Enginn er búinn undir svona áfall Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. nóvember 2012 07:45 Hannes jón er hér í leik gegn meisturum kiel. hann spilar ekki handbolta á næstunni.nordicphotos/bongarts Lífið hjá hinum 32 ára gamla Hannesi Jóni Jónssyni tók óvænta stefnu fyrir um sex vikum. Þá var hann greindur með krabbamein en illkynja æxli fannst í þvagblöðrunni. Hannes var settur í aðgerð daginn eftir þar sem þrjú illkynja æxli voru fjarlægð. Hann átti von á því að fara í létta skoðun í gær en af því varð ekki. Hann neyðist til þess að leggjast undir hnífinn á nýjan leik. „Þeir skera aftur á sama stað. Taka ný sýni sem verða síðan send í ræktun. Ég hélt þetta yrði létt skoðun. Svo myndi ég gefa háa fimmu og fara heim en svo var nú aldeilis ekki," sagði Hannes við Fréttablaðið í gær en hann þarf að liggja á spítalanum fram yfir helgi. „Ég fæ svo vonandi einhver góð tíðindi úr þessari ræktun. Ég er samt aftur kominn á byrjunarreit hvað varðar handboltann. Ég var að búa mig undir að spila um helgina. Ég verð að taka þessu. Byrja svo að æfa upp á nýtt í næsta mánuði og reyna að vera tilbúinn í slaginn eftir áramót. Það er mitt markmið eins og staðan er núna." Leikmaðurinn hefur verið ágætur til heilsunnar síðan hann gekkst undir aðgerðina fyrir um sex vikum. „Heilsan hefur verið merkilega góð. Ég fór hægt af stað en var kominn í ræktina um viku eftir aðgerðina. Fór eðlilega bara hægt af stað með því að labba á bretti og hanga í gufu. Það hefur svo verið fínn stígandi í þessu. Ég hef ekkert æft með strákunum en hef verið að hlaupa síðustu vikuna. Ég tók þrjá kílómetra á ellefu mínútum í morgun [í gær] og er í þrusustandi," sagði Hannes, en að lenda í slíku áfalli tekur eðlilega einnig á andlega líðan manna. „Þetta var mikið sjokk að sjálfsögðu. Þetta var erfitt. Það kemur sér vel að maður á góða að. Á endanum er þetta samt spurning um að setja kassann út og bera sig vel. Ég held að maður sé aldrei undir svona áfall búinn. Ég held að enginn geti sagt það með góðri samvisku að hann hafi verið búinn undir svona fréttir," sagði Hannes en hann átti kannski síst von á því að lenda í slíku þar sem hann er atvinnumaður í íþróttum og lífsstílinn í samræmi við það. „Ég er ungur, hraustur og í góðu formi og maður hefur litið á þetta sem gömlukarla sjúkdóm hingað til. Ég reyni að ganga út frá því besta og reyni að skipuleggja mig í samræmi við það." Hvað svo sem kemur úr nýjustu rannsóknum liggur fyrir að Hannes verður alltaf undir eftirliti næstu fimm árin. „Þetta er risastórt verkefni sem er lagt á mig og alla fjölskylduna. Ég er samt jákvæður og ef ég tækla þetta ekki þá tæklar þetta enginn," sagði Hannes Jón Jónsson ákveðinn. Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Fleiri fréttir Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Sjá meira
Lífið hjá hinum 32 ára gamla Hannesi Jóni Jónssyni tók óvænta stefnu fyrir um sex vikum. Þá var hann greindur með krabbamein en illkynja æxli fannst í þvagblöðrunni. Hannes var settur í aðgerð daginn eftir þar sem þrjú illkynja æxli voru fjarlægð. Hann átti von á því að fara í létta skoðun í gær en af því varð ekki. Hann neyðist til þess að leggjast undir hnífinn á nýjan leik. „Þeir skera aftur á sama stað. Taka ný sýni sem verða síðan send í ræktun. Ég hélt þetta yrði létt skoðun. Svo myndi ég gefa háa fimmu og fara heim en svo var nú aldeilis ekki," sagði Hannes við Fréttablaðið í gær en hann þarf að liggja á spítalanum fram yfir helgi. „Ég fæ svo vonandi einhver góð tíðindi úr þessari ræktun. Ég er samt aftur kominn á byrjunarreit hvað varðar handboltann. Ég var að búa mig undir að spila um helgina. Ég verð að taka þessu. Byrja svo að æfa upp á nýtt í næsta mánuði og reyna að vera tilbúinn í slaginn eftir áramót. Það er mitt markmið eins og staðan er núna." Leikmaðurinn hefur verið ágætur til heilsunnar síðan hann gekkst undir aðgerðina fyrir um sex vikum. „Heilsan hefur verið merkilega góð. Ég fór hægt af stað en var kominn í ræktina um viku eftir aðgerðina. Fór eðlilega bara hægt af stað með því að labba á bretti og hanga í gufu. Það hefur svo verið fínn stígandi í þessu. Ég hef ekkert æft með strákunum en hef verið að hlaupa síðustu vikuna. Ég tók þrjá kílómetra á ellefu mínútum í morgun [í gær] og er í þrusustandi," sagði Hannes, en að lenda í slíku áfalli tekur eðlilega einnig á andlega líðan manna. „Þetta var mikið sjokk að sjálfsögðu. Þetta var erfitt. Það kemur sér vel að maður á góða að. Á endanum er þetta samt spurning um að setja kassann út og bera sig vel. Ég held að maður sé aldrei undir svona áfall búinn. Ég held að enginn geti sagt það með góðri samvisku að hann hafi verið búinn undir svona fréttir," sagði Hannes en hann átti kannski síst von á því að lenda í slíku þar sem hann er atvinnumaður í íþróttum og lífsstílinn í samræmi við það. „Ég er ungur, hraustur og í góðu formi og maður hefur litið á þetta sem gömlukarla sjúkdóm hingað til. Ég reyni að ganga út frá því besta og reyni að skipuleggja mig í samræmi við það." Hvað svo sem kemur úr nýjustu rannsóknum liggur fyrir að Hannes verður alltaf undir eftirliti næstu fimm árin. „Þetta er risastórt verkefni sem er lagt á mig og alla fjölskylduna. Ég er samt jákvæður og ef ég tækla þetta ekki þá tæklar þetta enginn," sagði Hannes Jón Jónsson ákveðinn.
Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Fleiri fréttir Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Sjá meira