurum en ég mæli hiklaust með Google Reader fyrir vafrann og Feeddler fyrir snjallsímann. Forritin eru tiltölulega einföld í uppsetningu og þar að auki frí.
Kostir þess að vera áskrifandi að RSS-straumi er að atvinnuleitandi getur fylgst með birtingu efnis á vefsvæðum að eigin vali án þess að þurfa að fara á hvert vefsvæði fyrir sig. Atvinnuleitandi fær því nýjustu fréttirnar í fréttamiðilinn sinn sem sparar honum tíma og gefur honum heildaryfirsýn á atvinnuleitina.
Það er að vísu smávægilegur galli á kerfinu en flest fyrirtæki gefa ekki valkost á því að vera áskrifandi að RSS-straumi en það er auðvelt að aðlagast því með að nýta sér vefsvæði sem bjóða upp á að breyta venjulegum vefsvæðum í RSS-straum. Atvinnuleitandi fær því tilkynningu um breytingu á vefsvæðinu en það kemur ekki með eins skipulögðum hætti og ef viðkomandi væri áskrifandi með eðlilegum hætti.
Fyrir atvinnuleitendur sem vilja nýta sér þessa tækni mæli ég með að skoða eftirfarandi heimasíður og gerast áskrifandi að RSS-straumi þeirra: www.starfatorg.is, www.vmst.is, www.mbl.is, www.advania.is svo eitthvað sé nefnt. Einnig hvet ég aðrar skipulagsheildir sem hafa ekki sett upp valmöguleikann á RSS-áskrift fyrir laus störf að gera slíkt hið sama.
Skoðun

Framtíðin fær húsnæði
Ingunn Gunnarsdóttir skrifar

Börnin sem deyja á Gaza
Elín Pjetursdóttir skrifar

Brýr, sýkingar og börn
Jón Pétur Zimsen skrifar

Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu
Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar

Hvað er lýðskóli eiginlega?
Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar

Búum til pláss fyrir framtíðina
Birna Þórarinsdóttir skrifar

Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi
Drífa Sigfúsdóttir skrifar

Kveikjum neistann um allt land
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum?
Kári Allansson skrifar

Samtökin 78 verðlauna sögufölsun
Böðvar Björnsson skrifar

Afstaða – á vaktinni í 20 ár
Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi
París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar

Varað við embætti sérstaks saksóknara
Gestur Jónsson skrifar

Út af sporinu en ekki týnd að eilífu
María Helena Mazul skrifar

Meira að segja formaður Viðreisnar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn
Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Steypuklumpablætið í borginni
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar

Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni!
Pétur Heimisson skrifar

Blæðandi vegir
Sigþór Sigurðsson skrifar

Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur
Elínborg Björnsdóttir skrifar

Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen?
Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar

Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð
Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar

„Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“
Svanur Guðmundsson skrifar

Opinber áskorun til prófessorsins
Brynjar Karl Sigurðsson skrifar

Nærvera
Héðinn Unnsteinsson skrifar

Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu
Björn Teitsson skrifar

Þessi jafnlaunavottun...
Sunna Arnardottir skrifar

Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

#BLESSMETA – fyrsta grein
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Dáleiðsla er ímyndun ein
Hrefna Guðmundsdóttir skrifar